mánudagur, 17. desember 2012

Salthnetusmákökur með smarties

Jæja !
Þessar eru auðveldar og alveg súper fljótlegar !

öllu hent í skál og blandað saman... that's about it :)
Mesti tíminn fer í að hnoða þessu saman í litlar kúlur.
Þess vegna geri ég þessar kökur stundum sem stærri kökur og kalla þær amerískar M&M kökur... Bara af því að það er mun betra fyrir sálin að borða bara eina köku (sem er þó stærri... haha) í stað margra lítilla.

Það er samt fátt jólalegt við þessar kökur. Það sem best væri, væri ef hægt væri að kaupa bara rautt og grænt mini Smarties eða M&M og þá yrðu kökurnar aldeilis jólalegar ! :)

En í bili þá höfum við þær bara í öllum regnbogans litum og borðum um jólin.
Það er líka hvort sem er allt of mikið af negul-engifer-piparköku-smákökum og lakkrístoppum sem við innbyrðum hvort sem er :)
Öll þurrefni sett saman í allt of litla skál 


Blautefnum bætt útí þegar búið er að skíta út aðra stærri skál :) 


Hnoðað saman og mótaðar kúlur. 


Uppskrift:
Gerir um 70 smákökur

2 2/3 bollar hveiti
2 tsk matarsódi
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 bolli haframjöl
1 bolli lítið smarties eða súkkulaðiperlur frá Nóa Síríus
1 bolli salthnetur
1 bolli púðursykur
1 bolli sykur

250 ml bráðið smjör (um 200+ gr)
2 egg (ekki lítil)
2 tsk vanilludropar/extract

Aðferð: 
-Blandið öllum þurrefnum saman í skál
-Bætið blautum efnum saman við og hrærið létt saman með sleif og klárið svo að hnoða þetta saman í höndunum.
-Mótið litlar kúlur og raðið á pappír
-Bakist við 180°C á blæstri á 2-3 hæðum í 12-14 mínútur þar til þær hafa náð karamellulit



Svo verð eg að muna næst að taka myndir af kökunum áður en þær klárast ! :)


SHARE:

3 ummæli

  1. Ohh ég á allt í þetta nema smarties/m&m.. og ég nenni ekki út í búð!
    En þetta lítur yummy út :)

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus11:22 f.h.

    Ég skil ekki alveg með hveitið..

    SvaraEyða
    Svör
    1. Þetta eru tveir og tveir þriðju bollar hveiti :)

      Eyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig