laugardagur, 1. mars 2014

Gerdeigsbollur á bolludag

Sumir vilja gerdeigsbollur á meðan aðrir kjósa vatnsdeigsbollur.

Sjálf vil ég hafa hvorugtveggja, en það sem fylgir því er töluverður bakstur. Það er samt auðvelt að byrja á að skella í gerdeigsbollur og á meðan þær eru að hefast þá gerir maður vatnsdeigsbollurnar.

Það er svo annað mál hvað fólk kýs að setja á bollurnar sínar.
Mitt uppáhald er jarðarberjasulta, Royal karamellu/vanillubúðingur og rjómi, ég útskýri það aðeins hér neðar hvernig ég útfæri það.

9 bollur, í stærri kanntinum, þetta er 1/2 uppskrift


eftir hefingu nr 2 

það er ekki gott að baka þær of mikið, þær þorna við það






Uppskrift af gerbollum er eftirfarandi (ath að hún er nokkuð stór en lítið mál er að minnka hana um helming, setjið samt áfram 1 egg)


Uppskrift 
(um 18 bollur)
1 kg hveiti
2 pakkar þurrger
2 tsk lyftiduft
120 gr sykur
2.5 dl mjólk
200 gr smjör/smjörlíki
2 dl vatn
1 stk egg
2 tsk kardimommudropar

Aðferð: 
-Öll þurrefnin sett í skál, vökvinn hitaður þar til volgur og smjörið/smjörlíkið bráið, hnoðað
-Látið hefa sig í klst, deiginu er á slegið niður og mótaðar bollur (stærð fer því hve stórar þið viljið hafa bollurnar) og fletjið bollurnar svo aðeins út með lófanum. Þið verðið að gera ráð fyrir að fyllingin muni lyfta bollunni nokkuð mikið svo að það er gott að hafa bolluna sjálfa ekki of háa áður en fyllingin fer í.
-látið hefast á plötunum sem þið bakið bollurnar á, með viskastykki breytt yfir í 30-40 mínútur og bakið svo við 180°C í ca 20-30 mín eða þar til þær eru orðnar létt karamellubrúnar á toppnum.
-Þegar þær eru orðnar kaldar, skerið þær í sundur og dýfið toppnum í brætt súkkulaði eða penslið yfir þær (eða notið teskeið) glassúr að vild (já það er LANG best að skera bollurnar fyrst og setja glassúr/súkkulaði eftirá)

Fylling: 
svona set ég bollurnar saman (það er smá karamella á þeim einnig)
-Royal búðingur er útbúinn þannig að í duftið er sett um 2/3 af því magni af mjólk sem upp er gefið. Þannig fæst ansi bragðsterkur búðingur sem passar vel á bollurnar. Smyrjið rúmri matskeið af búðing á hverja bollu
-Setjið jarðarberjasultu ofan á búðingsblönduna og að lokum léttþeyttan rjóma.
-Tyllið lokinu ofan á og njótið :)
Með þessari fyllingu hefur mér ekki þurft vanta eitthvað meira en þetta. Hver á samt sína uppáhalds bollu og það er gaman að breyta út af vananum og prufa nýtt. Hér er ég einungis að koma fram með klassíska gerdeigsbollu




njótið! :)






SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig