mánudagur, 28. júní 2010

Bolognese sósa - Ítölsk kjötsósa


Oh... nammi namm. Einn af mínum uppáhaldsréttum sem ég geri annað hvort mjög oft eða of sjaldan. Ætli það sé að byrja annað æðið fyrir ítölskum tómatasósum? Anyway. 
Til að fræði ykkur óbeðin um Bolognese sósu þá er það tómatasósa hefur aðauppistöðuna sem kjöt. Flestir þekkja þessar sósur með tómatbitum í og með hakki en í rauninni er sósan upprunanlega ekki með mikið af tómötum og í stað þess að hafa hakk þá er sumsstaðar notaðir kjötbitar sem eru soðnir það lengi í sósunni að þeir rifna að lokum í sundur. 
Sósan kemur frá Bologna héraðinu í Ítalíu og þaðan er nafnið komið.

Ég geri þessa sósu sitt á hvað. Ef ég á það til þá steiki ég sellerí og gulrætur með lauknum og hvítlauknum sem er þá fínsaxað. Ég nennti ekki í búð en langaði að elda þar sem ég á orðið ágætlega vel sprottnar kryddjurtir í glugganum hérna í Stubbaseli og langaði að nota þær í eitthvað. Ég átti frosið hakk, tómata í dós, lauk og hvítlauk... Ég hélt reyndar að ég ætti spagetti en svo varð raunin að ég átti bara tortellini, núðlur og skrúfur. Einhver myndi fussa yfir bolognese með skrúfum en ekki spagetti og ég afsaka því letina í mér að nenna ekki útí Nóatún til að kaupa spagetti. Anyway. Svona leit afraksturinn út og bragðastði alveg heavenly með hvítvínstárinu. 
Uppskrift:
500 gr nautahakk
1 laukur
2 hvítlauksrif
2 msk olía
1 dl rauðvín (ath að matarrauðvín fæst orðið í Hagkaupum og Fjarðarkaupum amk) 
ca 3 msk af ferskum kryddjurtum, saxaðar niður. Ég notaði salvíu, oregano og timian
2 lárviðarlauf
10 blöð af basilíku
2 dósir af hökkuðum tómötum
1 dós af tómatpúrru
4 dl vatn
1 msk púðursykur eða sykur 
salt og pipar
herbamare salt 
1 teningur af kjötkraft

Laukur og hvítlaukur er steikt í olíu í ca 2-4 mínútur. Rauðvíni er helt út á og það soðið niður þar til að það er næstum horfið. Hakkið er þvínæst steikt, saltað og piprað og tómötunum, púrru, lárviðarlauf  og vatni hellt út á ásamt kjötkraft og sykri . Allt er látið malla í ca 15 mínútur en þá er söxuðu kryddjurtunum bætt við og látið sjóða í 10-15 mín í viðbót. Í lokin er þetta smakka til með kryddi og basilíkan skorin niður í mjóar ræmur og sett útí. Pastanu sem var soðið á meðan sósan mallaði er hellt í sigti og síðan sett á disk. Vænn slurkur af sósu er sett ofaná pastað (helst spagetti!) og rifinn ostur settur þar yfir. 

Ég notaði parmesan sem ég kaupi reglulega í búrinu í Nótatúni. Allir sem hafa áhuga á ostum eða vilja fá frábæra þjónustu með val á ostum fyrir veislur skulu heimsækja hana Eirnýju og ég lofa að þið labbið brosandi út :) skoðið heimasíðuna á www.burid.is

borðist svo með góðri lyst! 2 punktar í viðbót..
- hægt er að nota þurrkaðar kryddjurtir. ó seisei já ! kaupi ítalska kryddjurtablöndu ef þið viljið bara kaupa eitt krydd en annars getið þið keypt ykkur þurrkað oregano og þurrkað timian til þess að stýra betur bragðinu. þurrkuðu kryddblöndurnar eru samt bara alveg asskoti fínar 
-Elda mikið og frysta svo ! Setja sósuna í box og frysta og þann dag sem þú nennir ekki að elda þá er að taka sósuna, setja í ölbylgjuofninn og sjóða pasta á meðan. 


enjoy

SHARE:

1 ummæli

  1. Nafnlaus11:38 e.h.

    Hljómar ótrúlega vel og lúkkar asskoti vel, ætla að gera svona við tækifæri :D

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig