laugardagur, 21. júlí 2018

Kjúklingaborgarar með ferskum kóríander


Ferskt á bragðið og djúsí. 
Mjög skemmtileg tilbreyting frá nautahakksborgurum :) 


Hægt er að nota borgarana eina og sér með meðlæti, sem borgara í pítubrauð (og nota þá jafnvel tzatziki sósu í stað pítusósu) eða sem tilbreyting í buffi á hamborgarann. 


Blandið saman öllum innihaldsefnum í skál
Látið kjötdeigið standa í 30 mín (ekki í ísskáp). 

Steikið á pönnu við miðlungs hita (eða grillið) 


Uppskrift:
gerir 5 stk 

500-600 gr kjúklingahakk (fæst t.d. í Nettó) 
1/2 laukur saxaður fínt 
1 hvítlauksrif saxað smátt
1 dl brauðmylsna 
1 egg  
1 dl saxað kóríander 
1 msk paprikukrydd
1/2 tsk chilipiparkrydd 
2 tsk saltflögur 
pipar eftir smekk 

Aðferð: 

-Allt sett saman í skál og blandað saman með sleif eða höndum. 
-Mér finnst gott að láta kjötdeigið standa í 30 mín til að láta kryddin og kóríander bragðbæta kjötið enn betur. 
-Vigtið 150 gr af kjötdeigi, mótið í kúlu og fletjið út með lófunum á milli 2ja handa eða notið hamborgarapressu. 
-Steikið á pönnu með 4-5 msk af olíu til að fá þá extra krispí. Varist að hafa pönnuna of heita því þá verða þeir of dökkir að utan áður en þeir eldast í gegn. 

Smá tips...
-Það er vissulega hægt að grilla buffin 👍
-Ekkert mál að útbúa fyrirfram og taka með sér í útilegu ef maður vill tilbreytingu frá venjulega grillmatnum þar 😀
-Tryllt að bæta við fínt söxuðu fersku chili. 💥
-Ef þú ert ekki hrifin/nn af kóríander þá skaltu setja sama magn af ferskri ítalskri steinselju (flatlaufa steinselju). 


Pítubrauðin sem ég notaði hérna má finna hér á síðunni 

Mæli svo auðvitað með að þið fylgið mér á instagram og í instastories ;)  :) 


-
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig