þriðjudagur, 14. október 2014

Sinnepskjúklingur með rósmarín og hvítlauk


Ég get ekki sagt að ég sé matvönd... ég borða svona flest allt nema ég á afskaplega erfitt með að borða paprikur og bleikan fisk. Paprikan er þó skömminni skárri og ég borða hana ef hún er í réttum. . . Ég kýs hins vegar oft að reyna að sleppa henni í minni matseld. 
Eitt bragð sem ég hef upp á síðkastið verið að meta betur og betur er sinnepsbragð. 
Hef að vísu alltaf fundist brúna SS sinnepið gott og gult sætt sinnep verið allt í lagi. 
Eftir að ég uppgötvaði hvað dijon sinnep er gott hef ég verið að prufa ýmsar gerðir og lauma því orðið í ótrúlegustu rétti. 

Um daginn var á vegi mínum sætt dijon sinnep (hunangsdijon) sem ég setti á kjúklingabringur.
Ó my hvað það er gott saman með smá rósmarín og hvítlauk. Hef hingað til frekast átt til að setja dijon sinnep á svínakjöt eða lambakjöt en einhvernveginn látið það að mestu vera að setja dijon sinnep útí kjúklingarétti. 

Mér fannst tilvalið að nota sæta dijon sinnepið útá kjúkling til að yfirtaka ekki alveg hið milda bragð kjúklingsins og bætti svo rósmaríni og hvítlauk með. Þessi þrennar klikkar ekki, á hvað sem er.

Endilega prufið að setja dijonblönduna á lambakjöt! 

Hef núna gert þennan rétt nokkrum og verð því að deila honum með ykkur :) 
Það góða við þennan rétt er að hann er 
a) fljótlegur 
b) þarft ekki að eiga mikið til þess að setja hann saman

kryddlögurinn útbúinn
Litli aðstoðarkokkurinn lætur sig sjaldan vanta 

Fyrir ofn 

Eftir ofn 
Uppskrift 
fyrir 3 

3 kjúklingabringur 
3 msk sætt dijon sinnep - hunangsdijon (venjulegt dijon virkar einnig)
2 hvítlauksrif, saxað smátt, rifið eða pressað 
1/2 - 3/4 msk Seasoned salt (t.d. Heima, Lawry's, Season all)
1/4 msk þurrkað rósmarín eða 1 msk ferskt, saxað smátt
3 sneiðar beikon 


Aðferð: 
-Setjið saman í skál dijon sinnep og krydd
-Smyrjið ríkulega yfir kjúklingabringurnar allan hringinn
-Vefjið beikoni utanum eða leggið yfir bringurnar
-Eldið í ofni á 190°C í um 30-35 mínútur (ath, fer mikið eftir stærð bringanna og hvort þær séu nýkomnar úr ískápnum eða ekki. Athugið þess vegna reglulega hvenær þær eru tilbúnar)


Tillaga að meðlæti
-Ofnbakaðar sætar kartöflur
-Soðnar gulrætur
-Salat
-CousCous 


Enjoy :) 

SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig