sunnudagur, 7. maí 2006

harðsperrur?

... hafiði pælt í þessu orði?!!!!!
eru sperrur ekki bara í húsum?
jæja, skrítið orð finnst ykkur ekki??

helgin er búin.. skemmtileg helgi verð ég að segja

Ellý kom og kíkti á mig yfir helgina, enda Björgvin (já og hann á afmæli á morgun) á fullu ða læra undir próf í skólanum og Ellý vill nú ekki mikið vera að trufla hann... hvað er þá betra en að koma til mín??

hún kom seinnipartinn á föstudeginum og sótti ég hana á lestarstöðina í Virginia Water.
við. Svo leið tíminn alveg frekar hratt og fórum við á leiðinni heim í Waitrose að kaupa okkur bjór, lambrusco og hvítvín. Við keyptum okkur líkur pizzu á dominos þarna hliðina á í leiðinni.
fórum svo heim, byrjuðum að drekka og borðuðum pizzuna...
svo var stefnan sett á djammið og var komnar á Slugs and lettuce kl 9.
við vorum mættar þar stundvíslega og hittum á Ed og Natachiu, parið sem við hittum í vikunni áður. Nína var á leiðinni og Rasa (önnur au pair hérna ) líka

Nína kom svo í gellugallanum og við fórum að reyna ða drekka eitthvað.
tókum svo taxa á Abaya, klúbbinn hjá lestarstöðinni og þar reyndum við Ellý að verða fullar en það var ógeeeeðslega dýrt að kaupa vín þarna... 2falt verð á mörgu þessu sem við drekkum vanalega og því urðum við svoldar sparsamar þegar kom í að kaupa vín á barnum
reyndum að dansa eitthvað, en stundum tekst manni bara engan veginn að komast í stuð :/ við vorum samt sammála um það ég og ellý að tónlistin væri einfaldlega ekki að okkar skapi..

ógeðslegir gamlir menn voru líka á djamminu og fengu okkur til að fá gæsahúð af hryllingi!!!
strákar... þegar þið eruð orðnir visst gamlir... vinsamlegast : stay away from the nightclubs!

eftir smá leit að Nínu inni á Abaya og ekki fannst tangur né tetur af henni.. hún var í miklu dansstuði nefnilega.
við tókum því leigubíl heim

þegar heim var komið varð ellý að fá sér mjólk og vöktum við því Molly sem sefur í eldhúsinu..
allt i einu fer ég að heyra væl og grátur sem kom úr herberginu hennar Madeleine. mundi ég þá eftir að Jade, 6 ára vinkona hennar var að gista og er þetta í fyrsta sinn sem maddie er með sleepover og Jade hafði aldrei áður gist ein hja´vinkonu sinni.
Grey stelpan var hálf sofandi og rugluð og vildi mömmu sína. alveg að farast úr heimþrá...
tókst nú að róa hana og sat hjá henni langa lengi þangað til hún sofnaði, hún var alltaf að kíkja á mig eða taka í höndina á mér, litla greyið.
fór svo inná skrifstofu að skrifa miða fyrir Mary Ellen um ða Jade hefði vaknað, þegar ég heyri að hún er vöknuð grátandi aftur og við tók aftur seta á gólfinu hliðina á henni með tilheyrandi náladofa.

jæja... ég sagði henni að ég ætlaði upp að bursta tennurnar og fara í náttfötin sjálf og svo skyldi ég kíkja á hana aftur, en hún skildi reyna að sofna. eftir ekkert svo langan tíma fór hún að hágráta og ætlaði ekkert að hætta...
þá fór ég niður ENN einu sinni og þa runnu niður andlitið tárin á stelpunni... held að hún hafi fengið sinadrátt eða eitthvað, henni var svo illt aftan í kálfanum.
Eftir þetta allt þá róaðist hún og svaf alla nóttina.

ég og Ellý fengum samt ekki að sofa mikið. Við töluðum alveg að ganga í 5 og vorum vaknaðar kl 10. fyrir utan Ellý, hún var vakandi alveg frá 6 - 8 um morguninn líka vegna brjóstsviða... ég sem betur fer svaf bara.
við fórum svo að versla í kingston, Ellý að kaupa afmælisgjöf fyrir Björgvin og föt á splunkunýja barnið sem var ða bætast í fjölskylduna hennar, fæddist á föstudaginn!

kl 14.20 áttum við pantaðan völl í skvass í David Lloyds og smyglaði ég Ellý frítt þar inn.. ég fékk nebbla bráðabirgðakort í stöðina meðan ég var ða bíða eftir plastkortinu og þetta bráðabirgða er ennþá í gildi og notaði hún það bara...
við erum engir ókríndir meistara í skvass skal ég segja ykkur.. :D hmm... enda kom kona endanum og spurði okkur hvort við kynnum skvass! :D við auðvitað neituðum því...
hún benti okkur á því ða það er mun skemmtilegra í Racketball... svipað skvass nema styttri spaði og meira hringlaga, og boltinn skoppar meira.
við vorum þarna í klst og alveg búnar eftir það!

í gærkvöldi var það ofurkósí kvöld.
fórum á indverskan stað og fengum okkur að borða, fórum svo og keyptum byrgðir af nammi og sticky-toffee-pudding, fórum í blockbusters og leigðum myndina the constant gardener
v
orum ansi sybbnar og vorum báðar sofnaðar um 1.
sváfum svo alveg til 11 eða svo...
í dag komu í ljós hræðilegar HARÐSPERRUR!!! (já, þessvegna heitir posturinn þetta:) )
við steingleymdum að teygja á.. :S ekki góð hugmynd..
höfum við því labbað um ansi furðulega í dag!!
fórum aftur í Racketball í dag og erum ekkert verri en í gær... það er þó plús.. harðsperrurnar lögðuðust samt ekki og labba ég því ennþá ansi furðulega!!

... góð helgi!! :D


SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig