sunnudagur, 2. mars 2014

Vatnsdeigsbollur


Fyrst þegar ég gerði vatnsdeigsbollur var ég við það af fá taugaáfall af stressi yfir bollum sem myndu ekki rísa, eða þaðan af verra. Rísa og falla SVO...

Þetta eru ekki mikil vísindi. Það eru örfá innihaldsefni í uppskriftinni og það er hægt að græja þetta allt í einum potti svo að það þarf ekki að kosta mikið uppvask að gera bollurnar.

Galdurinn við að baka þær er að hafa 200°C heitan ofn, alls ekki kaldari en það, EKKI opna ofninn fyrr en bollurnar eru farnar að brúnast og aðal trikkið er að baka þær NÓGU lengi :)

Að þessu sögðu, þá er aðferðin svona


setjið smjörlíki og vatn saman í pott 

þegar suðan er að koma upp og smjörlíkið er bráðnað, 

Setjið hveiti og salt útí og hrærið saman. Hafið ekki áhyggjur á því ef þetta lítur svona út.

Svona endar deigið eftir smá 

setjið eggin í aðra skál og sláið þau í sundur

Þeytið eggin saman við deigið í 3-4 skömmtum með handþeytara í pottinum þar til deigið er orðið svona 

Mér finnst ágætt að nota sprautupoka (ekki með neinum stút) til að setja deigið á smjörpappír. En það er ekkert mál að gera þetta með 2 matskeiðum 

Spautið deiginu á plötu og hafið ágætt pláss á milli, þær þenjast vel út. Sjáið toppana sem myndast þegar maður sleppir sprautupokanum frá. Það þarf að ýta þeim aðeins niður svo þeir verði ekki of brúnir

Búðingur, karamella, sulta, rjómi og toppunum er dýft ofan í brætt suðusúkkulaði áður en þeim er tyllt ofaná 


Uppskrift
ca 13-15 bollur að meðalstærð

160 gr smjörlíki
4 dl vatn
200 gr hveiti
3-4 meðalstór egg
1/4 tsk salt

Aðferð:
-Smjörlíki og vatn er hitað saman í potti þar til smjörlíkið er bráðið og blandan er komin að suðu.
-Hrærið hveiti og salti saman við með sleif þar til blandan er orðin að samfelldu deigi.
-Látið blönduna kólna í 4-5 mínútur og notist þá við handþeytara og þeytið eggin saman við (sláið þau fyrst í sundur í skál) í 3-4 skömmtum þar til að blandan er orðin að sléttu deigi sem helst vel á skeið.
-Setjið deigið á plötu klædda bökunarpappír með þeirri aðferð sem þið kjósið (sprautupoka með stút eða ekki eða 2 skeiðum) og bakið þetta við 200°C  í 30 mínútur eða þar til þær eru orðnar vel karamellu brúnar að lit (þær eru ekki tilbúnar þegar þær eru að orðnar hálfbrúnar en eru enn ljósar í skorunum, bollurnar þurfa allar að taka á sig lit)
-Sjá tips um hvernig skal baka hina fullkomnu bollu (sem fellur ekki) hér efst :) 
-Látið kólna og setjið fyllingu að vild.

Fylling: 
-Royal búðingur er útbúinn þannig að í duftið er sett um 2/3 af því magni af mjólk sem upp er gefið. Þannig fæst ansi bragðsterkur búðingur sem passar vel á bollurnar. Smyrjið rúmri matskeið af búðing á hverja bollu
-Setjið jarðarberjasultu ofan á búðingsblönduna og að lokum léttþeyttan rjóma.-Tyllið lokinu ofan á og njótið :)Með þessari fyllingu hefur mér ekki þurft vanta eitthvað meira en þetta. Hver á samt sína uppáhalds bollu og það er gaman að breyta út af vananum og prufa nýtt. Hér er ég einungis að koma fram með klassíska gerdeigsbollu

Njótið! :) 


Árdís Rún hafði gaman að Jóa frænda sínum þegar hún var að smakka sína fyrstu bollu 
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig