miðvikudagur, 14. mars 2012

Banana og pekanhnetu cupcakes með karamellukremi


Ég hef gert þessar cupcakes 3x og þær eru alveg rosalega góðar ! Síðast þegar ég gerði þær, þá var ég með þær á afmælinu mínu og skreytti með hvítu, fjólubláu og bleiku skrauti. Þessar cupcakes eru ekki jafn sætar og margar cupcakes eru og því afskaplega góðar með öðru sem er afskaplega sætt.  Kremið er NAMMI og pekanhnetur og bananar eru löngu harðgift í mínum kokkabókum.



Hér setti ég kremið á með hníf og skreytti svo með þykkri karamellu íssósu



Hér skreytti ég kökurnar með rósa-stútnum eins og bleiku cupcakes-in, nema ég byrja yst á kökunni og enda svo innst.



Uppskrift 
(gerir 28 stk) 



(hver bolli 250 ml) 


3 bollar hveiti
1 1/2 tsk matarsódi
3/4 tsk lyftiduft
3/4 tsk salt
1 tsk kanill
4 þroskaðir bananar (stappaðir)
3/4 bolli létt súrmjólk
1/2 tsk vanillu extract
170 gr smjör (við stofuhita)
1 1/2 bolli púðursykur
3 egg
1 bolli pekanhnetur, gróft saxaðar

Bakað við 180°C í 15-20 mínútur

Aðferð




-Í skál, blandið saman bönunum, létt súrmjólk og vanillu extract
-Þeytið saman púðursykur og smjör þar til það hefur lýst töluvert og sykurinn er farinn að leysast aðeins upp, bætið þá við eggjum, einu og einu í einu og þeytið mjög vel þar til blandan er loftkennd og ljós.
-Bætið við öllum þurrefnunum og súrmjólkur/eggjablöndunni og hrærið varlega saman þar til að allt er blandað (athugið, ef hrært er of lengi, binst glúteinið í deiginu og kökurnar verða seigar - á við um allar kökur)
-Blandið pekanhnetunum saman við með sleif.
-Setjið í cupcakes kökumót með cupcakes bökunarbollum að eigin vali og bakið í 15-20 mínútur eða þar til að pinni sem stungin er í eina kökuna kemur deiglaus út


Karamellukrem - Uppskrift  
fyrir 12-24 kökur - fer eftir því hvað þið notið mikið krem



1/2 bolli sykur
2 msk vatn

Hitið í potti þar til sykurinn er bráðnaður og orðinn karamellubrúnn, látið kólna aðeins.


3/4 bolli smjör
3 2/3 bolli flórsykur
2-3 msk mjólk/rjómi
1 tsk vanilluextract 

Þeytið vel... þeytið svakalega vel ! 

Bætið í flórsykri eða mjólk ef þið viljið þykkja eða þynna kremið.

Hellið karamellunni útí í mjóum taum og þeytið vel saman. 


punktar!

-Þetta er gríðar stór uppskrift... Ég hef minnkað hana um helming ( nota þá 2 egg í staðinn fyrir eitt og hálft egg)
-Ekki sleppa cupcakes mótinu til að baka þær í.
-Erfitt er að áætla hvað mikið krem þarf á kökurnar, ég nota þó alltaf þessa grunn uppskrift og bæti svo við mjólk eða flórsykri við ef ég er ekki alveg sátt með útkomuna.

enjoy !



SHARE:

3 ummæli

  1. Hljómar vel! Veistu hvort svona kökur þola að frjósa?

    SvaraEyða
    Svör
    1. Nafnlaus1:46 e.h.

      Já. Þær þola það, ekki með kreminu á þó
      Kremið á víst að vera hægt að frjósa sér í allt að 4 vikur en ná herbergishita áður en það er þeytt upp aftur.

      Kv Ragna

      Eyða
  2. Nafnlaus11:43 e.h.

    Gerði þessar í kvöld og þær voru mjög góðar. Kremið mistókst þó aðeins þar sem karamellan harnaði í kreminu og varð eins og nokkurs konar karamellukurl. Ég prófaði líka að gera súkkulaðismjörkrem og það kom hrikalega vel út! :)

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig