fimmtudagur, 9. október 2014

Pítubrauð

Það tekur ekki langan tíma að gera pítubrauð. Það passar vel að henda því í skál þegar heim er komið eftir vinnu og svo kíkja á það aftur um 20 mín áður en maturinn á að fara á borðið. :) 

Fyrir utan hve æðislega gott að fá nýbakað pítubrauð þá er rosalega gaman þegar maður er með lítil börn að geta gert litlar pítur fyrir þau :)

Allt hráefnið

Aðstoðarkokkurinn raular orðið með mömmu sinni 

skipt í 8 kúlur 

Flatt út. Ath ekki hafa brauðin of stór.




Uppskrift: 
gerir um 8 pítur

500 gr hveiti
1,5 tsk salt
2 msk matarolía
1 poki þurrger
2 msk sykur
ca 250-300 ml volgt vatn

Aðferð
- Setjið hveiti, salt, matarolíu, þurrger, sykur og vatn saman í skál og hnoðið annað hvort í höndunum  á borði eða með hrærivél í 8 mínútur (hér má eiginlega ekki gefa afslátt á mínútum :) )
- Setjið deigið í skálinni á volgan stað (eða ofan í volgt vatn í eldhúsvaskinum) og breiðið viskastykki yfir. Látið hefast í 40-90 mín. (Fer eftir hve heitt er þar sem deigið hefast)
-Skiptið deiginu í 8 búta og gerið píturnar einar í einu með kökukefli og raðið 3-4 saman á pappírsklædda plötu og setjið inní ofn á.
-Verið búin að hita ofninn uppí 200°C og bakið píturnar á einni eða tveimur plötum (ef 2 plötur stillið þá á blástur) og bakið við 5-7 mínútur. Þær eiga að blása vel upp. Ef þær blása ekki vel út þá getur verið að ofninn sé ekki nógu heitur eða þið eruð með píturnar of stórar. Það er ágætt að miða við pítubrauðin sem fást í öllum helstu búðum.

Setjið það álegg sem ykkur lystir í pítuna ykkar

mmmmmmm

gjörið svo vel :)




SHARE:

2 ummæli

  1. Nafnlaus10:11 f.h.

    Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

    SvaraEyða
  2. hæ getur maður fryst þessi brauð? gert slatt og átt í frysti?

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig