Hugmyndin er einföld og afraksturinn er góður :)
Það eru sjálfsagt allir búnir að smakka rjómaosts-salsa ídýfuna sem flestir hafa verið að gera í saumaklúbbum og partýum síðustu ár.
Þessi ídýfa er kannski meiri elíta enda þarf aðeins fleiri hluti til að setja hana saman heldur en salsaídýfuna (sem fær alveg gullorðu fyrir einfaldleika). Að sjálfsögðu er það ykkar val hvaða álegg þið setjið á pizzaídýfuna svo að það þurfa ekki að vera jafn margar tegundir og ég kaus að setja.
stráið ost og parmesan yfir og bakið í ofni þar til að osturinn er bubblandi og brúnn í könntunum |
berið fram með ritzkexi, niðursneiddu baguette eða tortilla snakki. Best er að hafa skeið í ídýfunni svo að fólk geti skammtað sér beint á disk eða mokað upp á kexið/brauðið/snakkið |
Uppskrift: (fyrir um 6-8)
1/3 askja rjómaostur
1/2 bolli sýrður rjómi
1/2 bolli rifinn mozzarella ostur
1/4 bolli rifinn parmesan ostur (má sleppa)
1 bolli pizzasósa
smá pipar og salt
álegg:
Skerið allt niður í litla ferninga og reiknið með 4 msk af hverju
pepperoni
laukur
skinka
sveppir
ítalskt krydd
ítalskt krydd
annað:
ólífur
paprika
hvítlaukur (ekki 4 msk þó!)
Yfir:
1 bolli mozzarella
1/4 bolli parmesan (má sleppa)
Aðferð:
-Hrærið upp í rjómaostinu í skál til að mýkja hann. Hrærið einnig aðeins upp í sýrða rjómanum áður en þið blandið honum saman við rjómaostinn. Bætið við mozzarellaosti og parmesan, saltið og piprið aðeins blönduna (þarf meiri pipar en salt). Dreifið úr blöndunni í eldfast mót.
-Dreifið úr pizzasósunni yfir rjómaostablönduna.
-Stráið jafnt yfir álegginu sem þið kjósið að nota, þekið áleggið með mozzarellaosti og parmesan og skreytið svo réttinn með nokkrum pepperonisneiðum
-Bakist við 180°C í um 20 mínútur eða þar til ídýfan er fallega brún í könntum og bubblandi heit
enjoy !
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)