Þessi kaka er himnesk! hún er SVO mjúk, hún er SVO góð, hún er SVO öðruvísi en margar aðrar sem þið hafið eflaust smakkað.
Kremið er hægt að setja á hverskonar köku sem er svo að það er ekki vitlaust að vista þessa uppskrift á góðum stað og nota við fleiri tækifæri.
Það þarf nefnilega að standa í ískáp í 2-3 klst áður en þið getið þeytt það upp svo það verði svona létt og ljóst eins og það er.
Karamellukrem
200 gr sykur
50 gr smjör
400 ml rjómi
1 tsk sjávarsalt
200 gr Nóa rjómasúkkulaði, brotið í bita
1 tsk vanilluextract/dropar
Aðferð
-Setjið sykurinn í pott og hitið þar til hann verður karamellubrúnn. Ath að brenna hann ekki því þá verður kremið beiskt.
-Hitið rjómann að suðu í öðrum potti.
-Þegar sykurinn er karamellaður og rjóminn heitur takið þá sykurinn af hitanum og setjið smjörið útí og hrærið það saman við.
-Hellið rjómanum útí sykur- og smjörblönduna í 3 skömmtum og setjið aftur yfir hitann (ath þetta getur soðið hratt uppúr, farið varlega). Bætið vanilluextract útí.
-Hellið karamellunni yfir súkkulaðið, látið standa í 5 mín og hrærið svo öllu saman.
-Færið inní kæli og látið kremið kólna og stífna aðeins. (Þetta tekur 2-3 klst).
-Þegar kakan er orðin köld og tilbúin til þess að setja á hana, þeytið þá upp karamellukremið með handþeytara í 1-2 mínútur eða þar til hún hefur lýst og verður ljóskaramellulituð.
Kaka
250 gr hveiti75 gr kakó
2 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
300 gr púðursykur
2 egg
100 ml matarolía
250 ml súrmjólk
200 ml uppáhellt kaffi, látið kólna smá
1 tsk vanilludropar/extract
(salthnetur til skrauts ef þið viljið)
Aðferð:
-Hveiti, kakó, lyftiduft, matarsódi og salt sigtað saman í skál.
-Hrærið púðursykur saman við
-Bætið eggjum, matarolíu, súrmjólk, kaffi og vanilludropum saman við og hrærið með sleif
-Bakið í tveim til þrem kringlóttum formum í 30-40 mínútur eða þar til botnarnir eru tilbúnir í 180°C heitum ofni á blæstri.
Öll þurrefni sett í skál |
Restinni bætt útí |
Árdís mjög hugsi yfir þessu |
Sett í form |
Þessi kaka geymist vel. Hún er afskaplega mjúk og djúsí en hún er líka gríðarlega sæt :)
Mæli með að þið prufið þessa ef þið viljið prufa eitthvað nýtt
-Tekið að hluta til frá -The Boy who bakes
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)