fimmtudagur, 18. apríl 2013

Súkkulaðibitakökur (Subway kökur)

Í síðustu viku bloggaði ég um Kókoskökur... Ég var eiginlega byrjuð að gera Súkkulaðibitakökur þegar ég fékk hugmyndina af Kókoskökunum og endaði því að gera hvorugtveggja.

(Ath að ég á lika uppskrift af stökkum Amerískum súkkulaðibitakökum hér)

Eins og með Kókoskökurnar, þá er þetta afskaplega fljótgerð uppskrift og að flestu leiti gerð eins og Kókoskökurnar

(ég nota sömu myndirnar hér og í Kókoskökunum... why? well... af því bara. Þetta er í raun of líkt að ég nennti ekki að mynda þetta tvisvar) :)

sykur og smjör þeytt saman

lítur þá svona út 

eggi bætt við og þeytt smá

blandan breytist þá svona og verður ljósari og léttari

þurrefnunum blandað saman við 

kökurnar nýkonar úr ofninum... alltaf er það einhver sem stelur ser bita? !  ;)



Uppskrift (gerir 20-22 kökur)
(1 bolli eru 2.5 dl)

115 gr smjör (við stofuhita) 
1 bolli sykur
1 bolli púðursykur
1 egg 
2 tsk vanilluextract (eða vanilludropar)
2 bollar hveiti
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
2 bollar súkkulaðibitar 

Aðferð
-Þeytið saman sykurinn og smjörið í handþeytara og bætið þarnæst eggjunum saman við einu og einu i einu auk vanilluextracts. 
-Setjið þurrefnin saman við, fyrir utan súkkulaðið og blandið vel saman. Hægt er að gera þetta í handþeytaranum eða með sleif. 
-Blandið súkkulaðinu saman við með sleif.
-Rúllið deiginu með höndunum og mótið kúlur á stærð við golfkúlur og raðið 12 saman á plötu, sem er ósmurð og ekki með neinum smjörpappír (ekki fríka út, þær festast ekki við). 
-Bakið við 180°C í 10-12 mín eða þar til þær eru búnar að fletjast vel út og orðnar brúnar í könntunum. 
-Látið kólna aðeins og borðið með ííískaldri mjólk. :) 

Punktar
-Bestu súkkulaðibitarnir fást í pokum í Kosti eða á Amerískum dögum í Hagkaup. Það er auðvitað hægt að nota suðusúkkulaði og brytja það gróflega niður
-Hægt er að bæta valhnetum útí
-Hægt er að bæta karamellukurlinu frá Nóa saman við 



SHARE:

8 ummæli

  1. Hæhæ,

    og takk kærlega fyrir þessa uppskrift :)
    Ég gerði þessa og núna efast ég um að ég megi baka nokkuð annað á mínu heimili haha dásamlegar kökur og alveg mjúkar í miðjuni, ég setti reyndar m&m sem súkkulaði bitana og það heppnaðist bara vel.
    Enn og aftur takk kærlega

    SvaraEyða
  2. Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus11:16 f.h.

    Get èg sleppt púdursykurinn?

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus6:04 e.h.

    frábærar kökur

    SvaraEyða
  5. Þessar kökur festast samt við, notið bökunarpappír, alltaf.
    :)

    SvaraEyða
  6. Nafnlaus3:26 e.h.

    Ég og fjölskyldan erum búin að gera þessa uppskrift mörgum sinnum og þær eru alltaf jafn góðar:) ;)🍪🍪🍪🍪🍪🤤🤤🤤

    SvaraEyða
  7. Glæsilegt uppskirft

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig