fimmtudagur, 17. janúar 2008

hver vill koma í heimsókn...

ótrúlegt hvað fólk er lélegt í að kíkja í heimsókn hérna í bænum... það þarf að innleiða breska menningu í fólk hérna... já og svei mér þá að ástandið sé mun skárra út á landi. Hér vill fólk bara einfaldlega týnast. Hvað gerði fólk áður en það var komið net, var þetta miklu betra þá? ég viðurkenni að ég er kannski ekki duglegust að heimsækja fólk heldur en það er kannski komið á to-do listann minn núna. 

Ég, Hildur og Jóna Sólveig hittumst heima hjá Boggu í gær. Þær auðvitað komnar með 2 kríli, þau Sóllilju og Patrek Trausta. Sprækir Mýrdælingar þar á ferð og óttalega sæt. Svoldið absúrd samt að hitta þær og þær báðar með börn! ég og hildur satt að segja vorum smá útundan! fáið samt engar grillur núna, ég er ekki að flýta mér og ekki hildur heldur. Skólinn fyrst er mottóið hjá okkur báðum og jafnvel ætla ég að finna mér einhvern sem er með góð gen og passa vel við mín... :) nema ef það verði eingetið, það væri þá varla í fyrsta skiptið er það ? :) 

Jólaskrautið fékk áðan að  fjúka eftir langa veru hérna í íbúðinni og er komið ofaní kassa og niðrí kjallara, ásamt öllum ferðatöskunum sem voru fluttar hérna upp eftir stöðuga flutninga síðustu vikur.  Lífið virðist vera að detta í fastar skorður... loksins... næstum orðin sátt við lífið og tilveruna :) skólinn verður samt að eiga mig svoldið næstu vikur svo að ég fái nú sumarfríið mitt og engin sumarpróf. Er búin að fá úr öllum prófunum nema einu og ég veit ekkert hvernig mér gekk í því, ætli ég hafi samt ekki náð því, fyrst að ég náði örveru og sýklafræðinni með 7... sem er btw fagið sem ég hefði getað svarið að ég væri fallin í ! 

Á morgun er Vísindaferð, sem staðfestir að lífið mitt sé á sömu leið og vanalega... ætla líka að skreppa austur á laugardaginn og fara á sleðann ef að Þráinn bróðir verður ekki búinn að standa í einhverjum æfingum og skemmileggja hann, sem samt kæmi mér lítið á óvart. Vík verður svo aftur á planinu þarnæstu helgi þar sem að þar verður Þorrablótið í Vík haldið. 

endilega kíkið í kaffi :D 

SHARE:

5 ummæli

  1. Nafnlaus9:49 e.h.

    ég skal sko kíkja í kaffi ;o) hehe en annars var rosalega gaman að sjá ykkur í gær, stytti daginn alveg helling að fá svona skemmtilega heimsokn ;o)

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus11:56 e.h.

    já gærdagurinn var æði! en það er styttra síðan ég kíkti á þig heldur en þú kíktir á mig! :p en þetta er alveg rétt hjá þér, maður er ekki næstum því nógu duglegur við að kíkja í heimsóknir :)

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus2:57 e.h.

    Þú ert líka alltaf velkomin í heimsókn til mín:-D Prófaðu að búa út á landi... þá fyrst kemur fólk ALDREI í heimsókn til þín.... allavega ekki frá Reykjavík. Ekki einu sinni foreldrarnir sko:......:-D Vona annars að þú hafir það gott skvís;-)

    Bestu kveðjur af Skaganum

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus2:57 e.h.

    Þú ert líka alltaf velkomin í heimsókn til mín:-D Prófaðu að búa út á landi... þá fyrst kemur fólk ALDREI í heimsókn til þín.... allavega ekki frá Reykjavík. Ekki einu sinni foreldrarnir sko:......:-D Vona annars að þú hafir það gott skvís;-)

    Bestu kveðjur af Skaganum

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus10:24 f.h.

    Já hvenær ætlaru eiginlega að koma í heimsokn??

    Það eru alveg 5 mánuðir síðan þú komst síðast :)

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig