mánudagur, 25. janúar 2010

upptökuvika

Þessi vika fer sjálfsagt í síðasta hópverkefni hjúkrunafræðideildar sem ég mun þurfa að taka þátt í EVER... Síðustu 4 vikur hafa verið yfirfylltar af hópverkefnum og þeim höfuðverkjum sem fylgja því að reyna að ná 14 manns saman á sama tíma til að vinna verkefni. Í þessu verkefni sem á að skila á fimmtudaginn eru samt bara 5... eða 6... well amk. þá er það ísí písí að safna ekki fleirum saman en það !

5. febrúar er árshátíð Curator, félags hjúkrunarfræðinema. woohoo ! okkar síðasta (búhú)
Eins og árviss venja er þá sér 4. árið um að búa til árshátíðarmyndband og fer þessi vika í að taka upp litla sketcha hér og þar um skólann og höfuðborgina sem Rútur Skæringur ætlar svo að klippa saman fyrir okkur og verður myndbandið svo frumsýnt á árshátíðinni, sem er kannski best. Við verðum búin að fá okkur einn eða tvo drykki þá.

Á föstudaginn var vísindaferð í Móðurást, við fórum þangað örfáar stelpur frá 4. ári og fengum mjög skemmtilega kynningu á brjóstagjöf og fyrirtækinu sjálfu. Tinna kom líka með litlun sína sem við gátum ekki hætt að óh-a og ah-a yfir :)
það er eiginlega ekki skrítið af hverju helmingur allra þeirra sem útskrifast árlega eru annað hvort komin með lítil börn eða með bumbu á útskriftinni sjálfri. 4. árið er svo barneignamiðað að það er löngu hætt að vera sniðugt. Í heilsugæslunni fyrir jól var okkur kennt að fylgjast með óléttum konum á meðgöngu og gera ung- og smábarnavernd. Í barneignum og fjölskyldu var okkur kennt hvernig konur eignast börnin og fengum að sjá börn fæðast. í Barnahjúkrun núna eftir áramót lærum við að hjúkra börnum og svo förum við eins og ég nefndi áður, í Móðurást og skoðum lítil sæt barnaföt... ég hef setið með fæturnar krosslagðar síðan ég kom þaðan... muna.. útskrift fyrst ! og ekki ætla ég að vera edrú í Tyrklandi ! :)

Myndir frá móðurást eru hér 

Þorrablótið í Vík var haldið síðastliðinn laugardag. Spennan fyrir blótið var alveg rosaleg og væntingarnar miklar.Sem var allt í lagi því að blótið stóð alveg undir væntingum og var ég komin mjög seint heim, komin í lágbotna skó og búin með vodkann, með aumar tær eftir skó annarra karlmanna og eftir skóna mína... Skemmtiatriðin voru góð, ballið var gott og almennt var fólk ágætlega drukkið.

myndir frá Þorrablóti eru hér
SHARE:

fimmtudagur, 21. janúar 2010

Síðasta önnin í hjúkrun

En örugglega ekki síðasta námsönnin sem mun tengjast hjúkrun. Ég mun auðvitað fara í framhaldsnám ! :)
úff, en ekki strax... ég er satt að segja orðin svoldið þreytt á skóla. Ég hef meira að segja velt því fyrir mér upp á síðkastið hvað ég var eiginlega að HUGSA að skrá mig í eitt af mjög fáum háskólanámum sem taka heil 4 ár !

Það sem bjargar heilsunni er að horfa fram til 12. júní en þá mun ég taka við burtfararskírteini ásamt fullt af frábærum vinum sem ég hef eignast í náminu.

Fyrir utan útskriftina sjálfa sem er örugglega hæsti punkturinn þá eru nokkrir aðrir minni sem ég bíð eftir að gerist.
í fyrsta lagi verð ég 25 ára 19. febrúar.. þá mun vera haldið partý.. já sei-sei-já

13. mars mun ég fara til Stokkhólms, vera þar helgina og byrja svo verknámið mitt á sjúkrabíl í Vaasa í Finnlandi þann 15. mars og verð þar í 2 vikur. Skemmtilegt er að segja að ég fékk 108 þúsund í styrk til fararinnar ! :)

Lokaritgerðargeðveikinni mun ljúka 4. maí en þá mun ég skila stykkinu... kannski verð ég buin að komast að ástæðu kvíða hjá sjúklingum sem leita til slysadeildar? eins og er þá er ég ekkert of bjartsýn á það ! (enga svartsýni samt Ragna... þetta hefst)

einhverntíman eftir 14 maí (þann dag mun ég kynna ritgerðina mína fyrir panel á rannsóknardegi í Eirbergi" mun ég fara ásamt rosalega fallegu og glöðu fólki til Tyrklands, þar sem sem við munum marinerast með fríu víni, vatni, mat og öllu sem okkur getur látið okkur dreyma um að éta eða drekka.
þar mun ég vera í  2 vikur.


lífið er miklu meira en yndislegt !


(svo er bara að krossa fingur og vona að ég fái vinnu áfram á Slysadeildinni  í sumar og haust)
SHARE:

föstudagur, 25. desember 2009

Jólablogg

VÁ... jólin hafa verið rosaleg. gjafirnar beyond crazy og góður matur.
jólamaturinn klikkaði ekki hjá mömmu í gærkvöldi. Hamborgarhryggur og rjúpur (þær voru BARA fyrir Viðar)  og svo auðvitað Sjérrýrjómarönd í eftirmat
gjafirnar voru heldur ekki verri. ég samt réði mér varla fyrir spenning frekar en fyrri ár !

það helsta var

Marimekko viskustykki x2 og pottaleppur
púsluspil
sílíkon mót fyrir pönnukökur og egg x2
Rosendahl kökudiskur
fondue pottur
Matvinnsluvél
2x Damansk og bómullarsatín rúmföt
Aurum hringur (agla)
Konan sem lék sér að eldinum
Svörtuloft
Skunk anansie Greatest hits
Náttföt
Legghlífar
Turistas dvd
Glerengill
Laufabrauðs útskurðarhnífur
20 þús inneignarkort hjá Kaupþingi/Arion
5000 kr í pening
Servéttur
Jólaskraut
Ljósahund
Vettlinga

oh já ég veit !

Matarboð á Hunkubökkum í dag og "smá" kökuboð hérna heima á morgun.. Reykjavík og vinna og svo áramót... Ræktin VERÐUR að komast fyrir einhverntíman þar á milli ...

until next time ..
.
ciao
SHARE:

fimmtudagur, 17. desember 2009

BrauðBlogg

Jæja

ég hef í svolítinn tíma ætlað að segja ykkur frá bók sem ég pantaði frá Bandaríkjunum um daginn. Ég hef satt að segja geymt það af því að ég veit að það tekur mig langan tíma að segja allt sem ég vil segja um þessa bók ! :)

Það var einhverja andvökunótt í nóvember sem ég ákvað loksins að panta hana og beið spennt fram í miðjan desember eftir henni! (biðin virtist lengri en hún örugglega var)

Bókin heitir The Bread Baker's Apprentice - Mastering the art of extraordinary bread eftir Peter Reinhart.
Peter Reinhart er alveg rosalegur brauðáhugamaður og meira til. Hann kennir nefnilega brauðgerð í Johnson og Wales University (stærsta matargerðarskóla í heimi)  og lifir því og hrærist í brauði so to speak. Í bókinni segir hann manni margt um brauðgerð, vísindum bakvið hana  og vill ólmur kenna manni eins og hann kennir nemendum sínum og gera mann að Artisan Braðgerðarmanni! (artisan: a worker in a skilled trade, esp one that involves making things by hand) ég er til !!! :) 

Þetta er ekki einföld uppskriftabók. óóó nei. um 1/3 af bókinni er skrifaður af Peter og talar hann um vísindi bak við hveiti, hvernig hveiti byggist upp, sögu brauða, ger, ýmsar aðferðir við brauðgerð, hvernig eigi að baka brauð og hvernig eigi að mæla hráefni.
Samkvæmt því sem hann segir þá byggist gott brauð að mestu leiti uppá hlutfalli (í prósentum) raka á móti annarra þurra efna. já. seriously ! og manni er kennt að reikna þetta út, spennandi, þó að ég held að ég fari bara frekar eftir nákvæmum uppskriftum hans en búi ekki til mínar eigin.

Ég hef alltaf verið ótrúlega góð í að búa til brauð og einhver hefur sagt að ég "hafi þetta í mér". Eftir að hafa lesið það þá held ég að það sé ekki alveg þannig þar sem að þetta eru heljarinnar vísindi. Málið er að fara EFTIR UPPSKRIFTUNUM !  Svo er það að búa til gott eða frábært brauð ekki það að hræra einhverju saman með sleif og síðan skella því í form og inní ofn. Nei. Peter Reinhart segir brauðgerð vera í 12 stigum. uuu já. þetta er ekkert sem maður á að gera á korteri. :-O ekki til að búa til brauð af þeim gæðum sem Peter vill að maður geri. Ég hef mikið lesið af uppskriftum og bókum um ýmsar matargerðir en aldrei hef ég áður heyrt af "poolish" eða "biga"

Hvorugtveggja er for-gerjun á gerinu. Með því að að nota svona "deig" út í deig segir Peter að þannig verði til "superior" brauð.

Í bókinni má síðan finna hvernig maður gerir sitt eigið súrdeig (one day I'll make my own!) og fjöldinn allur af klassískum uppskriftum er þarna eins og Baguette, Ciabatta, snúðar, hátíðarbrauð, Focaccia, Stollen, Keiser bollur, Pantonette og og og !!!
Ég veit að það eru ekki allir til í að fara ofan í svona mikil vísindi við það eitt að kunna að baka góð, bakarís brauð. en það er ég og ég get ekki beðið eftir að prufa mig áfram með uppskrifir úr bókinni
Fyrsta uppskriftin var prófuð í dag, var búin að ákveða að það yrði fyrsta brauðið svona fyrst það eru alveg að koma jól.. svo að í dag eyddi ég næstum 5 tímum í að búa til 2 stk af Stollen  og líður svo vel með útkomuna að Gestgjafinn má dauðskammast sín fyrir Stollen brauðið sem þau sýna í síðustu útgáfu sinni! ;)

Ég fjalla um hvernig það fór fram síðar ;)

Það sem Amazon hefur að segja um bókina er:

"A bread baker, like any true artisan or craftsman, must have the power to control outcomes," says Peter Reinhart, author of The Bread Baker's Apprentice. "Mastery comes with practice." As in many arts, you must know and understand the rules before you can break them. Reinhart encourages you to learn the science of bread making, but to never forget that vision and experimentation, not formulas, make transcendent loaves. The Bread Baker's Apprentice is broken into three sections. The first is an amusing tale of Reinhart's visit to France and his discovery of pain à l'ancienne, a cold-fermented baguette. The second section comprises a tutorial of bread-making basics and Reinhart's "Twelve Stages of Bread." And finally, the recipes: Ciabatta, Pane Siciliano, Potato Rosemary Bread, New York Deli Rye, Kaiser Rolls, and Brioche, to name a few. All recipes include bread profiles and ingredient percentages. Reimagined for modern bakers, these mouthwatering classic recipes are bound to inspire. --Dana Van Nest

kv
Ragna
SHARE:

mánudagur, 30. nóvember 2009

Foodblogs

Ég er með óstjórnandi áhuga á matarbloggum eða foodblogs...
Það er orðið þannig að ef ég fæ hugmynd að einhverju sem mig langar til að baka eða elda þá leita ég á matarbloggum að uppskriftum og les svo í gegnum hvernig matarbloggaranum gekk að elda, hvaða trix hann notaði, hvað hann ætlar að gera öðruvisi ef hann eldar eða bakar þetta aftur og enn frekast hvernig honum líkaði við loka afurðina. Með svona bloggum tengist maður matnum betur og ég fæ ennþá meira út úr því að elda hann og baka...

Ég hef örugglega deilt með ykkur uppáhalds matarbloggaranum mínum en það er Joy the Baker. Nýlega fann ég aðra konu sem bloggar og kallar sig Bakerella... áhugavert nafn :) þegar ég fór að skoða gamla pósta frá henni fann ég að þar var hvorki meira né minna eitt stykki bónorð á síðunni. Sjáið póstinn hérna!

lesið svo um það hérna hvernig allt umstangið fór fram í kringum bónorðið..

Næst á tilraunalistanum er að gera svona köku-sleikjóa eða cake pops... verst er að ég hef ALDREI séð sleikjópinna prik til sölu einhversstaðar... Það er annað hvort að panta þau frá US eða setja Viðari það starf að fara að borða svoldið mikið af sleikjóum...

þangað til næst

Prófstress-Ragna
SHARE:

sunnudagur, 22. nóvember 2009

oh, af hverju á maður ekki svona

Teppi með ermum ! þvílíka snilldin !

SHARE:

föstudagur, 20. nóvember 2009

jæja...

búið að stela íþróttaskónum mínum..

ætla samt ekki að væla, enda engin ástæða, ég leita að hamingju ætla að hefja upp raddir og rækta mitt geð, hætta væli og veseni neita, þá veröldin brosir og allir með :)

Þema dagsins er :


Hætt'essu væli! 


...
SHARE:

fimmtudagur, 19. nóvember 2009

Kökukeppni slysó

Ákvað að taka þátt þar sem ég hef óstjórnlega gaman af því gera kökur og tilhugsunin um að gera köku með þemað "SLYS" var afar freistandi :)

Ég braut reyndar heilann lengi um hvað ég ætti að gera þar sem það er mér ansi erfitt að baka köku sem endar sem slys og varð ég að fara aðeins meira artistic leið að útkomunni


...en niðurstaðan varð svo að lokum þessi






TADAAAAAAH ! :)



Hjúpurinn er gerður úr hvítum sykurfondant (eins og er á brúðartertum)
og þeir sem eru að velta fyrir sér hvernig kakan er undir smjörkreminu og hjúpnum þá er hún svona






enjoy
SHARE:

föstudagur, 6. nóvember 2009

mánudagur, 2. nóvember 2009

Upcoming...

Var að spá í að koma með góða afsökun fyrir bloggleysi en there isn't one

svo að ég ætla að lofa bloggi í þessari viku í staðinn. Everybody happy ? ? :)
SHARE:
Blog Design Created by pipdig