mánudagur, 20. júní 2005

Endurrisan

Jæja, blessuð og sæl.

mikið hefur verið að gerast í mínu lífi upp á síðkastið. þar ber nú auðvitað hæst útskriftin mín ! en haldiði ekki bara en að stúlkan hafi náð að útskrifast úr MH á réttum tíma. Hinn ný útskrifaði kjólameistari hún Árún saumaði jakkann glæsilega sem ég klæddist og restin af fötunum var samtíingur héðan og þaðan út búðum Reykjavíkur. Ekki má gleyma grænu skónum sem tók eilífðartíma að fá.
í tilefni af áfanganum var haldin vegleg veisla hérna í vík. Grill ogbjór eins og fólk gat í sig látið.
Komu um 50 manns allt í allt í matinn. Gjafirar voru rosalegar! ætla að reyna að telja allt upp hérna

stáldisk
2 málverk
fondue pott
perlur (svona til að perla með!)
pezkall
blómavasa
body-bath pakka
salt og piparkvörn
stálpiparkvörn
glasamottur
grínstyttu
kertahús
2 upphengjanlega kertastjaka
eldunar "timer"
2 kampavínsflöskur
15 kampavínsglös
20 þús kall
10 þús gullgring
stúdentastjörnuna
kaffi og kaffibolla
pikknikk sett
svo á ég eftir að fá ipod photo 60 GB frá mömmu og pabba en ég kaupi það þegar ég fer til DK

Svo eftir veisluna og ískökuát var haldið á ball á klaustri þar sem að hljómsveitin Tilbrigði spiluðu vegna Enduro mótsins á klaustri. SvenniGullog Sveppi önd fylgdu okkur stúlkunum austur á bóginn (Gullu og Katrínu) og skemmtum við okkur alveg gríðar vel á þessu balli! kom allavegana skemmtilega á óvart, ég audda skundaði af stað með stúdentahúfuna ogheimtaði að fá frítt inn! sem ég og fékk ! :) fékk svo eitthvað af barnujm frá einhverjum og einhverjum sem óskaði mér þannig til hamingju... ég hætti bara ekki að græða! Haldið var svo í eftirpartý til Atla Þórs og þaðan skutlaði Broddi okkur stelpunum svo heim í víkina... ég svaf aaaaaalla leið!

En nóg um það .

Hef verið svoldið dugleg að djamma upp á síðkastið. Enda tók ég 2 fríhelgar í prófunum! :) Barinn stendur alltaf fyrir sínu og vorum við 2 snafsar þar með snilldar eurovision fíling um daginn...
2 snafsar eru svo reglulega á hótel dyrhóley og var t.d. rokna djamm þar síðustu helgi þegar við spiluðum fyrir víkurbúa. annað eins hefur ekki sést! steinþór henti þeim síðasta út kl 6. rétt í tæka tíð fyrir morgunmatinn. Höfðabrekkustaffið var eitthvað mis vinnufært daginn eftir samt !

Gerði ýmislegt af mér í síðustu viku....
Fékk þá snilldar hugmynd að rjúka á Akureyri alein á fimmtudaginn kl 3 sem ég og gerði! en ekki hvað?
Trausti var heill heilsu og allt gekk vel. var komin á Akureyri um 11 minnir mig, með nokkrum stoppum á leiðinni á helstu stöðum eins og í matvöruverslun, ríkinu og í íbúðinni að sækja ískáp undir bjórinn! :)
Eitthvað vesen var þó með gististað og með hverjum ég ætlaði að gista! svo að ég svaf svona eiginlega í bókstaflegri merkingu á klósettinu hjá Hilda og Gústa þar sem þau gistu. ég hef nú svosem örugglega sofið á verri stöðum en það! :D áður en ég þó fór að sofa kíktum við crewið á vinir vors og blóma ball í sjallanum... fátt var um manninn sem við eiginlega skildum ekki en skemmtum okkur því meira í staðinn.enda hægt að dansa þar sem lítill var troðningurinn og ágangurinn. labbið heim tók okkur svo rúmar 40 mín... það var fjandi langt get ég sagt ykkur! og rigning í þokkabót! en pliff. við víkurbúarnir erum stökkbreytt afbrigði af hinum venjulega homo sapiens og erum löngu búin að þróa með okkur vatnsvörn í ysta lag húðarinnar ! hehe.
Hitti svo loks árunu í greifapizzu á föstudeginum og vöktum svo sveppa, svenna, bjögga og ellý sem voru á tjaldstæðinu í hömrum hjá kjarnaskógi! þar sem að það var nú kominn 17. júní tókum við árún rúntinn og náðum í palla á endanum sem tók okkur í sightseeing around the town. kíktum líka í jólahúsið. ég skal segja ykkur að það þarf ekkert voða mikið til að gleðja Rögnu og þeir sem þekkja mig þá þarf bara að NEFNA jólin þá brosi ég hringinn. ég gladdist því mjög að geta hlustað á heims um ból þann 17. júní ! :)
Bílasýninging stóð svotil undir vætingum þó svo að þar hefðu verið bílar sem áttu ekkert skilið að vera þarna og bílar á rúntinum sem áttu að vera þarna. en svona er þetta alltaf. kostaði samt heilan 1000 kall inn!
og ekki nóg með það,. þá var mar líka rukkaður um 500 kall til að sjá burn-outið sem BTW var bara með 4 bílum! Eiki, sunneva, kalli og helgi voru líka ´buin að tjalda þarna á tjaldstæðinu hjá hinum og við grilluðum okkur kvöldmat á meðan svenni fór að sofa :) spjölluðum við eitthvað fram á nóttina en kíktum í smá göngutúr nokkur af okkur þegar okkur var orðið kalt á tánum á ða sitja svona enda ekkert rosalega heitt þarna í norðrinu. og Eiki var með leiðarvísun á leiksvæði íkjarnaskógi þar sem við lékum okkur í nokkra stund með smá hláturkrömpum á köflum.hehe. eitthvað til á cameru :D
Þegar eiki og sunneva fóru svo að sofa ákvað svenni að nú væri tími til ða vakna svo að við spjölluðum eitthvað lengra. Sveppalingur var orðinn furðanlega drukkinn og meira að segja farinn að tala færeysku þegar þar var við sögu komið, með rússneskum slettum meira aðsegja ! Rokkgellan svaf svo vært í einhverju tjaldi, hliðina á einhverjum. :)

á laugardaginn byrjuðum við áGreifanum og svo fórum við á spyrnukeppnina sem við VORUM LÁTIN BORGA 500 KALL INNÁ! þar sá mar nokkra drauma bíla og aðra bíla sem manni langaði ekkert í! fór áður en úrslitin voru eða svona um hálf 6 leitið. ég var nebbla ða fara að keyra ein til víkur. og hvað haldiði að ég hafi gert þegar þangað var komið?? nú! audda skellt mér á ball í tungunni!!! hehe... ég er bnú hálf klikkuð svona þegar ég hugsa þetta til baka! ég hafði nú bara verið að keyra í 6 tíma straight! :D

en ég ætla að reyna að fara að henda inn myndum svona við fyrsta tækifæri en ég er alveg fullt ða vinna og nenni ekkert endilega ða fara að sitja ogblogga þegar ég kem heim kl hálf 11 á kvöldin

Minni samt á hið magnaða Papaball næstu helgi! þeir sem hafa farið einu sinni vita við hvað ég á!
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig