sunnudagur, 15. janúar 2012

Kjúklinga Cordon Bleu - Fyllt kjúklingabringa


Þó svo að þessi réttur heiti vanalega Cordon Bleu má alls ekki rugla honum saman við hinn þekkta matreiðsluskóla Cordon Bleu :) 
Hægt er að kaupa svipaðar útfærslur af þessum fylltu kjúklingabringum í búðum, bæði frosið og í kjötkælinum en þetta er auðveld og góð leið til að gera góðan mat fyrir miðja viku. 
Fyrirhöfnin er í raun minni en hún virðist vera og afskaplega bragðgóð. 

Ég mæli með að þið prufið þetta ! :) 



Hér notaði ég höfðingja og hvítlauksost 



búið að loka bringunum 





endurtaka ferlið 1x 








Uppskrift: 


3-4 kjúklingabringur 
  • skornir vasar inní með beittum hníf.

skinka að eigin vali
  • ég nota silkiskorna hunangsskinku

ostur:
  • skera af oststykkinu inní ísskáp
  • nota rifinn mozzarella
  • ferskur mozzarella
  • camembert eða annar hvítmygluostur
  • Gruyere 



Raspur: 

2.5 dl raspur úr pakka
svo sitt lítið af hvoru eftir smekk
paprikuduft
laukduft
hvítlauksduft
ítalskt krydd
pipar
salt 
Parmesan ostur (má sleppa)

Munið að nota hugmyndaflugið og ef þið eigið ekki allt þá annað hvort finnið þið eitthvað annað í staðinn eða jafnvel sleppið því. Það mikilvægasta er salt og pipar :) 


1 egg
1 dl mjólk


Aðferð: 

-Takið skinkuna (1-3 sneiðar eftir tegund), leggið hana á borð og leggið ofan á hana ostinum sem þið eigið til (athugið að það er alveg tilvalið að nota camembertinn/höfðingjann/gullostinn/hvítlauksostinn sem þið eigið inní ísskáp eftir jólin og er kannski alveg á síðasta snúningi)
-Vefjið skinkunni utan um ostinn. 
-Skerið inní hverja bringu smá vasa með litlum, beittum hníf, svo að skinkupakkinn komist inní bringuna. Ef ykkur finnst þörf á, stingið tannstönglum í brúnirnar á bringunum svo að þær lokist betur.
-Dífið bringunni í eggja- og mjólkurblönduna og svo í raspinn, endur takið þetta 1x í viðbót. 
-Þegar búið er að þekja allar bringurnar vel af raspi er þeim raðað á grind í ofni. Athugið að það er nauðsynlegt að hafa plötu (klædda álpappír sem gerir þrifin auðveld) undir grindinni því að það gæti einhver ostur lekið út þegar þetta eldast í ofninum og það er ekkert gaman að fá ostinn í botninn á ofninum :). Ástæðan fyrir því að það er betra að hafa þetta á grind er að þá soðnar ekki hliðin sem snýr niður, heldur verður bringan krispí allan hringinn. 
-Það tekur um 30 (uppí 40) mínútur að elda bringurnar við 190°C hita. 

Tilvalið meðlæti er sulta/hvítlaukssósa úr sýrðum rjóma, gufusoðið grænmeti og kartöflumús eða hrísgrjón. 


Athugið, að bringurnar er einnig hægt að steikja á pönnu en þá þarf að vera amk 2 cm lag af olíu á pönnunni og passa hitastigið. Það er að sjálfsögðu mun hollara að ofnbaka þær :) 

Enjoy ! 















SHARE:

1 ummæli

  1. Valdís V.11:42 f.h.

    Aldeilis girnilegt og gott var það....og lítið mál, takk takk

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig