Aðal munurinn er að brownies eru litlir súkkulaðikökubitar sem eru örlítið seigir, rakir og með sterku súkkulaðibragði.
Það eru því ekki margir bitar sem hægt er að innbyrða áður en maður fær alveg nóg.
Þessi kaka blandar saman 2 guðdómlegum hlutum... Bakaðri ostaköku og mjúku brownie.
Uppskriftin kemur upprunanlega úr einni uppáhalds kökubókinni minni sem ég eignaðist síðastliðinn vetur og heitir hún Ready for Dessert eftir David Lebovitz.
ég er enn in love with Joseph Joseph vigtina |
smjör og súkkulaði... heavinly blanda |
mmmmm |
undarleg samsetning |
eins og listaverk |
gullinn draumur |
Svo er um að gera að skella sér með kökuna í pikknikk með góðum vinkonum |
Uppskrift:
85 gr smjör skorið í bita
115 gr suðusúkkulaði brotið í bita
130 gr sykur
2 egg
70 gr hveiti
8 gr dökkt kakó
1/8 tsk salt
1 tsk vanillu extract
80 gr suðusúkkulaði saxað gróft eða litlir bitar tilbúnir í poka
Ostakaka
225 gr rjómaostur
1 eggjarauða
75 gr sykur
1/8 tsk vanillu extract
Aðferð:
-Bræðið smjör og súkkulaði yfir vatnsbaði við vægan hita.
-Þegar blandan er öll bráðin, bætið restinni af þurrefnum + eggjum útí og hrærið saman.
-Setjið súkkulaðidropana eða bitana útí og blandið vel. Ath, hér er alveg ónauðsynlegt að nota eitthvað annað en sleif.
-Setjið deigið í smurt kassalaga form sem er 23 cm á breidd (eins og þið sjáið þá á ég ekki svoleiðis form en mitt dugar vel)
-Ostakaka: Þeytið saman með þeytara eða gefið ykkur ágætan tíma til að gera þetta í höndunum með písk, rjómaost, eggjarauðu, sykur og vanillu extract þar til blandan er slétt og vel blönduð saman.
-Dreifið blöndunni yfir í 8 eða fleiri "slettum" og blandið slettunum svo létt saman við súkkulaði deigið.
Bakist í miðjum ofni á 175°C þar til að kakan hefur stífnað aðeins í miðjunni eða í um 35-40 mínútur.
Ath ekki reyna að taka hana úr forminu fyrr en hún er alveg kólnuð
Enjoy !
mikið eru þetta fagrar vinkonur sem þú átt ;) OG kakan var geggjuð takk fyrir mig :)
SvaraEyðakv
B.....
Gasalega lekkerar fyrirsætur þarna!
SvaraEyðaOg jööööömmí kaka :)
-E