Ég er með óstjórnandi áhuga á matarbloggum eða foodblogs...
Það er orðið þannig að ef ég fæ hugmynd að einhverju sem mig langar til að baka eða elda þá leita ég á matarbloggum að uppskriftum og les svo í gegnum hvernig matarbloggaranum gekk að elda, hvaða trix hann notaði, hvað hann ætlar að gera öðruvisi ef hann eldar eða bakar þetta aftur og enn frekast hvernig honum líkaði við loka afurðina. Með svona bloggum tengist maður matnum betur og ég fæ ennþá meira út úr því að elda hann og baka...
Ég hef örugglega deilt með ykkur uppáhalds matarbloggaranum mínum en það er Joy the Baker. Nýlega fann ég aðra konu sem bloggar og kallar sig Bakerella... áhugavert nafn :) þegar ég fór að skoða gamla pósta frá henni fann ég að þar var hvorki meira né minna eitt stykki bónorð á síðunni. Sjáið póstinn hérna!
lesið svo um það hérna hvernig allt umstangið fór fram í kringum bónorðið..
Næst á tilraunalistanum er að gera svona köku-sleikjóa eða cake pops... verst er að ég hef ALDREI séð sleikjópinna prik til sölu einhversstaðar... Það er annað hvort að panta þau frá US eða setja Viðari það starf að fara að borða svoldið mikið af sleikjóum...
þangað til næst
Prófstress-Ragna
föstudagur, 20. nóvember 2009
jæja...
búið að stela íþróttaskónum mínum..
ætla samt ekki að væla, enda engin ástæða, ég leita að hamingju ætla að hefja upp raddir og rækta mitt geð, hætta væli og veseni neita, þá veröldin brosir og allir með :)
Þema dagsins er :
Hætt'essu væli!
...
ætla samt ekki að væla, enda engin ástæða, ég leita að hamingju ætla að hefja upp raddir og rækta mitt geð, hætta væli og veseni neita, þá veröldin brosir og allir með :)
Þema dagsins er :
Hætt'essu væli!
...
fimmtudagur, 19. nóvember 2009
Kökukeppni slysó
Ákvað að taka þátt þar sem ég hef óstjórnlega gaman af því gera kökur og tilhugsunin um að gera köku með þemað "SLYS" var afar freistandi :)
Ég braut reyndar heilann lengi um hvað ég ætti að gera þar sem það er mér ansi erfitt að baka köku sem endar sem slys og varð ég að fara aðeins meira artistic leið að útkomunni
...en niðurstaðan varð svo að lokum þessi
...en niðurstaðan varð svo að lokum þessi
TADAAAAAAH ! :)
Hjúpurinn er gerður úr hvítum sykurfondant (eins og er á brúðartertum)
og þeir sem eru að velta fyrir sér hvernig kakan er undir smjörkreminu og hjúpnum þá er hún svona
enjoy
föstudagur, 6. nóvember 2009
mánudagur, 2. nóvember 2009
Upcoming...
Var að spá í að koma með góða afsökun fyrir bloggleysi en there isn't one
svo að ég ætla að lofa bloggi í þessari viku í staðinn. Everybody happy ? ? :)
svo að ég ætla að lofa bloggi í þessari viku í staðinn. Everybody happy ? ? :)
þriðjudagur, 13. október 2009
Rómantísk ljóð ?
1.
My darling, my lover, my beautiful wife:
Marrying you has screwed up my life.
2.
I see your face when I am dreaming.
That's why I always wake up screaming.
3.
Kind, intelligent, loving and hot;
This describes everything you are not.
4.
Love may be beautiful, love may be bliss,
But I only slept with you 'cause I was pissed.
5.
I thought that I could love no other
-- that is until I met your brother.
6.
Roses are red, violets are blue, sugar is sweet, and so are you.
But the roses are wilting, the violets are dead, the sugar bowl's empty and so is your head.
7.
I want to feel your sweet embrace;
But don't take that paper bag off your face.
8.
I love your smile, your face, and your eyes
Damn, I'm good at telling lies!
9.
My love, you take my breath away.
What have you stepped in to smell this way?
10..
My feelings for you no words can tell,
Except for maybe 'Go to hell.'
11.
What inspired this amorous rhyme?
Two parts vodka, one part lime.
sunnudagur, 11. október 2009
Afmæli Jóa
smá óvænt afmæliskaffi þar sem ég bauð nokkrum sem höfðu verið að taka niður Októberfest tjaldið í kaffi í tilefni afmælisdagsins auk þess sem Dagga frænka og Siggi kíktu líka.
Fyrr um daginn hafði ég þó líka sungið í skírn í Guðríðarkirkju í afskaplega fallegri athöfn. Svo var henst heim og hellt upp á kaffi áður en hersingin kom.
Fyrr um daginn hafði ég þó líka sungið í skírn í Guðríðarkirkju í afskaplega fallegri athöfn. Svo var henst heim og hellt upp á kaffi áður en hersingin kom.
Allir í afmæliskaffinu.... Pönnsur og rjómakaka... alvöru stöff !
Svo ætla ég að henda hérna inn link á Love shine a light útsetningunni okkar sem við Ljósin í Bænum sungum síðustu helgi í Kórakeppninni á Regnbogahátíðinni í Vík.
Þetta tókst alveg merkilega vel og erum alveg drullu stolt af okkur.
miðvikudagur, 23. september 2009
HA HA HA !!
Good times..
Hafiði séð Sveppa minn sem Sveppi gaf mér í Oxford?
Þarna eru 3 sveppar í einu stykki Fiat Punto... Það eru engar ýkjur að segja að þetta séu STÓRIR bangsar! Get ennþá glott þegar ég hugsa til okkar þar sem við gengum langan veg frá Toys'r'us með þessi flykki á háhest en ég skil það vel að Sveppi hafi ekki staðist freistinguna. 3 fyrir 2 á 60 pund ! spottprís alveg ! :)
Styrktarsala!!!!
Þá er komið að því að ég ætla að bjóða ykkur vörur til sölu til styrktar útskriftarferð Hjúkrunarfræðideildar vorið 2010. Metnaðurinn hjá okkur er mikill og markið sett hátt og á að reyna að fara til Taílands þrátt fyrir litla peninga í hversmanns vösum og dýru flugi. Þess vegna væri ég mjög þakklát ef þið spöruðuð ykkur ferðirnar í Bónus að kaupa klósettpappír næstu mánuðina og kaupið af mér í staðinn ódýrari pappír í magnpakkningum. :)
Frí heimsending er á öllum þessum vörum! :)
Pantanir fara fram í gegnum póstinn minn eða með skilaboðum á Facebook.
WC pappír hvítur, tveggja laga. Rúllan er 200 blaða, 24 metrar að lengd og í ballanum eru 48 rúllur (8x6)
WC MAXI hvítur, tveggja laga. Rúllan er 380 blaða, 44 metrar að lengd og 40 rúllur eru í balla (8x5)
Lúxus WC pappír hvítur, þriggja laga hágæða pappír. Rúllan er 250 blaða, 30 metrar að lengd og 36 rúllur eru í balla (6x6)
Eldhúspappír hvítur. Rúllan er rúmlega 11 metra löng og 24 rúllur eru í balla
Bílaþrennan: hreinsiklútar fyrir bílinn að innan og utan. Pakkinn inniheldur þrjá bauka. Einn er fyrir bílinn að utan, annar fyrir bílinn að innan og sá þriðji er fyrir gler og spegla. Góðir pakkar í bílinn og endist vel.
BIG WIPES: (1 stk) Þrífur og sótthreinsar hendur, verkfæri og yfirborð. Bakteríudrepandi og því hentugar til þrifa. Sótthreinsa betur en flest fljótandi hreinsiefni. Ekki þarf að nota sápu eða vatn. Þurrkurnar eru frábærar á mælaborðið í bílnum og skilja eftir ferska lykt. Þær eru handhægar á verkstæðinu eða í bílskúrnum. Taka burt erfiða bletti eftir olíu, málningu o.fl. Stærð 20x30 cm og 1 stk dunkur 80 þurrkur eru í honum. Lokið bauknum eftir notkun.
Lakkrís 500 gr, mjúkur og bragðmikill Appollolakkrís frá Góu.
Heimilispakki: Uppþvottabursti, Uppþvottalögur, Uppþvottahanskar Afþurrkunarklútar, Töfrasvampar
Kveðja
Ragna Björg
Frí heimsending er á öllum þessum vörum! :)
Pantanir fara fram í gegnum póstinn minn eða með skilaboðum á Facebook.
WC pappír hvítur, tveggja laga. Rúllan er 200 blaða, 24 metrar að lengd og í ballanum eru 48 rúllur (8x6)
2500 kr
WC MAXI hvítur, tveggja laga. Rúllan er 380 blaða, 44 metrar að lengd og 40 rúllur eru í balla (8x5)
3500 kr
Lúxus WC pappír hvítur, þriggja laga hágæða pappír. Rúllan er 250 blaða, 30 metrar að lengd og 36 rúllur eru í balla (6x6)
3500 kr
Eldhúspappír hvítur. Rúllan er rúmlega 11 metra löng og 24 rúllur eru í balla
2500 kr

2500 kr
2000 kr
Lakkrís 500 gr, mjúkur og bragðmikill Appollolakkrís frá Góu.
1000 kr
Heimilispakki: Uppþvottabursti, Uppþvottalögur, Uppþvottahanskar Afþurrkunarklútar, Töfrasvampar
2200 kr
Fínt væri ef sem flestar pantanir berist fyrir 25. september þar sem að þann dag munu vörurnar verða pantaðar svo að þið mynduð fá þetta sem fyrst. Pantanir verða þó af og til fram á vor svo þið eigið sjálfsagt eftir að fá önnur mail með áminningum :)
Kveðja
Ragna Björg
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
©
Ragna.is