þriðjudagur, 8. janúar 2013

Sveppa Ragú


Oft er maður svoldið týndur í ákvarðanatöku á meðlæti með steikum. 
Mér finnast sveppir vanalega passa mjög vel við öllu kjöti og geri því stundum sveppa ragú til að hafa með sem meðlæti. Auðvelt, hægt að gera daginn áður (þarf þá reyndar að bæta við smá rjóma þegar það er hitað upp) og mjög bragðgott. 
Sveppir steiktir í smá smjöri og olíu 
Bætt smjöri og lauk við 
búið að sjóða niður vökvann og bæta við rjómanum. 



                           


Uppskrift

Gerir u.þ.b. 1.5 bolla 

2 msk smjör
1 msk matarolía eða ólífuolía 
1 askja Flúðasveppir (250 gr)
1/2 bolli þurrkaðir porcini sveppir (fást t.d. í Hagkaup en einnig má nota aðrar þurrkaðar sveppablöndur/tegundir)
1 skarlottulaukur 
3 msk  rauðvín eða matarrauðvín 
1 msk ferskt timian eða 1 tsk þurrkað 
1 msk fersk steinselja eða 1 tsk þurrkuð 
150 ml rjómi 
salt 
pipar 

Aðferð

-Leggið þurrkuðu sveppina í bleyti í 1 bolla af heitu vatni og látið standa. 
-Sneiðið Flúðasveppina niður
-Steikið Flúðasveppina 1 msk af smjöri + 1 msk olíu og saltið aðeins til þess að fá vökvann úr þeim. Steikið þar til þeir eru farnir að brúnast aðeins eða í um 5 mín á miðlungsháum hita.
-Bætið 1 msk smjöri útí pönnuna og setjið fíntsaxaðan skarlottulaukinn útá og steikið áfram í 5 mínútur. 
-Saxið þurrkuðu sveppina gróflega, geymið vökvann sem þeir lágu í. 
-Látið út á pönnuna, steinselju, timian, rauðvín og 3 msk af vökvanum sem sveppirnir lágu í (ath, passið ykkur að oft er smá sandur í svona sveppum sem verður eftir í vökvanum svo best er að fleyta ofan af vökvanum til að sleppa við að bryðja sand)
-Sjóðið blönduna niður þar til vökvinn er allur uppgufaður. 
-Bætið útí 150 ml rjóma og sjóðið þar til blandan verður glansandi og falleg :) Saltið og piprið. 









SHARE:

2 ummæli

  1. Mmmmm...
    Hvað er matarrauðvín? Er það vont rauðvín, eða óáfengt rauðvín? Ef svo er, veistu hvar það fæst?

    SvaraEyða
  2. Matarrauðvín fæst t.d. í Hagkaup. Er áfengt en er með salti og pipar í og þess vegna ódrekkandi held ég ...
    Reyndar vann ég einu sinni á stað þar sem kokkurinn var látinn fara eftir að brandýið sem átti að fara í súpur sumarsins hvarf... það var þó einnig með salti og pipar í :)
    sjálfsagt að nota óáfengt rauðvín samt.

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig