þriðjudagur, 19. mars 2019

Páskalegar bollakökur

Páskalegar bollakökur með litlum Cadbury eggjum 

Þessi litlu egg eru alveg ótrúlega góð og erfitt að halda sig frá því að borða þau öll áður en þau fara ofan á bollakökurnar en reynið að standast freistinguna :)
-Eða gera eins og ég, kaupa 3 poka til öryggis 

Fallegar, vorlegar bollakökur með appelsínubragði. Fallegar á borði og í veisluna og tekur stuttan tíma að útbúa. 


Uppskrift: 
gerir 12 bollakökur 

125 gr smjör
200 gr sykur
2 egg
1 tsk vanilludropar/extract
raspað hýði af 1 appelsínu
300 gr hveiti
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
125 ml mjólk

Glassúr
4 dl flórsykur 
appelsínusafi

Aðferð: 

-þeytið saman í hrærivél eða handþeytara smjör og sykur þar til það hefur lýst.
-Bætið við eggjum, einu og einu í einu og þeytið mjög vel á milli. Þeytið áfram í um 2 mín eftir að seinna eggið er komið útí.
-Bætið við appelsínuberkinum og vanilludropunum og blandið saman
-Setjið útí hveiti, lyftiduft, matarsóda og mjólk og hrærið saman þar til að þetta er orðið að samfelldu deigi. Ekki hræra lengur en mögulega þarf
-Setjið deigið í 12 bollakökuform í bollakökumóti (annars fletjast þær út í ofninum og ná ekki að lyfta sér svona hátt upp) 
-Bakist inní ofni við 180°c við 25 mínútur 
-Látið kólna
-Hrærið saman flórsykur og appelsínusafa. Erfitt að segja nákvæmlega hvaða magn af safanum þarf en reynið að miða við að hafa glassúrinn þykkan svo að eggin tolli ofaná og glassúrinn renni ekki allur af kökunum.
-Raðið Cadbury-eggjunum ofaná, látið glassúrinn harða aðeins og njóóóótið!

Fyllið formin næstum



látið kólna áður en glassúrinn er settur á 

seinna um daginn hurfu ansi mörg egg af bollakökunum... þessi liggur sterklega undir grun 😎
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig