miðvikudagur, 27. nóvember 2019

Kalkúnabringa með fyllingu

Þakkargjörðarhátíðin kemur frá Bandaríkjunum og er almennt ekki haldið upp á hana hér á Íslandi.
Það er hins vegar gaman að gera dagamun, bjóða vinum í heimsókn eða útbúa mat sem maður gerir ekki svo oft yfir árið.

Kalkúnabringa er eitthvað sem ég elda almennt ekki oft en hún er afskaplega bragðgóð og góð tilbreyting á hversdagsleikanum.

Þessi kalkúnabringa er fyllt með sætri, saltri, mjúkri fyllingu, með mikið af olíu og verður kalkúnninn safaríkur og mjúkur.

Fylling 
2 dl saxaðar döðlur
1 dl þurrkuð trönuber
1 hvítlauksgeiri (saxaður smátt)
1 skarlottulaukur (saxaður smátt)
1 msk ferskt timian
1 krukka fetaostur og öll olían
3 brauðsneiðar

Aðferð
-Steikið uppúr olíunni af fetaostinum lauk og hvítlauk þar til hann mýkist
-Bætið timian, döðlum og trönuberjum útí, lækkið hitann og steikið í 2-3 mínútur
-Bætið fetaosti útí og lækkið hitann enn meira, hann á aðeins að bráðna samanvið en ekki alveg leysast upp
-Rífið niður 3 brauðsneiðar í litla teninga (sleppa skorpu) og hrærið saman

Kalkúnabringa 
1.2 kg - fyrir ca 4 fullorðna

-Skerið bringuna þannig að hún verði útflött (e. butterfly - sjá video hér)
-Kryddið með góðu kryddi báðu megin. Mæli með kalkúna eða kjúklingakryddi.
-Setjið fyllinguna í og rúllið bringunni þétt saman uppí rúllu, rúllið upp frá styttri hlið bringunnar.
-Ef ykkur finnst þurfa, stingið tannstönglum í hana svo hún haldist vel saman.
-Eldið við 190°C í ofni (reiknið með klst inní ofni ca).
-Notið kjöthitamæli (algerlega nauðsynlegt). Ég mæli með að elda hana upp í 68°í kjarnhita, taka hana þá út, setja álpappír yfir og handklæði og láta hana standa í 20-30 mín á borði. Hún mun ná 71°C hita að lokum, jafna sig og verða meira safarík en ef hún væri skorin stuttu eftir að hún kæmi útúr ofni.

Sósa 
2 skarlottulaukar, saxaðir smátt
1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt
3-4 greinar af timian
2 msk matarolía
1 L vatn
200 ml hvítvín
Kalkúnakraftur frá Tasty
Maizenamjöl í vatni
2 msk smjör
salt og pipar eftir smekk

Aðferð
-Steikið skarlottulaukinn, hvítlauk og timian í matarolíu þar til það verður lint.
-Hækkið hitann og hellið hvítvíni útí. Látið sjóða nær alveg niður
-Bætið vatni og krafti útí og látið sjóða í 30 mín við vægan hita
-Þykkið með maizenamjöli
-Saltið og piprið að vild
-Setjið 2 msk af smjöri útí sósuna rétt áður en hún er borin fram.Reykjabúið - ATH, engin sýklalyf... Alveg dásamlegt! :) 
Flött út 
Fyllingin sett í 


SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig