Gómsætt, ferskt, einfalt.
Slær alltaf í gegn í boðum að bjóða upp á ferkst guacamole
Ég verð að viðurkenna að koma Costco og að geta keypt hágæða avocado hefur breytt því hve oft og hve oft ég versla mér avocaado. Costco avocado eru avocado sem endast uppá borði í 2-3 vikur og inn í ískáp í meira en mánuð, ekki upp full af strengjum eða fara úr því að vera grjóthörð og óæt í leðju á 2 dögum uppá borði.
Hér er uppskrift af guacamole sem ég geri reglulega.
Uppskrift:
4 þroskuð og mjúk avocado
1 tsk saltflögur
safi úr 1 lime
2 msk mjög fínt saxaður laukur (helst rauðlaukur)
1 tsk mjög fínt saxaður hvítlaukur
2 tómatar saxaðir niður í litla bita
safi úr 1 lime
saxað kóríander eftir smekk
Aðferð
-Setjið avocado, limesafa og salt saman í skál. Notið mojitopinna, gaffal eða mortél til þess að stappa þetta saman. Reynið að halda góðum bitum eftir og gera þetta-Saxið niður laukinn, hvítlaukinn, tómatana og blandið varlega saman við.
-Bætið við söxuðum kóríander eftir smekk
-Setjið inní ískáp með filmu yfir þangað til þetta er borið fram(þannig að ekkert loft komist að svo þetta haldist grænt)
-Smakkið til og bætið við salti ef ykkur þykir vanta uppá
-Hægt að setja aukalega siracha sósu eða chiliduft.
-Hægt að bæta góðri ólífuolíu saman við.
Vil vekja athygli á að ég er oftast búin að fjalla um uppskriftirnar sem koma hingað inn á instastory á instagraminu mínu
Endilega fylgið mér þar ef þið viljið sjá hvað er væntanlegt á Ragna.is ;)
enjoy
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)