sunnudagur, 17. júlí 2011

Súkkulaðikaka - djöflaterta - skúffukaka - muffins

Já, þetta er fjölhæf uppskrift.

Ég hef áður sett hana inn undir nafninu Rosalegar súkkulaðimuffins og einnig nota ég þessa uppskrift til að gera skúffuköku. Núna ætla ég að sýna ykkur hvernig ég geri súkkulaðiköku eða djöflatertu eins og margir kalla hana. Kakan er alveg rosalega mjúk og bragðgóð. mmmmm

Ég viðurkenni hér með að kakan er úr Kökubók Hagkaups og eru allar uppskriftirnar þar eftir Jóa Fel.
Þessa köku bakaði ég líka í tólf-földu magni á Halldórskaffi þegar ég sá um kökurnar þar.  Ef ykkur vantar eina góða kökubók þá mæli ég með henni, hún var meira að segja ein af mínu "fyrstu".



Kremið ólíkt mörgum kremum og kemst því næst sem ég hef áður prufað að ná "bakarískremi" án þess að nota ekta súkkulaði.


Uppskrift:

150 gr sykur
150 gr púðursykur
125 gr smjörlíki/smjör við stofuhita
2 egg
260 gr hveiti
1/2 tsk salt
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
40 gr kakó
2 dl mjólk 


Aðferð:
Þeytið smjör, sykur og púðursykur afskaplega vel saman, bætið við eggjum einu og einu í einu og þeytið þar til þetta er loftmikið og girnilegt :)
bætið svo restinni af innihaldinu útí soppuna, hrærið þar til blandað saman og setjið í það form sem hentar hverju sinni ... bakið í miðjum ofni á 180°C í ca 30 mín eða þar til tilbúin. Fer eftir þykkt kökunnar.

t.d.

2x8" tertuform og fáið flotta og háa súkkulaðiköku
2x9" tertuform og fáið "venjulega" súkkulaðiköku
gerið 1.5 uppskrift og gerið kökuna á 3 hæðum (það er mjög flott!)
setjið í skúffukökuform (1 uppskrift smellpassar í formin sem fást með plastlokunum sem smella ofaná).
gerið muffins (og setjið ef til vill súkkulaðibita útí)



Krem:

500 gr flórsykur
80 gr smjör brætt
60 gr kakó
1 tsk vanilludropar/extract
1 stk egg
2 msk kaffi
heitt vatn ef það þarf að þynna kremið aðeins.


Aðferð:
allt sett í skál og þeytt og þeytt og þeytt :) þar til blandað, flott og slétt en má ekki vera of þykkt, þá er erfitt að setja það á kökuna, það á samt svo sannarlega ekki að vera of þunnt heldur.
SHARE:

25 ummæli

  1. Asdis Elvarsd11:24 e.h.

    Rikka er greinilega ekkert að finna upp hjólið í bókinni sinni:)) 3x er þessi uppskrift í bókinni hennar..
    en ég prófaði um daginn... og þær klikkuð ekki:)

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus1:43 e.h.

    Girnilegt!! En á smjörið í kreminu að vera við stofuhita eða brætt?

    SvaraEyða
    Svör
    1. Nafnlaus3:48 e.h.

      Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

      Eyða
  3. Nafnlaus11:21 f.h.

    deili því með öðrum sem hafa kvittað hér
    elska þetta blogg, verst að þekkja þig ekki persónulega svo maður gæti nú droppað í kaffi eða matarboð hjá þér :)

    kær kveðja, Jóhanna

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus1:49 e.h.

    hver er munurinn á að nota smjör og smörlíki í hana?

    kv Sigrún Heiða
    Króknum :)

    SvaraEyða
    Svör
    1. Nafnlaus11:40 e.h.

      munurinn er sá sami og á mjólk og rjóma . Að nota smjör í kökur og tertur gerir þær fínni og betri á bragðið :)

      Eyða
  5. Nafnlaus9:27 e.h.

    Jamm jam, hún er rosalega góð :)

    kv Cora

    SvaraEyða
  6. Nafnlaus1:11 e.h.

    Tqakk fyrir þessa uppskrift ;) kv. Einar Örn

    SvaraEyða
  7. Nafnlaus11:05 f.h.

    Ætla klárlega að prófa !

    SvaraEyða
  8. Sara Margrét5:38 e.h.

    Æðislega góð kaka, til að gera hana mjólkurlausa og örugga fyrir ófrískar vinkonur mínar, notaði ég kókosolíu í staðin fyrir smjörið bæði í kökuna og kremið og möndlumjólk i staðin fyrir mjólkina. Sleppti egginu í kreminu og setti bara smá brætt súkkulaði í staðin.

    SvaraEyða
  9. Nafnlaus5:05 e.h.

    Ótrúlrega góð kaka ! Hentar vel við öll tækifæri :-) áttum því miður ekki púðursykur - en bættum við örlitlum vanillusykri í staðin og bættum við sykri ! þú ert meðetta ... !

    Þóra og Anna .

    SvaraEyða
  10. Stefanía5:51 e.h.

    mmmmmm var að gera þessa köku og gerði í leiðinni heitt súkkulaði til að fá með.

    þetta er alveg rosalega gott.

    SvaraEyða
  11. Nafnlaus5:50 e.h.

    Hæ :) Smjörid í botninum, á thad ad vera brætt eda mjúkt vid stofuhita?
    Kær kvedja Kolbrún

    SvaraEyða
    Svör
    1. Það stendur í uppskriftinni :)
      mjúkt/við stofuhita

      Eyða
  12. Nafnlaus11:40 e.h.

    Er tessi kaka 2fold, sem er á myndinni?

    SvaraEyða
    Svör
    1. Nei, hún er einföld, en hún er bökuð í 20cm formum.

      Eyða
  13. Nafnlaus10:13 e.h.

    er þetta hörð eða sterk kaka? svo að það sé hægt að setja sykurmassa á hana

    SvaraEyða
    Svör
    1. Hún er mjúk en heldur sér mjög vel. Hef gert sykurmassa á þessa köku og hún hentar afskaplega vel í það.

      Eyða
  14. Nafnlaus1:47 e.h.

    Er mjög slæmt að sleppa púðursykrinum?

    SvaraEyða
  15. á maður að setja tertuna í tvö form?

    SvaraEyða
    Svör
    1. Þú ræður alveg. Hún passar í 2 hringform eða 1 skúffukökuform

      Eyða
  16. Reni was easy to speak with and was extremely powerful at responded to emails and completing any paperwork required. mortgage calculator canada Alberta charges a land title transfer fee that's significantly small compared to land transfer taxes charged by almost every other provinces. mortgage payment calculator canada

    SvaraEyða
  17. Good post. I learn something totally new and challenging on blog IS stumbleupon everyday. It’s always helpful to read through articles from other authors and use a little something from their sites. Turkish visa from canada. You can check all visa requirements in Turkey via the Turkish e-visa website. Travelers entering Turkey are required to apply for an e-visa. The process is very simple, all you have to do is fill our online application form.

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig