þriðjudagur, 16. ágúst 2011

Rögnusnúðar


Já, ég ætla ekki að kalla þessa snúða neitt annað en Rögnusnúða. Þessi uppskrift og þessir snúðar hafa fylgt mér síðan ég fór fyrst að baka ein og upp á eigin spítur. Síðan þá hefur uppskriftin ekki breyst neitt svakalega en aðferðin hefur aðeins breyst.

Reyndar finnst mér eins og þetta sé "mín uppskrift" og líður aðeins og ég sé að ljóstra upp leyndarmáli !


úff púff, anda inn og út, hér kemur þetta! 

Mjúkir, bragðgóðir með miklu súkkulaði.. Bestu gersnúðar sem þið munið hafa smakkað ! 






Þurrefnum er blandað í skál. og ég bræði vanalega smjörið, set mjólkina útí og nota heitt vatn og bæti því saman við til þess að fá vökvann volgan. (Ef ykkur finnst þetta eitthvað flókið þá getið þið hitað vökvann í potti eða í örbylgjuofni þangað til að hann er volgur.  Setjið ofan í smjör, mjólkur og vatnsblönduna, egg og kardimommudropa. 



Blandið saman öllum vökvanum útí þurrefnin og hrærið saman með sleif þar til að þið náið þessu það vel saman að þið getið farið að hnoða þetta saman í höndunum

þessi mynd er á hvolfi... mér er alveg sama... en ykkur ? :) 

Hér er degið hnoðað saman og orðið slétt og fínt :) 


Setjið deigið í stóra skál (ég erfði hnoðskál frá mömmu í denn og nota hana alltaf þegar ég geri snúða)
og látið hefast í klst. Ég er yfir höfuð svakalega óþolinmóð og læt deigið yfirleitt standa í heitu vatni í vaskinum. 


Eftir klst er deigið orðið stórt og fluffy. Sláið það niður og fletjið út á borð. 
Ekki skipta deiginu niður 

Fletjið ALLT deigið út :) 
(já, ég segi þetta með ásakandi röddu, þetta er svo mikilvægt !)


takk :)

já og í guðana bænum setjið smá hveiti undir svo að deigið límist ekki við borðið :) 



Ofan á degið set ég bráðið smjör/smjörlíki
ofan á það set ég blöndu af púðursykri og sykri (50%/50%) með slatta af kanil. 
Því miður er engin uppskrift og svoldið eftir feel hvað maður setur mikið. 
ég myndi giska á að maður þurfi um 150 gr smjör (ekki innifalið í uppskriftinni hér neðar) og best er að dreifa því út með sleikju. 


Svo er bara að rúlla öllu deiginu upp í rúllu og skera niður í snúða. Hafið þá þykka eða um 3 cm.
Ef þið hafið tíma, látið snúðana lyfta sér aftur þarna í 30-60 mín, ef ekki, so be it :) og ég skil ykkur alveg að geta ekki beðið svo lengi, ég get það MJÖG sjaldan :) 



Bakið í ofni á blæstri (ef þið ætlið að láta allar plöturnar inn í einu) og alls alls ALLS ekki láta snúðana verða brúnni en þetta... Þeir eiga að verða djúsí inní. 





Uppskrift

1 kg hveiti
2 pakkar þurrger
2 tsk lyftiduft
120 gr sykur 

2.5 dl mjólk
200 gr smjör/smjörlíki
2 dl vatn 
1 stk egg 
2 tsk kardimommudropar 

Aðferð: 
-Öll þurrefnin sett í skál, vökvinn hitaður þar til volgur og smjörið/smjörlíkið bráið, hnoðað
-Látið hefa sig í klst, flatt út í ferning, bráðnu smjöri smurt yfir allt deigið og vel af púðursykurs, sykurs og kanilblöndu stráð jafnt yfir
-Deiginu rúllað upp, skorið í sneiðar og raðað á plötu og látið hefast í 30-60 mín
-Bakað við 180 í 15-20 mín eða þar til snúðarnir eru ljósbrúnir
-látnir kólna og sett óhemju mikið af súkkulaðikremi ofaná ! 

Krem:

500 gr flórsykur80 gr smjör brætt60 gr kakó1 tsk vanilludropar/extract1 stk egg2 msk kaffiheitt vatn ef það þarf að þynna kremið aðeins.

Aðferð:allt sett í skál og þeytt og þeytt og þeytt :) þar til blandað, flott og slétt en má ekki vera of þykkt, þá er erfitt að setja það á snúðana (psst, það er gott að hafa þá vel volga samt), það á samt svo sannarlega ekki að vera of þunnt heldur.


Enjoy my folks !!!

p.s. þetta er stór uppskrift... en snúðarnir eru líka stórir og svakalega mjúkir og bragðgóðir svo þið ættuð ekki að hafa of miklar áhyggjur af því aið eiga eftir að henda þeim :) 


Hér koma svo fleiri myndir af snúðum.
Þessir snúðar eru svona meira eins og ég geri þa vanalega. Flet deigið út í aðeins minni ferhyrning en ég geri hér fyrir ofan og fæ þá svona stóra og flotta snúða. 




og auðvitað vantaði nokkrar súkkulaði-snúðamyndir
svona eiga þeir að vera ... mmmmh ! 





Uppfært!
oft hentar ekki að gera marga snúða til að bjóða uppá.
Hægt er að gera snúning úr deiginu (hálfri uppskrift) og láta gestina skera sér passlega sneið. 
skemmtilegt og óvenjulegt 

Snúningurinn er gerður eins og pekanhnetusnúningurinn



SHARE:

15 ummæli

  1. Nafnlaus9:47 f.h.

    ok þú setur smjörkrem á snúðana það hef ég ekki prófað ... djúsí smúsí :) næsta tilraunaverkefni takk fyrir að deila þessari flottu uppskrift kv Perla

    SvaraEyða
  2. Neee, þetta er enú ekki smjörkrem eins og kremið sem maður setur á cupcakes. Þetta er meira eins og fluffý og bragðgott glassúr.

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus3:15 e.h.

    shit RAGNA, þú drepur mig...þetta er svooo girnóóó....hér með er ákveðið að baka þessa girnulegu snúða á sunnudaginn..mmmmm

    knús
    Lóló

    SvaraEyða
  4. Silja Hanna Guðmundsdóttir2:11 e.h.

    Vá hvað þetta er girnilegt!
    Ekki getur þú nokkuð komið með uppskriftina af þessu fluffý og bragðgóða glassúri sem að er á snúðunum?

    Með fyrirfram þökk
    Silja Hanna :)

    SvaraEyða
    Svör
    1. Nafnlaus8:43 e.h.

      Þetta er kremið af djöflatertunni :)

      Kv Ragna

      Eyða
  5. Silja Hanna Guðmundsdóttir7:20 e.h.

    Frábært, takk :)

    SvaraEyða
  6. Nafnlaus11:42 f.h.

    Má gera deigið að kvöldi til og baka snúðana svo um morguninn? :)

    SvaraEyða
    Svör
    1. Það er hægt já en þarf þá að geyma deigið í kæli eftir að þú hnoðar það og leyfa því svo að ná upp hita áður en þú notar það

      Eyða
  7. Nafnlaus11:44 f.h.

    Gleymdi að setja nafn...
    Þessir snúðar eru svo langbestir, hef fengið þá hjá Ásdísi Jónu!! Stefni á að baka þá í dag eða morgun, kv. Sigrún, vinkona Ásdísar.

    SvaraEyða
  8. Er einhvers staðar uppskrift að kreminu? Langar svo að prófa.

    SvaraEyða
    Svör
    1. Já :) lestu betur yfir uppskriftina. Það er linkur þar

      Eyða
  9. Takk fyrir frábæra uppskrift! Ofsalega mjúkir og fínir.
    Mæli alveg með því að hefa inn í ofni á svona 50 gráðum. Set vel rakt stykki yfir skálina og úða aðeins aukalega af vatni inn í hann. Geri það sama í annari hefun (já ég mæli alveg með því að sýna þolinmæði í gerbakstri, gerinn launar manni þolinmæðina ;) ) Notaði einnig pressuger í stað þurrgers, setti þá 20gr. Mæli 100% með því :)

    SvaraEyða
  10. viktor2:24 e.h.

    Sæl settist niður með tölvuna ætlaði að slappa aðeinst af nema hvað, rekst á þessa síðu, sé snúða uppskriftina ég neyðist til að prufa þessa, verð bara.

    SvaraEyða
  11. Nafnlaus2:05 e.h.

    Þessir snúðar eru bestir! Var með þá í afmæli fyrir ÁRI síðan og er búin að fá óskir um að hafa þá aftur núna, fólk man ennþá eftir þeim! Þú ert algjör snillingur ;)
    Kv. Helga Ýr

    SvaraEyða
  12. Nafnlaus3:54 e.h.

    Svakalega góðir. Bakaði þá í dag og var sko ekki svikin
    Kv Rakel

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig