föstudagur, 5. maí 2006

ég kem mér ekkert undan þessu held ég...

já... ég er með heila viku sem ég þarf að skrifa um!!

Ég fór semsagt til Oxford í síðustu viku þar sem ég gerðist konungleg! ... kórónan var í hreinsun ;)

kom á föstudeginum og var ég bara að heimsækja Ellý.. enda voru strákarnir alveg á kafi í prófalestri fyrir flugið... á föstudeginum fórum við því í bíó. Ætluðum að sjá 16 blocks með Bruce Willis og fá okkur að borða á veitingastað í bíóinu fyrst.
NEI... þar var hálftíma til 40 mín bið og hefðum við því misst af myndinni.
þá fórum við bara á aðra mynd sem byrjaði fyrr eða American Dreamz... þvílík endalausa steypa. mæli ekki með henni.
Eftir bíóið gerðumst við svo skemmtilegustu viðskiptavinir kvöldsins á veitingastaðnum því að við fórum á hann eftir myndina eða kl 10 mín í 11... og hann lokaði kl 11. já! þeim var sko nær !! :)
horfðum svo aðeins á imbann og fórum að sofa... Ragna á gólfinu inni hjá Björgvini og Ellý því hún neitaði að sofa á neðri hæðinni vegna pödduhræðslu og orðin PADD PADD voru óspart notuð. þetta padd padd tal fór eitthvað illa í mig og svaf ég með sængina vafða utan um mig og var að deyja úr hita... svo líka gat ég ekkert sofnað þvi mér fannst allsstaðar vera pöddur að skríða á mér! :/

á laugardaginn vöknuðum við snemma rétt fyrir hádegi og fórum með strákunum á jolly Boatman út að borða, en þeir voru að fara upp í skólann að læra.
við á annað borð vorum sko ekkert að fara að læra!!! við vorum að fara til Bicester (sagt BISTER)
en þar er risa outlet markaður... eiginlega outlethverfi... Disel buxur á 50-95 pund og pumaskór á hlægilegu verði... ég verð að fara þangað aftur einhverntíman:p fórum svo inní oxford seinnipartinn og fengum okkur Krispy Kreme .. nammmm

fórum út að borða niðrí oxford með strákunum, róberti og Pálma og fengum seint borð.
ég gisti svo aftur í oxford laugardagsnóttina og var PADD PADD hræðslan aðeins betri...
sunnudagur einkenndist af LETI... og LETI ogLETI! hólímólí... ég og Ellý dóum næstum því úr leti!!
við vorum svo latar að við gátum ekki staðið upp... en nenntum ekki að liggja. Hvað gerir mar þá???

á mánudaginn var frí í englandi eins og íslandi og fórum ég og nína á smá Skrall á sunnudeginum... átti nú ekki von á að þetta yrði eitthvað skemmtilegt þar sem nína var að fara á date en félagar stráksins voru þarna líka svo að ég sat ekki og horfði upp í loft... endaði ansi drukkin og svaf alveg til hálf eitt á mánudeginum...
















hef því verið ansi sybbin á morgnana þessa vikuna (Eddie var líka veikur alla vikuna og ég búin að vera heima með honum) en allt fór nú að líta betur út á fimmtudaginn því að þetta líka ROSALEGA góða veður var þegar ég vaknaði um morguninn.. fyrir hádegi var kominn 20 stiga hiti og seinni partinn var veðrið ekkert að versna heldur var heitara og heitara...
ég nýtti mér sundlaugina í sólinni og nína kíkti með... fékk för og lit... liturinn samt er frekar rauður ennþá, og neita að ég hafi brunnið!! :D

í dag er veðrið líka gott en smá ský á himninum. ætla að skella mér í laugina seinnipartinn þegar ég er búin að strauja, út að labba með molly, ryksuga, fara með gler í endurvinnsluna og plastpoka í endurvinnslu... jáh! mikið að gera hjá Rögnu au-pair :p
Ellý kemur á eftir og ætlum að fara á smá skrall í kvöld með Nínu og Rösu (hún er au pair hér) ásamt einhverjum englendingum...
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig