mánudagur, 31. mars 2008

svona svo að ég bloggi EINU sinni enn í dag..

og reyni að halda jákvæðninni eins hátt uppi og geðslag mitt leyfir

Veðurspáin fyrir höfuðborgarsvæðið á morgun er GLIMRANDI góð :D 
þ.e.a.s ef tekið er í myndina að það er 1. apríl þá og 23 dagar í sumardaginn fyrsta, en sumarið hefur nú held ég aldrei byrjað á þeim degi svo að hann er bara til að geta dottið í það á miðvikudegi held ég. 

veðurspáin er 6 stiga hiti og 4 m/s.

Ef veðrið verður svona þá kaupi ég mér hjálm og körfu á NÝJA HJÓLIÐ mitt, set á mig sólgleraugu og held á vit ævintýranna... Hve lengi ég ætli verði að hjóla til Bahamas?
SHARE:

:/

jesús...

alltaf þegar ég er farin að verða bjartsýn aftur og glöð þarf hjartað að hoppa aftur ofan í sokka og ég verð lítil aftur

vill einhver segja mér hvað þetta tekur langan tíma? I can't do this
SHARE:

1. dagurinn í verknámi




ó guð hvað hann gekk vel ! :)

Ég  fékk hjúkrunarfræðing til að fylgja sem einhverjir hefðu ekki fílað en eftir að hafa áttað mig aðeins á hvernig karakter hún er þá er hún alger snillingur og ekkert ólík mér ! :)
Hún henti mér bara af stað í að gera hluti sem ég hef ekki fengið að gera áður og jiminn hvað litla hjúkkan í mér var spennt og stressuð stundum :) 

verð nú að segja ykkur eitt af því sem ég er mest hrædd við í þessu starfi er að STINGA fólk :D það er örugglega af því að ég hef ekki gert það allt of oft. Subcutant jú, en þegar ég þarf að fara að gefa im (intra muscular) eða stinga á æðar á fólki þá horfi ÉG með skelfingu á stóru stóru nálina og beitta oddinn :) svo hugsar maður... shit, ég sprengi örugglega æðina sem ég ætla að draga blóð úr, eða setja æðalegg í.. ég fer örugglega í gegn, hvernig á ég a) vita hve langt ég á að setja oddinn inn? í hvaða halla á ég að hafa nálina? er þetta æð? er þetta sin? er þetta taug? jæks :)

Ég tók blóðprufur í dag og allt saman gekk þetta nú ansi vel. Mig langar að segja ykkur frá ÖLLU þessu merkilega sem ég sá og gerði í dag en ég þarf víst eitthvað að þegja yfir því sem gerist innan veggja LSH svo þið verðið bara að ímynda ykkur í hvaða ævintýrum ég er þessa dagana.


í kvöld er það ánægður hjúkkulingur sem fer að sofa :)
 til í að stinga hvern sem er ! 




SHARE:

sunnudagur, 30. mars 2008

Nýjar myndir

Frá helginni.




xxx

SHARE:

laugardagur, 29. mars 2008

að drekka bjór og sitja á/hjá bruggtækjum...

priceless ! 
takk fyrir kommentin sskurnar... it's means a lot to me ! 
SHARE:

föstudagur, 28. mars 2008

It's here (the big reveal)

jæja..
þá er komið að því að ég segi ykkur hvað ég er búin að vera að meina síðustu daga með þessu "sniðuga" sem ég ætlaði að segja.

Þetta er ekkert leyndó og ekkert merkilegt fyrir nokkurn annan en sjálfan mig.

-ég er ekki ólétt
-ég er ekki komin með kærasta
-ég er ekki að flytja til útlanda 
amk ekki á þessari stundu

en... 









ÉG ER BÚIN AÐ MISSA 30 KG !!! 
how unreal is that ?! meira að segja mér finnst þetta hálf skrítið, ég meina, 30 kg er HÁ tala. 

ég er samt ekki hætt, ætla að halda áfram á þessari hægu siglingu niður á við. 
Þið sem viljið vita enn meira, þá tók þetta 14 mánuði, engan sérstakan kúr og engar töflur heldur bara hreyfingu og hollt mataræði innan geranlegs ramma (til langtíma). ég stefndi aldrei að neinu sérstöku og stefni ekki ennþá. Ég stefni bara á að halda áfram að hafa það eins gott og ég get og hreyfa mig reglulega.

(fæ ég hrós ? kommentakerfið er hérna fyrir neðan ;) )
SHARE:

miðvikudagur, 26. mars 2008

The big reveal

psst


þetta "sniðuga" sem ég ætlaði að segja ykkur verður sett hérna inn fyrir helgi ef ekkert mikið kemur uppá...

stay tuned
SHARE:

AAAAAHHHHH :)

fyrsta fríið síðan mánudaginn í síðustu viku. 
Ég svaf til 12 eins og unglingarnir! ég kalla þetta uppsafnaðan svefn því ég fór að sofa rétt fyrir 1.

Ég átti þetta skilið! 
SHARE:

þriðjudagur, 25. mars 2008

Sniff

ýtið á play og látið spilast á meðan þið lesið síðuna... já eða lygnið aftur augunum...





Falling slowly.


I don't know you
But I want you
All the more for that
Words fall through me
And always fool me
And I can't react
And games that never amount
To more than they're meant
Will play themselves out

Take this sinking boat and point it home
We've still got time
Raise your hopeful voice you have a choice
You've made it now

Falling slowly, eyes that know me
And I can't go back
Moods that take me and erase me
And I'm painted black
You have suffered enough
And warred with yourself
It's time that you won

Take this sinking boat and point it home
We've still got time
Raise your hopeful voice you had a choice
You've made it now

Take this sinking boat and point it home
We've still got time
Raise your hopeful voice you had a choice
You've made it now
Falling slowly sing your melody
I'll sing along

úr myndinni Once 
SHARE:

How often do u find the right person...

Ingibjörg Rósa.... Me and u!


jafnvel þó að tagline-ið eigi ekkert allt of vel við okkur tvær

ætli hún komi í bíó á íslandi ? 
SHARE:
Blog Design Created by pipdig