sunnudagur, 23. apríl 2006

á sunnudögum...

í englandi er EKKERT hægt að gera.. því ða hér lokar allt kl 4... hvað er nú málið með það?
einu dagarnir sem ég vil fara út í búð kl 11 að kvöldi til er á sunnudögum því að þá dettur manni alltaf eitthvað fáránlegt því að maður er ekki tilbúinn að fara sofa eftir að hafa sofið út lau og sunnudagsmorguninn og það er sjaldnast neitt plan á sunnudagskvöldum anyway...

en já, ég á alltaf eftir að blogga um síðustu kvöldmáltíðina.
Hún var haldin í heimahúsi í þetta sinn.
Árún, Palli og litla Thea Mist buðu mér í kvöldmat fyrir að syngja í skírninni :D já ég er ekki dýr söngkona ... en það er heldur ekki sama hver eeer.
maturinn var sko ekki af verri endanum!!!
enda var það
humar með rjóma-hvítlaukssósu í forrétt
rósmarínmarineruð nautalund með chillikartöflubátum og rauðvínssósu
og í eftirrétt var ís ársins með páskaeggi :D
nnnaaammmm

ég er eila enn að smjatta...
þið megið bjóða mér anytime!

sniðug árún að finna þér mann sem kann að elda svona vel :D
ástæðan fyrir því að ég er ekki komin með mann er að ég er að læra af vinkonum mínum :D hvað ég vil og vill ekki !! :) híhí

minn maður má alveg kunna að elda, þó svo að ég geti það nú alveg líka...

Fór til London í fyrrafallinu á föstudaginn... þar hitti ég Ellý og við löbbuðum um London eins og heimsborgarar!! :D hittum svo Þóru á Garfunkel's við oxford circus og átum þar mat og eftirrétt að stakri snilld. mmm
okkur datt svo sú snilldar hugmynd að fara í bíó! jáh, ekkert svo galin hugmynd.
Við hættum samt við því að það kostaði rúmlega 12 pund að fara í bíó á leicester square þar sem við vorum. Reyndar örugglega dýrustu bíó í lonon þarna, en no way að ég borgi rúman 1700 kall til að horfa á bíómynd:/
Röltum því niðrá Covent garden, löbbuðum smá meir og enduðum inná bar og skutluðum í okkur kokteilum.
þaðan var tölt á leicester square og tókum þaðan tube-ið til waterloo og þar kvaddi Þóra okkur. Mikið gaman var að hitta hana!! :D takk fyrir daginn Þóra :*
Ellý tók lestina með mér heim og við gistum hér í gestaherberginu. familían alveg gúddí með það að hún kæmi, algert yndi hún Mary Ellen.
við vöknuðum svo eldsnemma rétt fyrir hádegi og þvílíka blíðan sem beið okkar úti!!! um 17 stiga hita og sól. loksins var ða koma sumar. við klæddum okkur því og fórum til kingston í smá window-shopping og þaðan í Hampton Court hallargarðinn í picnic með salat og jarðarber og lágum þar og sóluðum okkur í smá stund.
Ellý kvaddi svo seinnipartinn og Nína kom í súkkulaði-hvítvín-stelpumynd hingað þar sem ég var að passa eins og alla laugardaga.
...
semsagt
fín helgi!! :D


á morgun ætla ég að reyna að skrapa saman pening til að kaupa mér kort í ræktinni...
vill einhver gefa mér pening??
þarf bara 88 pund fyrir 1 mánuð!
en verð að skuldbinda mig í 3 mánuði, passar ágætlega samt þar að aðeins 3 manuðir eru eftir af dvöl minni hér...

langar einhverjum að taka við af mér sem au pair hérna í september?? anyone?
get sko alveg mælt með þessari familíu, fínt kaup, lítil vinna og allt frábært!
hafiði bara samband á ragnab@gmail.com eða hringiði í númerið hér til hægri.

Ég er búin að vera að safna upp myndum sem ég á eftir að setja á netið. þar má nefna þegar jói frændi kom til mín hingað til UK og íslandsför mín um páskana, hana hyggst ég setja bara alla í eina möppu!!

that's all folks!
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig