Nokkuð er búið að gerast síðan ég fór í fríið góða. Fyrir utan Tyrklandsferðina sem var snilld í alla staði og alla hina staðina líka þá gerðist sá merki atburður að ég útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur 12. júní.
Já... HÚRRA fyrir ÞVÍ ! :)
Fjórum árum í Eirbergi er nú lokið sem á einhvern undarlegan hátt hafa bæði verið löng og stutt.
Fyrsta vaktin mín sem hjúkrunarfræðingur var í kvöld á Bráðadeild G-2 (Slysó) sem verður minn vinnustaður amk þar til í september (aðeins 3ja mánaða ráðning í boði) og vonandi um einhverja framtíð.
Kvöldið var svoldið skemmtilegt, ég kynnti mig 3x sem hjúkrunarnema og stamaði mig svo í gegnum það að segja nei, ég er hjúkrunarFRÆÐINGUR, þetta var þó farið að venjast svona þegar á leið á vaktina og ég held að ég pulli þetta off á næstu vakt ! :)
Aðal tilgangur með bloggi kvöldsins er þó að koma með matarblogg!
Regnbogakakan er auðveld kaka sem hægt er að gera á mjög skömmum tíma. Einnig er þetta góð kaka fyrir ALGERA byrjendur, þar meina ég að það koma ekki upp þær spurningar eins og "hvað á að þeyta egg og sykur lengi saman" hvað er "létt og ljóst", þeyta smjör og sykur saman fyrst ? neibb... allt í eina skál og hrært tjah, jafnvel með sleikju ef ykkur dettur ekkert betra í hug (sem ég gerði). Þessi uppskrift er líka öll í bollamálum svo að þið sem eigið ekki vigt í eldhúsinu ykkar... iss. engin afsökun hér á bæ ! :)
Fyrst er að setja hveitið, lyftiduftið, matarsódann og saltið
Svo næstum því allt of mikinn púðursykur
Því næst bráðið smjör, vanilludropar og egg... (ok... þessi kaka er EKKI holl!)
M&M... eða súkkulaðibitar, eða toblerone, eða M&M með hnetum, eða eða eða HVAÐ sem ykkur dettur í hug basically
skiljið þið núna nafnið "regnbogakaka"? :)
Formið þarf ekki að vera stórt. Ég á þetta fína form en það er líka hægt að nota gamla góða eldfasta mótið, kringlótt form eða bara stækka uppskriftina svo að þið getið notað stærra form
Eftir 20-25 mínútur er kakan tilbúin til þess að horfa á hana og bíða eftir að hún kólni og borða svo eða gera það sem ég gerði...
... sem var að bíða ekki og fá mér smá sneið með ís
Uppskrift:
1 bolli hveiti
1/2 tsk lyftiduft
1/8 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
115 gr smjör (bráðið)
1 bolli púðursykur
1 egg
1 tsk vanilluessens (ekki kötludroparnir.. helst þetta alvöru stöff sem kostar 1 nýra í hagkaup)
1/2 bolli M&M ... eða eitthvað annað
sett í smurt form og bakað við 180°C á miðhillu í ofni annað hvort á blæstri eða yfir-og-undir hita í 20-25 mínútur eða þar til að kakan er tilbúin (eða amk líkist kökunni hér að ofan). Ath að þetta er klesst kaka
mmmmmmm Girnilegt!!!! en mig langar að panta að fá uppskriftina af ógeðslega góðu bökuðu ostakökunni sem þú varst með í eftirrétt í útskriftinni þinni:-D
SvaraEyðakv
Katrín