fimmtudagur, 18. ágúst 2005

hvur fjandinn

hvað varð um sumarið?
er farin að kveðja fólk alveg hægri og vinstri.. sit núna uppi með heimboð til danmerkur, svíþjóðar, þýskalands, finnlands og noregs! hehe. þarf að skreppa í heimsókn til þeirra allra sem fyrst :D

er komin með vinnu í bænum þangað til að ég fer en það er á hjúkrunarheimili í Garðabæ.
Hlakka svolítið til sko... alltaf gaman að breyta til.
ég hætti semsagt á Brekkunni 31. og byrja í nýju vinnunni þann 1. sept.
Stefnan er svo að flytja út 19. okt.
ég þarf samt að gera svo margt áður ! það er alveg rosalegt.
mér finnst ég þurfi að kveðja allt og alla og gera margt af mér sem ég hef verið að fresta aðeins of lengi :D
kveðjupartýið samt eiginlega sett á 15. október! takið hann frá!

lítið að frétta samt

Er að spila með nýju hljómsveitinni ( össa, gauja og fúsa) í brúðkaupsveislu á akranesi á laugardaginn... ef tími gefst til þá ætla ég að reyna að kíkja aðeins í bæinn á menningarnóttina en græt það samt ekkert þó svo að ég missi af henni... þetta er hvort sem er bara að labba upp og niður laugarveginn og komast hvergi inn þar sem að það er allt svo troðið.
Hanna á Celtic hringdi samt í mig í dag og bauð mér og fúsa að spila um helgina.. reyndar aaaaaðeins upptekin bæði 2 en það hefði samt verið soldið gaman að spila á menningarnótt! þó að maður væri alveg til í að vera líka með hinu liðinu að djamma.

en nóg í bili
við heyrumst
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig