Safaríkir og bragðgóðir kjúklingabitar
Ótrúlega einfaldir en setja smá öðruvísi tón á venjulegu krydduðu kjúklingabitana sem maður er vanur að elda heima.
Einföld, hrein hráefni |
Ekki fleiri innihaldsefni en þetta |
Öllu blandað saman og kjúklingabitum velt uppúr leginum |
Kjúklingabitum raðað á grind með einhverju undir til þess að grípa safa og fitu og restinni af marineringunni dreift yfir bitana |
Kjúklingabitnarnir að krauma í ofninum |
Tilbúið! |
Uppskrift
8-12 kjúklingabitar að eigin vali
1 msk rifinn sítrónubörkur (ca af einni sítrónu)
2 rifin hvítlauksrif
1 msk saxaðar ferskar kryddjurtir - rósmarín og timian var fyrir valinu hér
(það er einnig hægt að nota 1 tsk af þurrkuðum)
1 tsk saltflögur
1 tsk nýmalaður pipar
3 msk góð ólífuolía
safi úr einni sítrónu
8-12 kjúklingabitar (leggir, læri, vængir)
Aðferð
-Öllu sem þarf í marineringuna blandað saman. Salt, pipar, kryddjurtum, hvítlaukur, sítrónubörkur, ólífuolía, sítrónusafi
-Helt yfir kjúklingabitana og þeim velt um í marineringunni þar til þeir eru allir vel þakktir henni og látið standa á borði í 30 mín hið minnsta (eða allt að 12 klst í ískáp)
-Kjúklingabitunum raðað á grind sem er fyrir ofan ofnskúffu (svo bitarnir liggi ekki í safanum og safanum er safnað í ofnskúffuna fyrir neðan), restin af marineringunni úr skálinni er sett yfir bitana og svo eru þeir eldaðir í ofni á 190°C í 45 mínútur (yfir- og undirhita)
Bar kjúklingabitana hér fram með stökkum ofnbökuðum kartöflum (linkur neðar) og ofnbökuðu brokkolíi |
Annað:
-Ég bar þetta fram með ofnbökuðum stökkum kartöflum, ofnbökuðu brokkolí, olífuolíu og kaldri hvítlaukssósu
-þessa kjúklingabita er gott að grilla og sniðugt að eiga tilbúna í frysti til þess að taka með í útileguna. Setur þá frosna í kæliboxið og þeir halda kæliboxinu köldu á meðan þeir þiðna. Munið bara að það er mikilvægt að snúa svona bitum oft á grilli svo þeir brenni ekki áður en þeir eru tilbúnir.
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)