mánudagur, 27. júní 2005

að lofa upp í ermina á sér...

jájá, ég lofaði miklu bloggi... en neinei, ég rauk audda í bæinn eftir vinnu á þriðjudaginn og var þar fram á fimmtudag. þar blogga ég nú lítið.
Svo upphófst langur tími af því að vera upptekin. vinna og vinna og fara svo beint á hljómsveitaræfingu á föstudaginn.. svo er ég nú líka aðeins búin að vera blekuð! svona til að hita upp fyrir Hróarskeldu. nokkrir bjórar á miðvikudaginn með Finnsku stelpunum á Höfðabrekku ( Jenni og Eije) og svo aftur á fimmtudaginn, en þá fór ég í pottinn með Fúsa, palla og Guðna, endaði svo á kaffinu að kveðja Ceciliu (sissí) sem var að fara aftur til Svíþjóðar, já og svo audda aftur á föstudaginn líka! hehe, enda var hljómsveitaræfing og svo hitti ég einhverja furðufugla sem voru sko á því að vera komnir til tunglsins þar sem að þeir VÆRU KOMNIR SVONA LANGT ÚT Á LAND!! jesús minn hvað þeir voru pirrandi!!! þvílíkir stælar í þeim!! Svo á laugardaginn hrundi ég audda í það! enda var hestamannaballið.
Giggið okkar gekk vel í hléinu og söng ég líka með Pöpunum. vá þið getið ekki ÍMYNDAÐ ykkur hver tilfinningin er að vera einhversstaðar og heyra RAGNA, RAGNA, RAGNA hrópað úti í sal af öllu þessu fólki! ég tók semsagt paradise by the dashboard light sem fyrr :D svo komum við á svið strax eftir það og heyrði ég að það hefði verið rosalegur troðningur. Trylltist allt endanlega þegar við tókum Norska lagið!! úff. þetta var rooosalegt.
Ég flúði svo bara heim kl 4 þar sem að ég þurfti að gefa 120 manns að borða daginn eftir.

í dag verð ég að pakka niður því að í fyrramálið flýg ég til danmerkur... shit, þetta er real!
ó boj.

Ég mun því ekkert blogga næstu vikuna, enda verð ég í hróarskeldu
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig