laugardagur, 15. september 2018

Steiktar Edamamebaunir

Uppáhalds snakkið síðastliðnar vikur og loksins kemur uppskriftin hingað inn 😊

Edamamebaunir eru orðnar vinsælt snakk á flestum veitingastöðum og það er svoldið síðan frosnar Edamamebaunir fór að fást frosnar hjá öðru frosnu grænmeti í Krónunni. Síðan þá hef ég verið að prufa mig áfram með uppskriftir hérna heima og fyrir nokkrum síðan tókst mér að fullkomna uppskriftina (að mínu mati)

Gjörið svo vel

Uppskrift
1 poki Edamamebaunir (400 gr)
2 msk olía
1-2 rif hvítlaukur (kraminn eða rifinn)
1/2 tsk chilliflögur
2 msk tamarisósa
1 tsk sesamolía
2 msk saxaður ferskur kóríander
saltflögur eftir smekk


Aðferð:
-ATH, þið eruð aldrei að fara að setja hitann á pönnunni upp í mikið meira en 3/4 upp í hæsta. Helst hafa hana bara miðlungsheita þar sem það er bara markmið að elda baunirnar en ekki steikja þær og brúna. Hvítlaukur er fljótur að fá beiskt bragð ef hann eldast um of og tamarisósan á að þykkna og verða að sírópi en ekki brenna við pönnuna.

-Setjið frosnar eða þiðnaðar baunir á miðlungsheita pönnu með 2 msk af olíu til að steikja uppúr. Veltið þeim reglulega.
-Bætið krömdum hvítlauk útá (ef rifin eru lítil set ég 2, annars set ég 1)
-Bætið chilliflögum útá (hér má vissulega setja minna. Ég kaupi mínar chilliflögur í Tiger)
-Bætið tamarisósu útá. (hún er bragðsterkari en soya sósa og þess vegna vel ég hana. Hér má vissulega nota soyasósu í staðinn)
-Veltisteikið áfram þar til tamarisósan hefur þykknað og hvítlaukurinn er eldaður.
-Bætið sesamolíunni útá og slökkvið undir hitann.
-bætið söxuðum kóríander útá og veltið öllu saman.
-Áður en allt er fært yfir í skál, stráið saltflögum yfir allar baunirnar (mér finnst gott að hafa þetta nokkuð salt - minn smekkur). Þið prufið ykkur bara áfram og það er lítið mál að bæta salti við eftirá.
-Færið yfir í skál. Það er ekki nauðsynlegt að skafa alla olíu, hvítlauk og chilliflögur af pönnunni. Bragðið er komið :)
Þetta eru baunirnar sem ég kaupi í Krónunni

Allt steikt á miðlungshita á pönnu 

Bæta kóríander og sesamolíu útá 


Sett í skál og smá auka salti stráð yfir 





Enjoy 😙





SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig