Janúar:
Komst að því að ég hefði komist inn í hjúkkuna og ekki með neitt fall. Var meira að segja í topp 50 sem var takmarkið í upphafi. Klásus-syndrome drap mig og fleiri hjúkkur næstum alla önnina sem fól í sér að við vorum gjörsamlega búin á því eftir törnina í klásus og erfitt var að halda athygli að bókunum. Námið var samt skemmtilegt og verklegu tímarnir einkenndust af því að ég var mötuð og tannburstuð. Var ekkert mikið að syngja, en söng þó með Vírus í þingborg á þorrablóti. Ég var auðvitað eins og þeytispjald út um allt land eins og áður fyrr og virtist ekki ætl að stoppa, eða verða bensínlaus. Fór líka í æðahnúaaðgerð sem pirraði mig afskaplega lítið og var mætt í ræktina 10 dögum síðar þar sem ég hóf breytinguna í hollari lífstíl sem hefur staðið í allt ár
Febrúar:
Fór í nokkrar fjallaferðir og var ennþá bara farþegi, draumurinn um jeppann er ennþá fjarlægur :) kíkti á öll böll í sveitinni, keypti mér nýja myndavél og videovél og var tilbúin í slaginn :) Vísindaferðir með hjúkkunum voru farnar reglulega og var ég bara orðin vön því að koma heim af djamminu um 1 eftir að hafa byrjað að drekka kl 4. Hélt upp á afmælið mitt öðruvísi en vanalega þar sem að það var bara kökukaffi ! en það var ansi veglegt kökukaffi, en ekki hvað ?! Endaði svo mánuðinn á að fara í Þorraferð 4x3 á flugi og var þar kosin í næstu þorrablótsnefnd. Verst er að ég kemst ekki í þorraferðina þetta árið þar sem ég er í lokaprófum í enda febrúar... ó já ! ég veit :/
Mars:
Ragna.is leit dagsins ljós og ég hélt áfram að reyna að skokka í mig þol, auk þess sem mundi reyndi að drepa mig í viku hverri uppí sporthúsi. Var farin að syngja með Gospelsystrum Reykjavíkur og hristi höfuðið hvernig ég fór að því að enda alltaf aftur á að byrja í kór...
Ísskápshræið sem hafði pirrað mig í 3 ár fékk að fljúga fram af svölunum og annar kom í staðinn.. sem hefur staðið sig mun betur en forveri hans !
Apríl:
Pravda brann og þar með fór vísinaferða-lokastöðin okkar, en það var allt í lagi, Apríl-mánuður fór mest allur í próflestur en skrapp þó reyndar aðeins til London til Svenna í Oxford. Páskarnrir voru með aðeins öðruvísi sniði en vanalega þar sem gamla settið strauk af til útlanda og skildi ungana eftir eina heima, sem auðvitað redduðu sér ótrúlega. Elduðu svaka páskasteik og héldu svaka páskapartý. við hverju öðru var að búast?
Maí:
Kláraði prófin, fór með hjúkkunum mínum upp á snæfellsnes í sumarbústað í brjálæðislega GÓÐU sumarveðri og flutti svo til Víkur þar sem ég ætlaði að vera að vinna á Höfðabrekku. Byrjaði vinnuna eiginlega á að mæta EKKI, þar sem útkall rauður kom og kona dó í sjónum við Reynisdranga... Endann á maí lá ég svo í sólbaði með útbrot á Mallorca með Saumaklúbbsstelpunum og einhverjum mökum þeirra ;) Frábær ferð !
komst að því að ég hefði náð öllum prófunum.
Júní:
Eins og flest allir Júní-ar sem ég man eftir þá er það bara fyllerí og sumardjamm sem er þá á ferð. 17. Júní var haldinn að þessu sinni á Kirkjubæjarklaustri, ég skokkaði upp á Sveinstind með Jóni Hilmari, reyndi að brenna af mér hendina með heitri súpu, gekk upp sólheimajökul og já... hafði það gott :)
Júlí:
Sandra Ósk (hjúkka) vinkona gifti sig 070707 og við fórum nokkrar hjúkkurnar og fögnuðum með henni. Frábær dagur sem endaði skemmtilega með góðri plástrasögu ;) Ákvað að ég væri ekkert að fíla það að elda og sagði upp á höfðabrekku, frá og með júlílokum, fékk vinnu þess í stað uppá elliheimili sem er orðið aðeins nær mínu áhugasviði. 2 Snafsar tróðu eftirminnilega uppá kaffinu 14. júlí, sama kvöld og bekkjarreunion hjá gömlum víkurkrökkum var haldið. Sumarhátið 4x4 var haldin af jeppameðlimum 4x3áflugi hérna í vík og tókst það allt vel í alla staði!
Ágúst:
Fór á þjóðhátíð með Katrínu, Þráni og Hauki, Gistum hjá Gauja frænda og Gústu. Gott veður og skemmtun einkenndi ferðina og mig langar enn og aftur að fara á næsta ári :) Jobbi litli varð hluti af fjölskyldunni og hefur síðan þá verið mikill gleðigjafi. Skrapp í lok ágúst til Danmerkur til Palla, Árúnar og Theu og hafði það mjööög gott :)
Skólinn byrjaði svo aftur í lok Ágúst, eftir dk-ferðina.
September:
Fór á Hólashátíð uppí Hólaskjóli, byrjaði aftur á að sækja vísindaferðir, fór á réttarböll, fattaði að ég var búin að blogga í 4 ár. Sumarbústaðarferð með Rósunum að Ásum.
Október:
Verklega námið í skólanum fór að verða áhugavert þar sem við vorum farnar að munda sprautur og hættuleg efni ;) Ég og svenni byrjuðum formlega saman eftir þónokkurn aðdraganda. Árshátíð Bjsv Víkverja var haldin á Ströndinni.
Nóvember:
Lítið gerðist svosem þennan mánuð enda í Verknáminu á fullu uppá A5 á Borgarspítalanum sem er bæklunar-háls nef og eyrnar skurðdeild. Verkefnin hrönnuðust upp og allt að gerast.
Saumaklúbbsstelpurnar fórum út að borða með mökum á Silfur.
Desember:
Svenni og ég hættum saman, prófin byrjuðu, las og las og las og fann enginn árangur vera í því. Svoldið erfiður tími en endaði þó að lokum sem að þetta tók allt enda og ég hélt jólin með familíunni í Vík og hafði það gott, Vann líka á Elliheimilinu til að verða ekki kreisí á aðgerðarleysi.
jæja,
þetta var mjööög fljót yfirferð...
takk fyrir allt
sjáust hress á nýju ári ..
kisskiss
HÆ skvís, gleðilegt ár og takk fyrir það gamla..... mikið rosalega var nú gaman hjá okkur á þjóðhátíð..... ég held að það sé alveg málið að skella sér bara aftur að ári:-D Gaman að lesa bloggið þitt eins og alltaf.... hafðu það sem allra best krúttið mitt:-D
SvaraEyðaBestu kveðjur af Skaganum
ok skal kvitta einu sinni,, kíki stundum inná þessa síðu
SvaraEyðaViddi
gaman að lesa annálinn þinn, ekki of langur:)
SvaraEyðaVá hvað þú ert dugleg, ég man varla hvað ég gerði í gær ...
SvaraEyða