sunnudagur, 15. september 2019

Tómatasúpa


Haustið er komið og þá er svo gott að fá sér heita súpu með góðu brauði. Hér er uppskrift að ódýrri og einfaldri tómatasúpu sem tekur stuttan tíma að gera. 

Uppskrift
Fyrir 4-5
10 stk tómatar
2 hvítlauksrif
1 1/2 laukur
1 tsk oregano
ólífuolía
1 kjötkrafts/grænmetiskrafts-teningur
400 ml tómatapassata / fersk tómatsósa
400 ml vatn
salt og pipar
lófafylli af basil
1 tsk pestó (má sleppa)

Aðferð
-Skerið tómatana í tvenn, raðið á ofnplötu með skurðinn upp, hellið ólífuolíu jafnt yfir tómatana, saltið og piprið.
-Skerið hvítlauksgeirana þvert langsum og leggið á milli tómatana
-Bakið í ofni í 20 mín á 230°C
-Á meðan tómatarnir eru inní ofni steikiði við vægan hita laukinn sem þið eruð búin að saxa gróflega niður uppúr 1 msk af olíu
-Bætið tómötum útí pottinn (ef hvítlauksgeirarnir eru mjög brúnir þá sleppi ég þeim) með lauknum auk þess að setja vatn, tómatpassata, 1 tsk oregano, 1 kraft-teningi, ca 10 blöðum af basil (söxuðum fínt) og sjóðið saman við vægan hita í 10 mín. Saltið og piprið eftir því sem ykkur finnst.
-Mixið súpuna saman með töfrasprota eða með blender (ath að fara verlega með heita súpu í blender)
-Saxið nokkur blöð af basil í strimla og setjið útí súpuna rétt áður en hún er borin á borð.

Bragðast vel með nýbökuðu brauði eða grillaðri ostasamloku.


Áður en tómatarnir fara inní ofn 

Laukurinn steiktur við vægan hita á meðan tómatarnir bakast í ofninum 


Tómatarnir komnir úr ofninum 

Allt hráefnið komið í pottinn 

Búið að mixa súpuna með töfrasprota 



Enjoy
xxx


SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig