þriðjudagur, 30. desember 2008

kaupið ykkur Apple Care...

úff... sérstaklega ef þið hafið keypt apple dótið ykkar annarsstaðar en á Íslandi.

ég keypti mína tölvu fyrir tæpum 3 árum í USA, stuttu eftir að fyrstu macbook tölvurnar komu. 

núna þegar harði diskurinn hrundi ( og gerði það með látum og engu er hægt að bjarga ) fékk ég flýtimeðferðina á viðgerðinni, ísetningu á stærri disknum sem ég keypti, uppsetningu á nýjasta stýrikerfinu, nýjan topp (allt takkaborðið) og tölvan fínni sem aldrei fyrr .... FRÍTT ! svo fæ ég 80 GB disk þegar hann kemur til landsins, skv uppástungu Björgvins ætla ég að setja hann í flakkarabox og taka afrit... þið getið ekki trúað hvað það er leiðinlegt að tapa yfir 10 þúsund myndum og tvemur og hálfu ári af háskólanámi með því að harði diskurinn gefi svona gjörsamlega upp öndina. 

sem-betur-fer er mikið af myndum á netinu... alls ekki allar (iphoto var með rúmlega 10.000 myndir !) en ég á þó eitthvað af myndum frá síðustu 3 árum fyrst að þær eru einhverjar á netinu. Er bara fegin að þetta voru ekki myndir af barninu mínu eða einhverju álíka. 

ég á líka allar glósur útprentaðar frá hverri prófatörn og ég er þakklát fyrir það. Hefði auðvitað viljað hafa þær, og öll verkefni og ritgerðir hjá mér í tölvunni, en þetta er ekki að eilífu glatað. Nema ef húsið myndi skyndilega brenna til grunna. 

Ég á semsagt svo gott sem nýja tölvu. Nýtt stýrikerfi sem ég er að læra á og er núna á fullu að setja upp öll forritin sem mig vantar. úff.. ég þurfti að finna mynd af mér af netinu til þess að save-a í tölvuna til að setja sem display mynd á msn... glatað. 

er búin að vera þvílíkt down yfir þessum gagnamissi og það sem er súrast við þetta allt að ég var búin að ákveða að stækka harða diskinn þegar ég fengi NÁMSLÁNIN og búin að ræða það við nokkra. þá ætti ég backup einhversstaðar og ég hefði aldrei orðið var við að 80 GB greyið myndi deyja. 

þetta var pústblogg í boði Ragna.is
SHARE:

2 ummæli

  1. Nafnlaus7:11 e.h.

    úff frekar sárt að missa þetta allt en svona er þetta bara... ég ætla að læra af þinni óheppni og fara á mánudaginn beint að kaupa mér lítinn flakkara til að setja allt inn á... vonandi hrynur tölvan mín ekki á þeim tíma :)

    Hildur

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus8:29 e.h.

    úff...... ég er einmitt alltaf á leiðinni að kaupa mér flakkara.... er með allt mögulegt námsefni, lokaritgerðina mína úr skólanum, námsefni í vinnslu og ógeðslega mikla tónlist og myndir..... vonandi lifir tölvan mín þangað til ég er búin að ná að taka afrit;-) En mikið skil ég þig vel að vera sár yfir þessu.... þetta er ekki beint skemmtilegt að missa allt sitt:S Knús á þig og góða skemmtun annað kvöld;-)

    Kv
    Katrín

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig