þriðjudagur, 23. janúar 2018

Asískt núðlusalat


Flestir eru vanir að fá sér núðlurétt en það kannast ekki margir við að elda eða borða  núðlusalat. Þetta asíska núðlusalat er með vissa skírskotun til Víetnam í hráefnavali og einkennist af hvítlauk, stökku salati, mjúkum núðlum og gómsætum kjúkling sem toppar bragðið.
Þessi réttur er fljótlegur og skemmtilegur í matarboð þar sem það þarf litla fyrirhöfn að hafa fyrir honum, er ódýr, hollur og slær alltaf í gegn. Einnig hentar rétturinn vel til þess að útbúa í nesti.
Öll hráefnin fást í flestum stórmörkuðum fyrir utan Vermicelli hrísgrjónanúðlurnar, þær fást í flestum asíubúðum.

Persónulega set ég oftast meira af kóríander heldur en uppskriftin segir til um en það er algerlega af því að ég elska kóríander. Einnig á ég það til að setja mikið chilli í dressinguna ef ég vil hafa þetta sterkara en uppskriftin gefur upp.



Fyrir 4

Marinering fyrir kjúkling

2 kjúklingabringur skornar í tvennt
2 msk sojasósa
1/2 msk fiskisósa
1 msk limesafi
2 msk matarolía
2 skarlottulaukar saxaðir fínt
2 hvítlauksgeirar saxaðir fínt
1 tsk salt
1 tsk svartur pipar

Salat
1 lítill iceberghaus
2 gúrkur
1 dl söxuð fersk mynta
1 dl saxaður ferskur kóríander
1 dl saxaðar salthnetur

Dressing fyrir salat
4 msk fiskisósa
3 msk limesafi
120 ml vatn
1 hvítlauksgeiri saxaður fínt
1/2 chilli saxað smátt (meira eða minna eftir smekk)
2 msk matarolía




Skera kjúklingabringurnar í tvo jafnstóra hluta 


útbúa marineringu fyrir kjúklinginn
útbúa dressingu 

steikið kjúklinginn á vægum hita (annars brennur marineringin)
útbúið salat á meðan



allt í salatið er skorið/saxað niður og sett í skálar 



núðlur soðnar eftir leiðbeiningum, sigtaðar og settar ofan á salatið 
Kjúklingur skorinn í sneiðar og settur ofan á núðlurnar 


dressingu hellt yfir 


Aðferð

1. Skerið kjúklingabringurnar 2 í 2 jafnþykkarsneiðar hverja (4 sneiðar samtals)
2. Blandið öllum innihaldsefnum fyrir marineringuna saman og þekið kjúklingabringurnar. Látið standa í skál á borði í 1 klst.
3. Útbúið salatdressinguna með þvi að blanda öllum innihaldsefnum saman í skál og hræra vel. Gott er að gera dressinguna rétt eftir að maður marinerar kjúklinginn svo að hún taki vel í sig bragðið af hvítlauknum og chilli.
4. Steikið kjúklinginn á pönnu þegar hann er búinn að marinerast. Ekki hafa of háan hita því þá brennur hvítlaukurinn. Snúið reglulega.
5. Á meðan kjúklingurinn er að eldast í gegn skal sjóða núðlurnar eftir þeim leiðbeiningum sem gefnar eru upp á pakkanum og skolið svo með köldu vatni.
6. Sneiðið iceberghausinn í mjóa strimla, gúrkurnar í þunnar sneiðar, saxið kryddjurtirnar og salthneturnar (Má vera búið að þessu áður og geyma þar til kjúklingurinn er eldaður).
7. Þegar kjúklingurinn er eldaður er best að skera hann í strimla.
8. Setjið salatið saman í 4 skálar í þessari röð: iceberg, gúrka, mynta, kóríander, núðlur, kjúklingabringa og salthnetur.

9. Borðið á borð og hver og einn setur dressinguna yfir sjálfur. Reiknað er með ca 30-40 ml á mann.

SHARE:

miðvikudagur, 17. janúar 2018

Límonaði



Undirbúningur: 
400 ml sykur
200 ml vatn

Hitað saman að suðu þar til sykurinn er uppleystur. Sett í kæli og kælt.

Samsetning:
350 ml sítrónusafi  (ca 5-9 sítrónur, fer vissulega eftir stærð)
2 l kalt vatn
sykursýróp

Aðferð:
-Kreistið safann úr sítrónum í höndunum eða með safapressu.
-Sigtið safann til að fjarlægja steina. (Mér finnst gott að geyma smá af aldinkjötinu sem festist í sigtinu og bæta útí safann eftirá)
-Hellið sykursýrópi, sítrónusafa og vatni saman við og hrærið þar til allt er blandað.
-Skerið 1 sítrónu í þunnar sneiðar og bætið klökum útí.









Geymist í nokkra daga í kæli í lokaðri flösku.

Gaman er að leika sér með þessa uppskrift og setja nokkur myntublöð útí sykursýrópið þegar það er soðið uppá því. Þau eru svo sigtuð frá áður en sýrópið er sett útí vatnið og sítrónuna og fersk blöð látin í staðinn. Eins er hægt að gera með timian, rósmarín eða hin ýmsu ber.





SHARE:

laugardagur, 2. september 2017

Laukhringir



Stökkir undir tönn, milt laukbragð, saltir, smá chili...
Jább.
fullkomnun! 






Laukhringir  - uppskrift 

 1 Stór hótellaukur eða 2 venjulegir laukar eru skornir niður í mjög þunna hringi

sett í skál með 2 bollum af létt-súrmjólk (venjuleg súrmjólk með smá mjólk ef ekki annað er til) (þetta á að gera klst fyrir eldun)

Þegar komið er að því að djupsteikja hringina er slatti af olíu hitaður í stórum potti og hveitið undibúið

Hveiti: 
2 bollar hveiti
1 tsk salt
1 tsk paprikukrydd
1 tsk chillikrydd
nýmalaður svartur pipar
Þegar olían er orðin heit er laukhringjunum dýft ofan í hveitið með töng og velt þar um (það er í lagi að þetta festist aðeins saman) 
-önnur aðferð er að setja hveitið í ziplock poka og laukhringina útí þar og velta öllu saman. 


Eldað í olíunni þar til að þetta er brúnt og snúið af og til 

Gott er að strá fínu sjávarsalti yfir þá þegar þeir eru að þorna á pappír eftir steikinguna 

p.s. ÞETTA ER GEÐVEIKT GOTT og alveg eins og maður fær á veitingastöðum. 


SHARE:

þriðjudagur, 18. október 2016

Ofnbakaðar kartöflur

mmm... Hvítlaukur, smjör, kolvetni.
Þessa blöndu elska flestir er það ekki? :)






Hér er mín uppskrift að stökkum ofnbökuðum kartöflum sem henta með hvaða rétti sem er, hvort sem það sé áramótakalkúnninn, naut og bearnaise, kjúklingaréttur eða fiskur.
Þetta er afskaplega einföld uppskrift sem samt sem áður er sjálfsagt öðruvísi en þið eruð vön að útbúa kartöflur svo það er tilvalið að prufa þessa uppskrift sem fyrst ! :)
Sjóðið kartöflurnar í 10 mín 

hellið vatninu af 

hristið pottinn svo kartöflurnar merjist vel 

blandið saman bráðnu smjöri, olíu, hvítlauk og kryddi 
Raðið kartöflunum á plötu, stráið yfir sjávarsalti og nýmöluðum pipar 


mmmm... Krispí en samt svo flöffí ! 



Fyrir 3
3 bökunarkartöflur
30 gr smjör
2 hvítlauksrif, kramin eða rifin
30 ml matarolía
1/2 tsk Seasoned Salt (t.d. frá Lawry's)
1 tsk rósmarín (2 tsk ef það er notað ferskt)
sjávarsalt
nýmalaður pipar


Aðferð:
-Skrælið kartöflurnar og skerið í bita. Þið fáið alveg að ráða í hverskonar bita :)
-Sjóðið kartöflurnar í 10 mínútur í söltu vatni
-Á meðan, bræðið smjörið og bætið útí það olíu, seasoned salti, hvítlauk og rósmaríni
-Hellið vatninu af kartöflunum en hafið þær áfram í pottinum.
-Hristið pottinn rækilega svo að kartöflurnar merjist töluvert
-Hellið smjör/olíunni útá kartöflurnar og hristið kartöflurnar um í pottinum svo þær þekjist alveg af blöndinni
-Raðið kartöflunum á bökunarplötu á bökunarpappír, stráið yfir smá sjávarsalti, svörtum pipar og bakið í miðjum ofni í 35-45 mínútur við 220°C hita á blæstri.  (Ath ef þið setjið kartöflurnar í eldfast mót þá þarf það að vera mjög stórt svo kartöflurnar "svitni" ekki í stað þess að bakast svona
-Það þarf oftast ekki að snúa bitunum en ef þið viljið gera það þá gerið þið það þegar tíminn er hálfnaður.
-Kartöflurnar eru tilbúnar þegar þær eru orðnar karamellubrúnar á endunum og stökkar að sjá.


Njótið! :)

SHARE:

Ofnbakaðar kartöflur

mmm... Hvítlaukur, smjör, kolvetni.
Þessa blöndu elska flestir er það ekki? :)






Hér er mín uppskrift að stökkum ofnbökuðum kartöflum sem henta með hvaða rétti sem er, hvort sem það sé áramótakalkúnninn, naut og bearnaise, kjúklingaréttur eða fiskur.
Þetta er afskaplega einföld uppskrift sem samt sem áður er sjálfsagt öðruvísi en þið eruð vön að útbúa kartöflur svo það er tilvalið að prufa þessa uppskrift sem fyrst ! :)
Sjóðið kartöflurnar í 10 mín 

hellið vatninu af 

hristið pottinn svo kartöflurnar merjist vel 

blandið saman bráðnu smjöri, olíu, hvítlauk og kryddi 
Raðið kartöflunum á plötu, stráið yfir sjávarsalti og nýmöluðum pipar 


mmmm... Krispí en samt svo flöffí ! 



Fyrir 3
3 bökunarkartöflur
30 gr smjör
2 hvítlauksrif, kramin eða rifin
30 ml matarolía
1/2 tsk Seasoned Salt (t.d. frá Lawry's)
1 tsk rósmarín (2 tsk ef það er notað ferskt)
sjávarsalt
nýmalaður pipar


Aðferð:
-Skrælið kartöflurnar og skerið í bita. Þið fáið alveg að ráða í hverskonar bita :)
-Sjóðið kartöflurnar í 10 mínútur í söltu vatni
-Á meðan, bræðið smjörið og bætið útí það olíu, seasoned salti, hvítlauk og rósmaríni
-Hellið vatninu af kartöflunum en hafið þær áfram í pottinum.
-Hristið pottinn rækilega svo að kartöflurnar merjist töluvert
-Hellið smjör/olíunni útá kartöflurnar og hristið kartöflurnar um í pottinum svo þær þekjist alveg af blöndinni
-Raðið kartöflunum á bökunarplötu á bökunarpappír, stráið yfir smá sjávarsalti, svörtum pipar og bakið í miðjum ofni í 35-45 mínútur við 220°C hita á blæstri.  (Ath ef þið setjið kartöflurnar í eldfast mót þá þarf það að vera mjög stórt svo kartöflurnar "svitni" ekki í stað þess að bakast svona
-Það þarf oftast ekki að snúa bitunum en ef þið viljið gera það þá gerið þið það þegar tíminn er hálfnaður.
-Kartöflurnar eru tilbúnar þegar þær eru orðnar karamellubrúnar á endunum og stökkar að sjá.


Njótið! :)

SHARE:

sunnudagur, 2. október 2016

Eplaskífur


Mér þykir næstum því hálf leitt að vera að setja inn uppskrift sem þar sem þú þarft að eiga sérstaka pönnu til að geta útbúið þetta :)

Svo finnst mér líka hálf leitt að vera að gefa ykkur uppskrift að EPLAskífum sem innihalda engin epli! :) Eitt sinn voru þessar eplaskífur bakaðar með eplum eða eplamús inní en það tíðkast víst ekki lengur.
Þess í stað eru eplaskífurnar vanalega bornar fram með sultu og stráð yfir þær flórsykri

Amma Ragna heitin gaf mér þessa pönnu sem ég á og ég held alltaf alveg gríðarlega upp á hana.
og svo til að gefa ykkur tips þá er alveg gríðarlega sniðugt að gefa matgæðingum sem eiga.allt.undirsólinni. svona pönnu að gjöf í jólagjöf eða við annað tækifæri


Bleik skál. Það verður allt betra úr bleikri skál 

allt sett saman í skál fyrir utan eggjahvíturnar

hrært saman og svo er þeyttum eggjahvítum hrært varlega samanvið 

muna, nota lítinn hita á pönnuna, annars verða eplaskífurnar hráar að innan og of dökkar að utan 

það getur tekið nokkrar tilraunir að læra að snúa eplaskífunum við í pönnunni, mér finnst best að setja þær fyrst upp á hlið í nokkrar sekúndur

og svo á hvolf 

ég velti þeim svo nokkrum sinnum um í pönnunni svo þær steikist jafnt og bakist í gegn 

alveg ótrúlega krúttlegt!! :) 

Bleikt mót. Allt betra í bleiku! :) 

heimagerð bláberjasulta og heimagert rifsberjahlaup. 


Uppskrift 
(gerir 24-28 stk af eplaskífum) 

130 gr nýmjólk
130 gr súrmjólk 
250 gr hveiti 
25 gr sykur
2 tsk kardimommur (ekki dropar, heldur duft) 
1/4 tsk salt 
2 tsk lyftidudt 
2 egg (hvíturnar skildar frá og þeyttar sér) 

Aðferð: 
-Setið saman í skál, mjólk, súrmjólk, þurrefni og 2 eggjarauður, hrærið saman. (EKKI fá flog ef það eru kekkir, þeir eru algerlega í lagi) 
-Stífþeytið eggjahvítur í sér skál og bætið útí deigsoppuna varlega með sleif. (ATH ef eggin eru lítil þarf að bæta meiri vökva (mjólk) í deigið).
-Deigsoppan á að renna úr ausu í eplaskífupönnuna, hún á ekki að vera of þykk. 
-Hitið pönnuna á vægum hita. Setjið örlitla doppu af smjöri í hverja holu fyrir sig og fyllið holurnar 4/5 fullt. 
-Ekki bíða of lengi með að snúa þeim við því að þá verða eplaskífurnar holar að innan. Gott er að nota grillpinna (tré eða járn) eða tannstöngul til þess að stinga í eplaskífurnar til að velta þeim við. 
-Rúllið eplaskífunum á alla hliðar í 2-3 mínútur eða þar til þær eru ekki lengur hráar í gegn. Ég mæli með að smakka eina til að vera viss! ;) (eða stinga hreinum tanstöngli í þær og sjá hvort að hann komi hreinn út) 
-Bragðast besta heitar og berist fram með flórsykri og sultu. Einnig er hægt að bera þær fram með Nutella og flórsykri til að prufa eitthvað nýtt. 

Njótið 






SHARE:
Blog Design Created by pipdig