laugardagur, 26. janúar 2008

Þorrablót Víkur

er alveg að verða eins fín og ég mögulega get orðið.
Fór til Þorbjargar vinkonu í dag í allsherjar krullun og krullaði hana smá í staðinn. Óttalega skrítið að standa fyrir AFTAN stólinn hjá henni í stað hennar :) við verðum örugglega fallegustu kvenmennirnir á svæðinu ;)
Vísó í gær féll niður vegna veðurs og þess vegna ákvað ég að fara austur til Víkur í gær. Sumir hefðu eflaust ekki gert það, því að veðrið var EKKI spennandi (þó að ÉG segi sjálf frá ! haha) Fréttir herma að hraustir karlmenn hafi gefist upp og ekki farið. En nei. Ragna og Lúlli lögðu upp þessa för og ég skemmti mér gríðarlega, enda finnst mér mjög gaman að keyra í svona færð, þó svo að EKKERT skyggni sé neðar á listanum :)

Þráinn smellti mynd af mér og Jobba og eins og sjá má, þá er ég bara næstum tilbúin. Aðeins kjóllinn og skórnir eftir ;)

SHARE:

1 ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig