þriðjudagur, 28. júní 2011

Rabbabari


Fékk sendingu frá Vík í dag... Fékk hankapoka fullan af rabbabara úr garðinum hjá mömmu og pabba og  gekk frá honum í kvöld.




Þið sem þekkið einhvern sem á rabbabara... núna er tíminn til að stela nokkrum leggjum, skera niður og frysta. Þið getið svo gert rabbabarasultu seinna þegar þið nennið eða bara gert hana núna og hér er uppskriftin. 

Ég nota hlutföllin:

1 kg rabbabari
800 gr sykur

Aðferð:
soðið saman út í hið óendanlega við lágan hita  þar til sultan er orðin rétt á litinn (dökk rauðbrún) og hefur þykknað mikið. Einhver kenndi mér þá reglu að sleifin á að geta staðið sjálf í pottinum. ( tekur um 3-5 tíma) 
mauka hana svo með töfrasprota til að ná henni mjúkri og án allra þráða.  
set í krukkur og borða með bestu list ofan á ristað brauð eða með lambasteikinni ! 


Ég á alltaf rabbabara í frystinum. Að vísu frýs rabbabarinn allur saman í einn klump en það þarf bara rétt að   berja pokanum í borð og hann brotnar auðveldlega í sundur. Rabbabarann nota ég svo til að gera sósur, súpur, kökur, sultur... hvenær sem er ! 


ég þori að veðja að munnvatnið fer á fullt þegar þið sjáið svona safaríkan og súran rabbabara :) 

SHARE:

1 ummæli

  1. Nafnlaus4:50 f.h.

    ég fjárfesti í rabbaraplöntu svo nú er garðurinn minn fullkominn.. Hann er reyndar algjört peð svo það verða engar sultur þetta árið...
    MMMmmm hlakka til að gera rabbarasultu og hafa loooksins kjötbollur með rabbarasultu :)Eins og danir eru framalega í sultugerð að þá hafa þeir ekki fattað rabbabarasultuna! en þeir gera rabbabaraís..
    Árún

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig