fimmtudagur, 21. janúar 2010

Síðasta önnin í hjúkrun

En örugglega ekki síðasta námsönnin sem mun tengjast hjúkrun. Ég mun auðvitað fara í framhaldsnám ! :)
úff, en ekki strax... ég er satt að segja orðin svoldið þreytt á skóla. Ég hef meira að segja velt því fyrir mér upp á síðkastið hvað ég var eiginlega að HUGSA að skrá mig í eitt af mjög fáum háskólanámum sem taka heil 4 ár !

Það sem bjargar heilsunni er að horfa fram til 12. júní en þá mun ég taka við burtfararskírteini ásamt fullt af frábærum vinum sem ég hef eignast í náminu.

Fyrir utan útskriftina sjálfa sem er örugglega hæsti punkturinn þá eru nokkrir aðrir minni sem ég bíð eftir að gerist.
í fyrsta lagi verð ég 25 ára 19. febrúar.. þá mun vera haldið partý.. já sei-sei-já

13. mars mun ég fara til Stokkhólms, vera þar helgina og byrja svo verknámið mitt á sjúkrabíl í Vaasa í Finnlandi þann 15. mars og verð þar í 2 vikur. Skemmtilegt er að segja að ég fékk 108 þúsund í styrk til fararinnar ! :)

Lokaritgerðargeðveikinni mun ljúka 4. maí en þá mun ég skila stykkinu... kannski verð ég buin að komast að ástæðu kvíða hjá sjúklingum sem leita til slysadeildar? eins og er þá er ég ekkert of bjartsýn á það ! (enga svartsýni samt Ragna... þetta hefst)

einhverntíman eftir 14 maí (þann dag mun ég kynna ritgerðina mína fyrir panel á rannsóknardegi í Eirbergi" mun ég fara ásamt rosalega fallegu og glöðu fólki til Tyrklands, þar sem sem við munum marinerast með fríu víni, vatni, mat og öllu sem okkur getur látið okkur dreyma um að éta eða drekka.
þar mun ég vera í  2 vikur.


lífið er miklu meira en yndislegt !


(svo er bara að krossa fingur og vona að ég fái vinnu áfram á Slysadeildinni  í sumar og haust)
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig