sunnudagur, 21. maí 2006

helgar rapport.

tjah, ég get allt eins bloggað eins og að horfa á sjónvarpið sem by the way er ekkert í sem vekur áhuga minn...

búin að vera ansi áhugaverð vika...

lenti í rosalega leiðinlegu... tapaði eiginlega 13 þús kalli.
Keypti síma á ebay, sem kemur í kassa til mín... voða flottan!
fer svo og læt aflæsa honum en samt virkar hann ekki.
gaurinn sem aflæsti honum sagði að hann væri lokaður hjá símafyrirtækinu..
ég labba því í næstu vodafone-búð, þeir fletta honum upp og hann hefur verið skráður STOLINN!!!
þegar ég kem heim skoða ég kassann utan af símanum og þar er búið að krafsa út síðustu tölurnar í talnarununni...
skemmtilegt!!
tók allan föstudaginn í þunglyndi yfir þessu, enda eru þetta rúm vikulaun sem fóru í þetta.

ég sendi svo gaurnum email alveg ansi illort skal ég viðurkenna.
það hafði svo það að verkum að hann SEGIST vera búinn að senda mér peninginn til baka í pósti og ég á að fá hann eftir helgi.
ef ekki þá stend ég við ALLT það sem ég hótaði honum í emailinu.
ég má samt halda símanum segir hann.
fúlt samt að hafa þennan flotta síma sem ég get ekki notað

eitt er þó magnað, ég get sent og móttekið sms með íslenska kortinu í honum, en ekki því enska. en símtöl fara ekki í gegn...
svo að ég var að spá að kannski mun hann virka þegar ég fer með hann til íslands???
veit ekki..
þetta er samt stolinn sími sem einhver annar á/átti...
vil helst bara skila honum...

var svo eitthvað furðuleg einnig á föstudaginn, auk þess að vera þunglynd yfir motorola V3x símanm mínum sem virkaði ekki... fékk í magann og stundi...

var að passa fyrir Ed og Nat á föstudagskvöldið, var vel undirbúin fyrir LANGT kvöld enda djamma þau lengi, alveg til lokunnar. ég sá smá gróðarvon í því líka til ða vinna upp fjárhagstjónið af símadæminu.
en sá draumur var úti þegar Ed skreið inn um dyrnar kl 12 og þá höfðu þau rifist all svakalega og hun stungið af.
smá erfitt andrúmsloft enda Ed hálf eyðilagður..
veit ekki um hvað riflildið snérist.

á laugardaginn var ég að passa... Molly.
Rory í puerto rico ennþá og Mary Ellen þjónusta við messu ásamt Eddie og Maddie með playdate.
ég og molly fórum því í langan göngutúr..

fór svo til london seinnipartinn á The warwick. Þar ætluðu íslendingar að hittast og horfa á eurovision.
Fór ekki með neinum, þvílík hetja ég..
ákvað bara að kynnast einhvejrum ef ég þekkti ekki einhverja þarna.
kynntist semsagt alveg HELLING af fólki þangað til að ég þekkti einhverja sem komu þegar langt var liðið á keppnina.
drakk svo líka 2 of mikið að mojito en það er önnur saga :D

ég var búin að redda mér gistingu hjá Ritu í Surbiton því að þangað er hægt að taka næturstrætó... því miður ganga engir næturstrætóar heim svo að ef ég ætla aðdjamma í london verður mar að redda sér.
eftir mjöööög misheppnaða tilraun til þess að fara á annan skemmtistað einhversstaðar úti í rassgati ásamt einhverjum íslendingum fengum við okkur ógeðslega sveittan kebab og fundum strætóskýli til að biða eftir strætó alveg heillengi til þess að flytja okkur á Trafalgar Square þar sem við ætluðum ða taka N77 alla leið til Surbiton.
sá strætó sem við biðum heillengi eftir fyrst... BRUNAÐI FRAMHJÁ okkur..
ég veit ekki hvernig hann sá ekki heilar 6 manneskjur í strætóskýli þessi sjónlausi driver.
í stað þess að bíða rúman halftíma eftir NÆSTA strætó tókum við því leigara niður á Trafalgar Square þar sem við biðum í örugglega 40 mínútur eftir N77 þar sem að það vantaði einn á milli tíma... oh well...
við vorum samt alveg að frjósa... (ég, Rita og Þórey, vinkona Ritu sem var í helgarheimsókn)
loksins kemur N77 strætóinn....
í honum hristumst við í einhvern tíma þangað til að hann sagði hingað og ekki lengra og henti okkur út...
WHAT THE?
þar þurftum við að bíða í ófáar mínútur eftir öðrum N77 sem átti að keyra lengri leið...
þessi heimferð tók okkur 3 tíma!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
við hefðum allt eins getað flogið til íslands!
NB... þessi ferð hefði átt að taka um klst.

svaf vel í rúminu hennar Ritu og var svo komin heim í rúmið mitt seinnipartinn í dag....

Svo haldiði ekki bara að Ed hafi hringt í mig...
mjöööööög aumur......
hann og Nat að skilja og hann skilur hvorki upp né niður í neinu greyið.
veit ekki alveg af hverju hann hringdi í mig, en það er mjög oft gott að tala við einhverja utanaðkomandi um persónuleg mál eins og Árún benti mér á.
svona samtöl taka vel á og var ég í smá sjokki eftir þetta...
mikið rosalega hlýtur þetta að vera erfitt eftir 11 ára hjónaband og 2 börn og hafa ekki séð hvað var að gerast.
en auðvitað verður hann að reyna að skilja hana, því að hún er líklegast ekki að skálda upp óánægju sína...

allavegana...
þetta var smá langt blogg og þungt...
set inn myndir frá helginni á morgun eða í kvöld


xxx
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig