þriðjudagur, 1. janúar 2013

Crème brûlée / Creme Brulee





Eftirrétturinn með skrítna nafnið :) 
Í rauninni þýðir Crème brûlée - Brenndur rjómi og er með einfaldari eftirréttum sem hægt er að gera. Það eina sem stöðvar fólk vanalega í að gera hann er það að það þarf sérstakan gasbrennara til þess að brenna sykurinn ofaná sem gerir þessar geðveikt góðu og stökku sykurskel ofan á vanillu, rjóma, sykurs og eggjarauðublöndunni. 

Þessir gasbrennarar fást t.d. í DUKA og Kokku. Þegar ég keypti minn brennara athugaði ég líka bílavarahlutabúðir en komst að því að þeir voru ódýrari í búðum eins og DUKA og Kokku. Ég mæli samt að sjálfsögðu með því að fólk geri smá könnuna hvar ódýrustu gasbrennarnir fáist þar sem þetta er nú ekki flókið tæki og þarf ekki að vera það fínasta fína til að það geri sitt gagn :) Auk þess er þetta væntanelga ekki neitt sem er það mikið notað að það borgi sig að borga 10 þús fyrir gripinn.
Einhversstaðar las ég að það ætti að vera hægt að brenna sykurinn með því að setja formin undir brennandi heitt grillið á bakaraofni. Ég hef sjálf ekki prufað það og get ekki annað en ímyndað mér að það hiti Creme brulee-ið of mikið... Ef einhver hefur prufað þá má hann svo sannarlega deila árangrinum með okkur :)



Rjómi og vanilla sett í pott og suðan látin koma varlega upp. Lækkað undir og látið standa við suðu í 5 mínútur 

Eggjarauður og sykur 

Eggjarauður og sykur þeytt þar til létt og ljóst, í um 2-3 mínútur. lítur út eins og þykkt vanillukrem þegar þetta er tilbúið. Svo er vanillubaunin tekin úr rjómanum og rjómanum helt útí í ca 20-50 ml skömmtum og þeytt á meðan. Mestu skiptir að fyrstu rjómaskammtarnir fari sem hægast útí svo þeir eldi ekki eggin og þau hlaupi. 

Sett í form 

Formin sett inní ofn í eldföstu formi eða djúpri ofnplötu og sjóðandi heitu vatni hellt í formið.  Best er að setja vatnið í formið EFTIR að þið eruð búin að setja allt inní ofn til þess að forðast óhapp með skvettur :)

(uppskriftin var nóg í 3 form en ég setti 1/2 skammt í 2 form svo við gætum gætt okkur á smá Creme Brulee daginn eftir)


Þegar búið er að baka Crème brûlée-ið og það hefur kólnað setjið sykur yfir og brennið! 



njótið ! 


Ath myndirnar eru af hálfri uppskrift en hér fylgir heil uppskrift fyrir 6 form 

Uppskrift 
fyrir 6 
600 ml rjómi 
1 vanillubaun
6 eggjarauður 
1/2 bolli sykur 

+6 msk sykur

Aðferð: 

-Kljúfið vanillubaunina með beittum hníf og skrapið úr henni vanillufræin. Setjið þau auk, vanillubaunina og rjómann saman í pott og hleypið upp vægri suðu. Látið malla við suðu í um 5 mín. Á meðan þeytið þið eggjarauðurnar og sykurinn 
-Takið eggjarauður og sykur og þeytið vel í 3 mínútur. Hellið svo heitri rjómablöndinni hægt útí og þeytið á meðan. Í fyrstu þurfið þið að fara afar varlega svo þið eldið ekki eggin en undir lokin má setja rjómann aðeins hraðar útí 
-Takið 6 eldföst mót. Mín eru hringlaga og grunn, sumir nota souffle form en ég kýs að nota grynnri form. Ef þið eigið bara souffle form then go ahead :) Hellið eða ausið rjómablöndunni í formin og bankið svo hverju formi létt í borðið til að losa um loftbólur. 
-Raðið formunum í eldfast mót sem rúmar formin eða setjið í djúpt fat / ofnskúffu sem hægt er að hella vatni í 
-Látið heitt vatn renna, setjið í könnu og hellið varlega í mótið svo vatnið umleiki öll formin og nái uppá miðjar hliðar creme brulee formanna. Best er að gera þetta þegar mótið með formunum er komið inni ofn svo þið farið ekki að svetta öllu um koll við að setja mótið inní ofninn :) 
-Hafið ofninn stilltann á 150°C. Bakið í um 25-30 mín í miðjum ofni ef þið eruð með grunn form eins og mín en með souffle mót skulið þið reikna með um 45 mín. Það er í lagi að Creme brulee-ið dansi til þegar þið takið það úr ofninum.
-Kælið í ískáp þar til alveg kalt (geymist vel í ísskáp og má gera allt að 3 dögum fyrr ef þið viljið). Áður en þið brennið sykurinn ofan á, látið það taka aðeins hita aftur í sig og takið það um 1/2-1 klst fyrr útur ískápnum. 
-Setjið eina matskeið af sykri yfir hvert form og brennið með gashitara. Berið á borð strax. (ef sykurinn er látinn standa of lengi á þá bráðnar hann aftur)

Enjoy ! :) 




Áramótamaturinn 2012 




SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig