mánudagur, 6. júní 2005

gamalt blogg

Þar sem að ég er svo afspyrnu lélegur bloggari upp á síðkastið set ég inn blogg frá hestamannaballinu í fyrra, svona bara til að hita ykkur upp fyrir þann 25. í þessum mánuði :)


mánudagur, júní 14, 2004

mánudagur, góðan dag

ohhh mi langar so í river rafting..
Árún var búin að beita mig það miklum þrýstingi ða ég var búin að láta undan en það er víst ekki sjéns að ég fái frí í vinnunni :(((((((( riiisa hópar alla helgina.
Mar kannski reynir í smá sárabót að kíkja á ball á klaustri ef ég treysti mér til...
En allavegana...
Það var alveg rokna ball haldið hérna á laugardeginum með engum öðrum en snillingunum úr sniglabandinu!
Byrjað var í smjá upphitun heima hjá orra og svo haldið af stað á ball um 1 leitið. Fullt af (fullu) fólki var mætt og hljómsveitin byrjuð að spila.
Dreif liðið sig því strax á gólfið og landsmót í bjórhellingum og káfi hófst að vanda.
Einhver slagsmál voru á svæðinu og ennþá er verið að leita ð stelpunni sem var verið að slást um.
Reyndar hef ég heyrt að ein þekkt héðan úr víkinni hafi farið hamförum á gólfinu, ekki fengið neinn til að sofa hjá og ´þess í stað komið sér í slag. Hélt að það væri kannski ekki til að ná í stráka, en einhvernveginn fer hún að þessu allavegana.
Í hléeinu var svo kallað Fritz von Blitz á svið og við mættum þangað galvösk og til í slaginn.
En svo þegar farið var að byrja ða spila biðum við bara og biðum eftir að það væri slegið inn í lagið. en þegar betur var að gáð. þá var enginn trommuleikari við settið.
Þegar búið var að hringja í Kauða þá lá hann uppi í rúmi STEINsofandi og búinn að vinna yfir sig. Hann varð því að sleppa meiköppinu og drífa sig á ball enda biðu 200 manns eftir næsta lagi.
eftir 7 lög tóku sniglabandið við en á leið minni af sviðinu bað söngvarinn mig um hvort að ég gæti ekki komið upp aftur til að taka eitt lag.
ég sagðist ekkert kunna!! hann sagði að ég hlyyyti nú að kunna "ég vil að þú komir" og þá var það ákveðið því að ég kannaðist við viðlagið :)
Þegar ég var so klöppuð upp á við byrjuðu þeir svo á allt öðru lagi sem ég kunni enn síður!!(man í dagekkert hvaða lag þetta var einu sinni!!) Þá var það bara þessi eina lína sem ég kunni úr laginu sungin aftur og aftur og samdi svo bara rest á staðnum. Þeir höfðu mikið gaman af þessu! Svo tóku þeir reyndar fyrir um samið lag.
Fékk ég smá nasasjón af því hvernig það er að vera að syngja á sveitaböllum þar sem mér var réttur captain peli, stolið textum úr möppunni (Sem einhver dyravörður tók svo af kauða og skilaði) einn beraði bringuna fremst upp við sviðið og beðið var um einhver óskiljanleg óskalög! :))))
Þegar ég var búin að hanga í 10 mínutur í rimlunum tókst dyravörðunum að losa puttana einn af einum og henda mér út, enda ætlaði ég EKKI fyrst heim. Tókst mér svo að smygla mér svo aftur inn samt eftir allt. Og sátum og og fúsi að tala lengi við Hauk greyið sem tapaði eiginlega gítarnum. Hann fannst fyrir einhverjum árum í vegkanti og haukur keypti hann af þeim aðila sem fann hann. og ´buinn að eiga hann í 5 ár eða svo. Kom svo upp á ballinu að gilsi í Sniglabandinu kannaðist við töskuna, opnaði hana og sagði, NEI! gítarinn minn!!! Og þannig er nú það. Þetta er Gibson metinn upp á 250 þús takk fyrir og honum hafði verið stolið af Gilsa fyrir 8 árum síðan. Bömmer maður!
Jæja, eftir smá sorg og sút var tölt aftur til Orra í skyldu-eftirpartý sem var lítið fjör í. Orri týndur og einn stóll brotinn ásamt skemmtilegum uppþornuðum bjórpollum á gólfinu frá fyrirpartýinu sem maður límdist við.
Ég og Haukur drógum svo Helga greyið í göngutúr sem endaði heima hjá Hauk í risasamloku sem held ég að hafi samanstaðið af pepperoni, smjöri, beikoni, skrömbluðum eggjum og brauði. Getur ekki verið mikið meira óhollt er það? :)
Jæja
Þrátt fyrir loforð mitt um að koma ekki heim fyrir 14,00 var ég komin upp í rúm hérna heima eftir rabbabbaratínslu á heimleiðinni um hálf átta og skemmti mér við ða horfa á baddnaebbnið í nokkra stund áður en ég steinrotaðist og vaknaði ekki fyrr en Jón Hilmar vakti mi um 3. Það er nú ekki í fyrsta skiptið sem honum tekst það!!

posted by Ragna_Rokkgella @ 14:02 - Halló, segið eitthvað! (0)
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig