fimmtudagur, 8. desember 2011

Mjúkar engiferkökur með hvítu súkkulaði



Þessar kökur eru góðar.
Fyrst var ég fyrir töluverðum vonbrigðum (þegar þær voru nýkomnar útúr ofninum) en daginn eftir sættist ég á þær og núna finnast mér þær vera alveg yndislega góðar .... jólalegar, smá öðruvísi og ekkert of væmnar 





Smjör og sykur þeytt saman, sírópi, kryddi, matarolíu og vanilluextract bætt við og hrært betur saman 


þetta er skelfilega girnilegur litur... 

eggjum bætt útí, einu og einu 

og að lokum hveiti og matarsóda 

hvítt súkkulaði skorið í grófa bita og bætt útí







Uppskrift (gerir um 70-80 kökur)


200 gr smjör 
1 bolli sykur 
1/2 bolli molasses / dökkt síróp (ég notaði dökkt sýróp en molassess fæst í heilsubúðum)
2 msk matarolía 
1 tsk vanilluextract
1 1/4 tsk kanill
1 1/4 tsk negull
1 tsk engifer 
2 egg 
3 1/2 bolli hveiti 
2 1/4 tsk matarsódi 
1 1/2 bolli hvítt súkkulaði skorið gróflega í bita


Aðferð:
-Þeytið vel saman smjöri og sykri.
-Bætið útí molasses/sírópi, matarolíu, vanilluextraxt, kanil, negul og engifer og þeytið þar til vel blandað
-Þeytið saman við eggjum, einu og einu í einu
-Hrærið hveiti og matarsóda saman við
-Mótið í litlar kúlur í höndunum sem eru um 2-3 cm í þvermál og veltið kúlunum uppúr sykri. 
-Raðið á plötu og hafið gott bil á milli, þær renna töluvert út 


Bakað í 10-12 mínútur við 180 
ath:
-íhugið ykkur gæti þótt gott að bæta við kanil, negul og engifer (kökurnar eru ekki mjög kryddaðar) og einnig að bæta kannski við meira súkkulaði 
-Þessar kökur eru gerðar af fyrirmynd snickerdoodle kökum. . . Þeim er velt uppúr kanilsykri áður en þær eru bakaðar. Ég væri til í að prufa það með þessar líka. 


enojoy 

SHARE:

1 ummæli

  1. Nafnlaus9:52 e.h.

    Bakaði þessar (eftir uppskriftinni þinni) og velti þeim upp úr kanilsykri. Þær eru rosagóðar.
    Kv.
    Sigrún Guðm.

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig