föstudagur, 16. júlí 2004

halló hæ

Hildur átti ammili í gær.... Til hamingju með það
í tilefni þess eins og ég sagði í síðasta bloggi þá ætluðum við Þorbjörg að taka hana í smá óvissuferð.
Þorbjörg var búin að fá frí fyrir hana í vinnunni og ég búin að sansa Gústa (kærastann) .
Ég fór því kl 3 og sótti hana heim til sín þar sem hún átti að vera tilbúin svona í freekar fínum fötum og brunaði með hana í bæinn.
Eftir stutt stopp í kringlunni fórum við í Smáralind þar sem við fórum á T.G.I Friday's og átum á okkur gat af kjúlla. Konan sem þjónaði okkur spurði okkur hvort við værum að fara á Fame-sýninguna en ég og Þorbjörg sögðum bara NEI. Svo þegar búið var að borða og klukkan orðin meira en 7 fórum við og borguðum og auðvitað buðum ég og Þorbjörg Hildi upp á matinn. Þar spurði strákurinn okkur hvort við værum að fara á Fame, við auðvitað sögðum NEi þar sem við vorum sko ekkret að fara. Það var allt fullt af fólki þarna fyrir utan enda 800 og eitthvað manns að fara að skoða Fame en við þrömmuðum framhjá...
Þangað til Þorbjörg sagði "eeða ekki...." og við snérum við í þann mund sem hún gramsaði eftir Fame-miðunum sem var partur af ammilisgjöfinni.
Skemmtum við okkur mjög vel en það var samt soldið hátt stillt það sem þau sögðu, svo að skærust-rödduðu leikkonurnar smugu í gegnum merg og bein með hátalarakerfinu.
Eftir langt uppklapp og óvænta árás leikara í salinn fórum við út til að taka þátt í síðasta dagskrárlið dagsins, en það var Tívólí! :)
Tókst mér eftir nokkurt suð að draga stelpurnar í Parísarhjólið. en svo fórum við í Bollana. jibbí, þar er alltaf jafn gaman :))))
Eftir þennan frábæra dag var haldið heim
um nóttina þegar ég kom heim stóðu á borðinu 6 VODKAFLÖSKUR!! Pabbi hafði fengið þær gefinst fyrir að hjálpa einhverjum úllum.
Þið vitið semsagt hvar má finna mig á næstunni :)))
Ingvar crashaði bílnum sínum í nótt með Björgvin og Sólbjörgu og er hann ónýtur! Þvílík mildi að þau skulu ekkert hafa meitt sig en það hvellsprakk og bíllinn endastakkst út í skurð með veltu. Mesta lánið er þó að Sandra, hin dóttir Björgvins hafi ekki verið með enda hennar sæti lang verst farið.

Sólbjörg á eins árs afmæli í dag. þvílíkur dagur fyrir hana....
en enginn meiddur sem betur fer, strákarnir þó ansi stirðir. en afmælisbarnið bara ánægt og hlær á afmælisdaginn sinn.
Halla var eitthvað stressuð yfir afmæliskökunni hennar því að í skírninni þegar hún var skírð skreytti hún músaköku sem varð útlítandi eins og skrímsli og spurði hvort að ég gæti nú ekki hjálpað henni við að bjarga kökunni í þetta skipti.
ég gerði það og skemmti mér alveg konunglega!! er bara ánægð með útkomuna allavegana
tók svo mynd af afmælisbarninu og kökunni en það var eitthvað erfitt að hafa hana kyrra því að hún var alltaf að fara að tína nammið af músinni :)
 
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig