föstudagur, 15. mars 2013

Súkkulaðimuffins



Jæja. Fæðingarorlofinu frá blogginu er formlega lokið :) 
Dóttirin er fædd, hávær, sæt og yndisleg og var skírð síðustu helgi og heitir núna Árdís Rún :) 




Já, ég veit, ég hef hingað til notað uppskriftina af Djöflatertunni sem er hérna á síðunni og gert súkkulaði muffins úr henni. 
En stundum hefur mér fundist hún vera svoldið þurr og dottið í sundur sem muffins.
hér er því endurbætt útgáfa sem passar akkúrat í 12 riiiisamuffins :)


þeytið vel saman smjör og sykur. Hérna er ég svo búin að þeyta eggjunum einu og einu útí í einu og þá lítur blandan svona út 

öll þurrefnin sett vigtuð og mæld í eina skál. Skellt saman við smjörhræruna og súrmjólk bætt við á sama tíma 
Hræran tilbúin til að setja í form. Hér mætti blanda grófsöxuðu súkkulaði saman við

sett í stór muffinsform... og þau næstum alveg fyllt. Ath að það þarf að vera með muffinsmót undir formunum, annars fletjast þau út í ofninum


ok, það er alveg smá sjéns að þetta sé girnilegt óbakað?
ofan á hverja múffu setti ég gróftskorið súkkulaði 

halelúja!!!

Uppskrift 
(gerir 12 risastórar muffins eða 24 minni) 
Einnig hægt að gera súkkulaðiköku eða skúffuköku. Passar í 2 hringlaga form eða skúffukökuform 

170 gr smjör
300 gr sykur
2 tsk vanilluextract
3 egg
270 gr hveiti
1 tsk matarsódi
2 tsk lyftiduft
70 gr kakó
2.5 dl léttsúrmjólk (eða súrmjólk þynnt með smá mjólk

Aðferð

-Þeytið saman smjör og sykur þar til blandan er vel blönduð og hefur lýst. Blandið saman eggjunum einu í einu saman og þeytið mjög vel þar til blandan er loftmikil og ljós
-Bætið öllum þurrefnunum saman og súrmjólkinni. Hrærið í 1 mínútu þar til blandan er vel blönduð saman
-setjið í stór muffinsform (fást í www.alltikoku.is eða þið getið klippt smjörpappír í ferninga og sett í muffinsmót)
-Bakið í miðjum ofni við 180°C í 30-40 mínútur. 

punktar: 
-Geymast gríðarlega vel 
-Bætið 2 dl af grófsöxuðu sukkulaði útí ef þið viljið súkkulaðibita 
-Getið gert súkkulaðikremsfyllingu: Gerið súkkulaði ganache (150 gr rjómi + 150 gr súkkulaði brætt saman, látið kólna aðeins og sprautað inni hverja muffins... mmm


njótið



SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig