mánudagur, 28. júní 2010

Bolognese sósa - Ítölsk kjötsósa


Einn af mínum uppáhaldsréttum sem ég geri annað hvort mjög oft eða of sjaldan. 
Til að fræði ykkur óbeðin um Bolognese sósu þá er það tómatasósa hefur aðaluppistöðuna sem kjöt. Flestir þekkja þessar sósur með tómatbitum í og með hakki en í rauninni er sósan upprunanlega ekki með mikið af tómötum og í stað þess að hafa hakk þá er sumsstaðar notaðir kjötbitar sem eru soðnir það lengi í sósunni að þeir rifna að lokum í sundur. 
Sósan kemur frá Bologna héraðinu í Ítalíu og þaðan er nafnið komið.

Ég geri þessa sósu sitt á hvað. Ef ég á það til þá steiki ég sellerí og gulrætur með lauknum og hvítlauknum sem er þá fínsaxað. 



Uppskrift:
500 gr nautahakk
2 beikonsneiðar skornar í litla teninga
1 laukur, saxaður fínt 
3 gulrætur, saxaðar fínt 
1 stilkur sellerí, saxaður fínt 
2 hvítlauksrif
2 msk olía
1 dl rauðvín
3 msk ferskt timian (aðeins laufin) 
2 lárviðarlauf
10 blöð af basilíku skorin niður í strimla
2 dósir af hökkuðum tómötum
1 dós af tómatpúrru
400 ml tómatpassata 
1 msk púðursykur eða sykur 
salt og pipar
1 teningur af kjötkraft

Laukur, gulrætur, sellerí, beikon og hvítlaukur er steikt í olíu í ca 2-4 mínútur. Rauðvíni er hellt út á og það soðið niður þar til að það er næstum horfið.
Hakkið er þvínæst steikt, saltað og piprað og tómötunum, tómatpassata, tómatpúrrupúrru, lárviðarlauf, timian og basilíiku  og vatni hellt út á ásamt kjötkraft og sykri. Allt er látið malla í ca 30 mínútur
Í lokin er þetta smakka til með kryddi (salt og pipar)

Pasta soðið og þetta er svo borið fram með ríkulegu magni af ferskum parmesan og auka basilíku.

borðist svo með góðri lyst! 



2 punktar í viðbót..
- hægt er að nota þurrkaðar kryddjurtir. 
-Elda mikið og frysta svo ! Setja sósuna í box og frysta og þann dag sem þú nennir ekki að elda þá er að taka sósuna, setja í örbylgjuofninn og sjóða pasta á meðan. 


enjoy

SHARE:

1 ummæli

  1. Nafnlaus11:38 e.h.

    Hljómar ótrúlega vel og lúkkar asskoti vel, ætla að gera svona við tækifæri :D

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig