sunnudagur, 18. september 2011

Gulrótarsúpa með kókosmjólk og karrí

Góð og meinholl haust/vetrarsúpa 


saxið niður hvílauk, lauk og engifer 

steikið við vægan hita í 3-5 mínútur, ath á ekki að brúnast 

bætið gulrótum útí 

kjúklingasoð 

Soðið uppá 

búið til purée 

kókosmjólk og sítrónusafa bætt útí, saltað og piprað

borðað með heimagerðu naan brauði og kóríander stráð yfir

Uppskrift: 
(fyrir 4-5) 

1 laukur (frekar stór)
1 hvítlauksgeiri
1 msk rifinn eða saxaður engifer
3 msk matarolía
1/2-1 tsk karrí 
600 gr gulrætur skornar í skífur
1 L Kjúklingasoð (úr fernu eða farið eftir leiðbeiningum sem fylgja teningunum í kössunum)
2 msk sítrónusafi (ferskur)
1 dós kókosmjólk
salt og pipar eftir smekk

ferskt kóríander


Aðferð:
- Laukur, hvítlaukur og engifer steikt við vægan hita í 3-5 mínútur. Karríið látið útí og hitað vel (ég nota 1 msk).
- Gulrætur eru skornar niður og settar útí pottinn. (Ég skola þær aðeins en skef ekki utan af þeim... þetta eru einfaldlega OF margar gulrætur)
-Þegar gulræturnar eru vel soðnar og orðnar mjúkar (eftir um 15-20 mínútur) ausið þá súpunni í litlum skömmtum í blandara eða matvinnsluvél og maukið. Þegar allt er maukað setjið þá súpuna aftur í pottinn, sjóðið uppá og bætið við kókosmjólk, sítrónusafa og kryddið eftir smekk
-geymist í nokkra daga í ísskáp.

uppskrift af Naan brauði finnið þið hér á síðunni.

enjoy ! 

SHARE:

3 ummæli

  1. Nafnlaus7:01 e.h.

    Hún er rosa góð :) takk fyrir góða uppskrift kveðja Þurý

    SvaraEyða
  2. Fékk svona í gær hjá bóndanum..... bara gott :D og naan brauðið ómissandi með ;-)

    SvaraEyða
  3. Er þetta stór eða lítil dós kókosmjólk?

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig