fimmtudagur, 29. júlí 2004

úff. langt síðan ég skrifaði

Jæja, fór inn í hóla þarna í síðustu viku og gerði voða voða lítið. Hékk bara með þeim Berglindi, Brodda og Arnari og fór með gamanmál. fékk að skoða vatnsbólið því að það voru svo margir þarna og ALLIR í sturtu að Broddi hafði einhverjar áhyggjur að þeir myndu bara KLÁRA allt vatnið. 176 hestar voru þarna í girðingum og trúlega mesti fjöldi hesta sem hefur verið þarna í einu. A miðvikudeginum afrekaði ég margt, hjálpaði Brodda að þrífa kofann, svaf yfir mig í prinsessurúminu, fór í sólbað, skrapp í góðan göngutúr og já, tókst að henda nýju myndavélinni í lækinn!!! steindrapst alveg greyið. hljóp bara beint í Brodda með myndavélina alveg rennandi blauta og hann sagði mér nú bara að róa mig og setja hana í sólbað í þurrkun, það sem eftir leið af deginum var allt ómögulegt enda þekkja örugglega allir hvernig mér leið þegar ég var alveg viss um ða ég var búin að eyðileggja dýru, fínu myndavélina!!!
Sendi hana bara svo daginn eftir í viðgerð án þess að þora að viðurkenna fyrir neinum að ég hefði klaufast til að eyðileggja hana og var í stöðugum símtölum við viðgerðarmennina sem voru allaf með nýjasta status á henni.
Helgin leið semsagt án þess að geta ekki tekið neinar heimildarmyndir en það var rosa fjör og svaka fyllerí!!

Fór í bæinn á þriðjudaginn....
Tók með mér þær Suzannah og Inger (sem eru btw danskar og vinna með mér á Höbbðabrekku) og við fórum saman í svona "túristaferð"  og gerðum allt það sem hægt er að gera

-Laugavegslabb og út að borða á Vegamótum í rosa góðu veðri og sólbaði
-Kringlan með stoppi í Ríkinu þar sem ragna náði að versla vín!!!! jibbí
-Bláalónið í sólbaði og geggjuðu veðri
-Kínverskt take-away og bjórdrykka
-Þórður og Steini boðaðir í partý heima hjá mér
-Farið á Dubliners og furðað sig á öllu þessu fulla fólki á þriðjudegi!
-Þórður hellti í okkur bjór!
-Heim í eftirpartý

-Suzannah vekur alla með  heitum pönnukökum og sýrópi, (kannski ekki beint það sem manni langar mest í eftir svona fyllerí)
-tókum seint eftir því að strákarnir sem gistu voru horfnir
-Reynt að lífga Inger við... tókst ekki!
-Perlan
-Saga Museum í perlunni, þvílík snilld!!!
-Myndavélin sótt, Allt í lagi og þeir eiginlega klóra sér í hausnum enn í BECO hvernig það getur eiginlega staðið á því. Og vatns-memori-cardið virkar og allar myndir ennþá inn á því
-Smáralindin skoðuð, þær voru voða hressar með að hafa séð stærsta typpi í heimi!
-Farið í Tívolí
-Eytt pening og verlslað hitt og þetta
-Út að borða á Burgerking og mér finnast hamborgararnir ekkert góðir ennþá
-Farið í Bíó á Shrek 2
-Heim og borðað kínverska afganga og tekið til
-brunað austur með viðkomu við Seljalandsfoss
-zzzzzz

Vil bjóða Árúnu velkomna heim svona formlega
Búin að sakna hennar alveg hjélling, nú er einhver sem getur hlustað á kjaftasögurnar mínar....

 

SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig