miðvikudagur, 17. janúar 2018

LímonaðiUndirbúningur: 
400 ml sykur
200 ml vatn

Hitað saman að suðu þar til sykurinn er uppleystur. Sett í kæli og kælt.

Samsetning:
350 ml sítrónusafi  (ca 5-9 sítrónur, fer vissulega eftir stærð)
2 l kalt vatn
sykursýróp

Aðferð:
-Kreistið safann úr sítrónum í höndunum eða með safapressu.
-Sigtið safann til að fjarlægja steina. (Mér finnst gott að geyma smá af aldinkjötinu sem festist í sigtinu og bæta útí safann eftirá)
-Hellið sykursýrópi, sítrónusafa og vatni saman við og hrærið þar til allt er blandað.
-Skerið 1 sítrónu í þunnar sneiðar og bætið klökum útí.

Geymist í nokkra daga í kæli í lokaðri flösku.

Gaman er að leika sér með þessa uppskrift og setja nokkur myntublöð útí sykursýrópið þegar það er soðið uppá því. Þau eru svo sigtuð frá áður en sýrópið er sett útí vatnið og sítrónuna og fersk blöð látin í staðinn. Eins er hægt að gera með timian, rósmarín eða hin ýmsu ber.

SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig