fimmtudagur, 15. desember 2011

Jólaleikur

Þá er komið að jólaleiknum hérna á síðunni.







Til þess að taka þátt þurfið þið að svara spurningunni í kommenti: 


Hvað hefur þú í eftirrétt á aðfangadagskvöld. 


Reglur:

  • Þið þurfið ekki að hafa like-að síðuna á Facebook til þess að taka þátt
  • Aðeins eitt komment á mann
  • Ekkert rétt eða rangt svar 
  • Ekki er nauðsynlegt að þið útbúið eftirréttinn, svarið við: hvað eruð þið vön að hafa í eftirrétt nægir
  • Þann 23. desember mun ég velja eitt komment,  algerlega af handahófi héðan fyrir neðan (engin rétt eða röng svör). Eigandi þessa komments mun fá jólagjöf frá Ragna.is 
  • Munið að setja email með kommentinu svo ég geti haft samband við ykkur 










Endilega takið þátt, ekki vera feimin,  ég hef jafn gaman af þessu og þið :) 

SHARE:

77 ummæli

  1. Vön? Tja, það er reyndar afar misjafnt, en ætli ég hafi ekki oftast heimagerðan ís.
    harpenstein@gmail.com

    SvaraEyða
  2. ég er búin að gera toblerone ís sem verður borðaður með heitri marssósu :) lindamaggaj@gmail.com

    SvaraEyða
  3. Oftast er það heimagerður ís :)
    rosaomarsdottir@gmail.com

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus9:05 f.h.

    Ég er alin upp við að ís og blandaðir ávextir úr dós voru spari eftirréttur en í dag er þetta eiginlega þannig að mágkona mín og bróðir eru svo góðir kokkar að það er ekki pláss fyrir eftirrétt ;o)
    Kv. Solveig
    sollab@gmail.com

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus10:25 f.h.

    Tobleroneís :)
    Tinna...tinnai@hotmail.com

    SvaraEyða
  6. Þar sem að jólarjúpurnar eru bara einu sinni á ári þá borðum við eiginlega alltaf yfir okkur þannig að það eru allir hættir að spá í að hafa eftirrétt ;) Því er það oftast bara smákökur og heitt kakó eftir að pakkarnir eru opnaðir.

    Kv. Erla Þóra (erlathora@gmail.com)

    SvaraEyða
  7. Nafnlaus10:41 f.h.

    Það er pínu misjafnt hvað við höfum,
    ein alltaf eitthvað heimatilbúið frá grunni,
    stundum er sherryfromas ( með dass að sherrý ) :)
    eða heimalagaður ÍS,
    KV Jónína
    joninajoh@gmail.com

    SvaraEyða
  8. Nafnlaus11:04 f.h.

    Hér er alltaf tobleroneís með heitri íssósu, algjörlega ómissandi ;)
    kv. Sólborg
    solborghalla@gmail.com

    SvaraEyða
  9. Nafnlaus12:08 e.h.

    Ís með heitri mars-sósu og ferskum ávöxtum :) Einfalt, gott og virkar vel á börn sem fullorðna!

    kv, Berta Björk

    SvaraEyða
  10. Nafnlaus2:48 e.h.

    Frost og funi verður hjá okkur um jólin í eftirrét. Kallað á ensku "Baked Alaska". Þá er notaður einn botn fyrir rjómatertu, safinn af perum látinn bleyta botninn og perum raðað á botninn, síðan er vanillu ís skóflað ofan á þetta, ofan á ísinn er síðan settur nýþeyttur margens sem á að hylja allan ísinn. Þá er þessu skellt inn í ofn í smá tima þar til margensinn er aðeins farin að dökkna. Tekið út og sett strax á borðið. Spennandi, góður og skemmtilegur eftirrétur. Borðaður með þeyttum rjóma og góðri súkkulaðisósu.
    Netfang:
    illugaskotta@holmavik.is

    SvaraEyða
  11. Mér finnst nú skemmtilegast að lesa hvað "hinir" hafa í eftirrétt.

    Síðan ég fór að halda mín jól er hér alltaf ananasfrómas. Uppskriftina fékk ég upphaflega frá mömmu en síðan hef ég breytt henni aðeins og gert að minni eigin. Hún er jafngóð með ferskum og dósaananas en ég þurfti samt að reka mig á. Þegar við bjuggum í Hollandi og gerði frómasinn úr ferskum ananas setti ég sítrónusafa eins og gert er ráð fyrir í uppskriftinni. Lét frómasinn síðan standa í nokkra tíma og þegar kom að því að gæða sér að honum á aðfangadagskvöld hefði ég alveg eins getað skafið eyrnamerg úr eyranu á mér og borðað það.

    Bestu kveðjur
    Unnur Björk

    SvaraEyða
  12. Nafnlaus3:42 e.h.

    Hér er það heimagerður ís með mars-sósu. Nú er það daim-ís sem bíður spenntur í frystinum :)

    kv. Karitas
    karitasj@hotmail.com

    SvaraEyða
  13. Nafnlaus4:12 e.h.

    Heimatilbúinn ís með heitir súkkulaðisósu og ristuðum kókos :)
    Kv. Erla
    erlasif@gmail.com

    SvaraEyða
  14. Nafnlaus5:52 e.h.

    Ég hef alltaf gert ananasfrómas :) Halda í hefðina frá mömmu ;)
    Kv. Hrönn
    hronnb@fjolnet.is

    SvaraEyða
  15. Nafnlaus7:21 e.h.

    Valdar tegundur af ís með mars sósu og ferskum ávöxtum. Best er að gera nóg af íssósunni til að borða með skeið daginn eftir, það er orðin hefð hjá okkur mömmu :)

    Jólakveðjur

    Hildur Vattnes
    hildurvk@gmail.com

    SvaraEyða
  16. Nafnlaus8:32 e.h.

    Hjá okkur er það alltaf heimatilbúinn ís

    kv Íris Björk

    SvaraEyða
  17. Nafnlaus9:33 e.h.

    Hjá okkur borða allir sig svo sadda af jólamatnum að það hefur enginn lyst á formlegum eftirrétti. En Mackingtosh molar í skál til að maula með pakkaopnun er ómissandi.

    helgakarls@msn.com

    SvaraEyða
  18. Nafnlaus9:39 e.h.

    Ananasfrómas
    thorbjorg07@gmail.com

    SvaraEyða
  19. Nafnlaus10:32 e.h.

    Hjá okkur er möndlugrautur. grjónagrautur með hátíðarsósu (karamellurjómasósa) og möndlu (að sjálfssögðu.
    Ragna mín þú finnur mig bara á Facebook ;)
    Kv:
    Gullveig.

    SvaraEyða
  20. Nafnlaus10:41 e.h.

    Ekki alltaf það sama en hef oftast verið með Toblerone-ís, stundum fromage. Kveðja Heiðdís heiddis@hotmail.com

    SvaraEyða
  21. Guðrún Elín Ingvarsdóttir10:42 e.h.

    Að sjálfsögðu viljum við jólapakka, skoðum síðuna þína alltaf reglulega, frábær síða með flottum uppskriftum.
    Við höfum annað hvort heimatilbúin ís eða fromange
    kv
    Guðrún Elín gudrun.elin@simnet.is

    SvaraEyða
  22. Þetta er doltið vandræðalegt, en ég borða yfirleitt aldrei eftirrétt á aðfangadagskvöld.. :O Borða alltaf yfir mig af forrétt og tvöföldum aðalrétt, svo ég á ekki séns í meira, nema svona kannski smá Quality Street yfir pökkunum :)

    kv, Helgi GCS 7,5 (með þér 15) ! ;)
    dr.helgi@hotmail.com

    SvaraEyða
  23. Nafnlaus11:10 e.h.

    Heimagerður toblerone ís... algert nammi!
    Kv. María Ósk
    mariaog@msn.com

    SvaraEyða
  24. Kristjana11:36 e.h.

    Mamma býr alltaf til toblerone ís sem okkur fjölskyldunni finnst alveg ómissandi :)
    kristjanahakonardottir@hotmail.com

    SvaraEyða
  25. Nafnlaus11:46 e.h.

    Sherrífrómas eða vanillufrómas með kokteilávöxtum :)
    kv
    Brynja (binnagunn@gmail.com)

    SvaraEyða
  26. Nafnlaus12:37 f.h.

    Heimatilbúinn sherryís með rúsínum sem hafa legið í sherry-legi og söxuðu súkkulaði.
    Kv.
    Valdís
    valdisgregory@gmail.com

    SvaraEyða
  27. Nafnlaus5:40 f.h.

    ég er vön að hafa heimatilbúinn ís og konfekt í eftirrétt :) bara gott!!
    bkv. Gunnhildur
    gunnhildurolafs@gmail.com

    SvaraEyða
  28. Guðrún svava9:31 f.h.

    Möndugraut, alveg must have fyrir mig á Aðfangdagskvöld, svo er svo gott að eiga Möndlugrautinn á jóladag.

    Gussy_svava@hotmail.com

    SvaraEyða
  29. Guðrún María10:38 f.h.

    jiii en skemmtilegt:)

    hér er alltaf heimgerður ís með marssósu og svo smákökur og heitt súkkulaði eftir pakkaopnun.. ofát sumsé:)

    kv. Guðrún María
    guma.sv@gmail.com

    GLEÐILEG JÓL

    SvaraEyða
  30. Nafnlaus10:42 f.h.

    Eins og greinilega fleiri er það heimalagaði ísinn hennar mömmu með ristuðum möndlum og súkkulaði í og heitri marsíssósu útá. Namm namm.....
    astamariar@gmail.com

    SvaraEyða
  31. Guðrún Hildur10:59 f.h.

    Jólagrautur, eins og hjá mömmu, algjört möst og mandla í honum :)

    kv. Guðrún Hildur
    gudrunhildur@simnet.is

    SvaraEyða
  32. Nafnlaus11:17 f.h.

    Sæl Ragna hjá mér er heimalagaður Tobleroneís ;0)
    Jólakveðja Jóhanna
    roy@isl.is

    SvaraEyða
  33. Nafnlaus11:35 f.h.

    Sæl,

    Er alltaf með heimalagaðan ís. Geri alltaf einn skammt eftir uppskrift frá ömmu og svo annan með súkkulaði. Geri ráð fyrir toblerone ís í ár.
    Annars er ég alin upp við risalamande.
    Skemmtileg síða hjá þér :-)

    Kveðja, Greta
    gretajes@gmail.com

    SvaraEyða
  34. Nafnlaus11:36 f.h.

    Heimagerður tobleron ís 3 laga :)
    Gleðileg jól
    perla@saemark.is

    SvaraEyða
  35. Nafnlaus6:46 e.h.

    Ananasfrómas sem mamma gerði alltaf en ég geri núna hlakka alveg rosalega að borða hann á aðfangadag:-)Gleðileg Jól Ragna mín.
    kv soldav@simnet.is

    SvaraEyða
  36. Nafnlaus6:49 e.h.

    Heimagerðan toblerone ís.. með dass af spectacular!

    jokullsuper@gmail.com

    SvaraEyða
  37. Hjördís Rut7:11 e.h.

    Að sjálfsögðu jóla Fossís sem að inniheldur rúsínukökur í karamelluhjúp.
    fossis@simnet.is

    SvaraEyða
  38. Nafnlaus7:15 e.h.

    Sæl Ragna:)

    Það er misjafnt hvað mamma hefur gert í eftirrétt á jólunum en ég hef fengið að ráða honum undanfarin jól, enda mikil eftirréttakona. Ég hef gert tobleroneeftirrétt:

    1 msk flórsykur og 1 eggjarauða hrærð vel saman.
    1/4 líter rjómi
    Brýt niður marengs
    Niðurskorið toblerone

    = Allt blandað saman

    Set svo allskonar ávexti ofaná, bláber, jarðaber, kiwi, pera o.fl.
    Bræði svo meira toblerone ofaní.

    Mæli með þessu:)!

    Kv. Sigríður Etna (sem7@hi.is)

    SvaraEyða
  39. Nafnlaus7:23 e.h.

    Ég er með rommkúluís í eftirrétt,
    kveðja
    Helga (helgasig@fjolnet.is

    SvaraEyða
  40. Nafnlaus7:47 e.h.

    jólagraut m/möndlu
    sigrun@bvt.is

    SvaraEyða
  41. Nafnlaus7:54 e.h.

    Alltaf heimagerður ís - í ár er það Tobleroneís að ósk einkasonarins.

    Ragga@thorlacius.com

    SvaraEyða
  42. Nafnlaus7:56 e.h.

    Vanalega er ís hjá okkur og núna verður heimagerður Lindt ís, tvílitur, vanillu og súkkulaði :)

    Kveðja, Svala
    dagmamman_1@hotmail.com

    SvaraEyða
  43. heimagerður ís með bailey´s og lindor konfekti

    aslapals@gmail.com

    SvaraEyða
  44. Nafnlaus8:13 e.h.

    Ris a la mande er það hver einustu jól, enda hlakkar okkur til að borða hann í heilt ár..það væru ekki jól án jólagrauts :)

    Jólakveðja

    Þórunn Valdimarsdóttir
    thorunnvaldimarsdottir@gmail.com

    SvaraEyða
  45. Helena Smárad12:44 f.h.

    Mismunandi hvað við erum með, en mamma gerir þó alltaf cherrybúðing fyrir þau pabba..ekki eins vinsælt hjá okkur systrunum. Minnir að ég hafi síðast verið með súkkulaðiostaköku en hef ekki ákveðið hvað verður þessi jólin, en eitthvað gúrmei verður það;)

    SvaraEyða
  46. Nafnlaus4:45 e.h.

    Heimagerður daim ís verður oftast fyrir valinu.

    jólakveðjur, Hulda
    baeihulda@simnet.is

    SvaraEyða
  47. Nafnlaus10:39 e.h.

    venjulega er það heimagerður ís m/ heitir sósu og svo ískaka(kókosmaregns m/ súkkókremi ofaná og frosin) en í ár verður það bara ískakan hjá mér ;) netfangið mitt er: thury83@msn.com hlakka til að fylgjast með ;)
    kveðja. Þurý

    SvaraEyða
  48. Nafnlaus7:26 e.h.

    Erum vanalegam með ístertu :)

    En breytum samt til öðru hvoru :)

    kv. Emma

    emma150290@hotmail.com

    SvaraEyða
  49. Nafnlaus7:30 e.h.

    Hjá okkur er hefð að hafa heimatilbúinn ís, oft toblerone en það leyfist að gera tibrigði við stef. Alltaf gaman að kíkja á síðuna þína Ragna. Kveðja HÞ
    helga@hsu.is

    SvaraEyða
  50. Nafnlaus7:45 e.h.

    Heimatilbúin ís og svo kaffi og konfekt. Kv. Elín
    elinreed@yahoo.com

    SvaraEyða
  51. Nafnlaus8:53 e.h.

    Á aðfangadagskvöld hefur alltaf verið ananasfrómas ala mamma. Jólin koma ekki ef hann vantar og um það eru allir sammála, jafnt börn sem fullorðnir ;o)
    hronnst@lsh.is
    kv Hrönn

    SvaraEyða
  52. Nafnlaus8:53 e.h.

    Oftast er einhver keyptur ís bara, stundum með sósu, stundum ekki. Ég borða ekki ís þannig að ég læt smákökur og nammi duga ásamt jólaölinu.

    Kv,
    Unna Björg
    unna@internet.is

    SvaraEyða
  53. Banana og súkkulaðifrómans hefur verið í uppáhaldi hjá mér.

    SvaraEyða
  54. Nafnlaus11:24 e.h.

    Hér er það alltaf heimalagaður vanilluís, heit súkkulaðisósa og svo að sjálfsögðu ananasfrómasið hennar tengdamömmu :) mmmmmm

    Gleðileg jól

    knarrartunga@simnet.is

    SvaraEyða
  55. Nafnlaus11:30 e.h.

    nóa konfekt
    eða ananastertu!
    arnar vaff

    SvaraEyða
  56. Nafnlaus11:00 f.h.

    Sæl

    Frábær framtak hjá þér fylgist með blogginu þínu og prófað ýmisleg og er ótrúleg gott takk fyrir

    En á jólunum er borðaður heimalagaður ís og heit sósa með
    tordis@pon.is

    SvaraEyða
  57. Nafnlaus4:56 e.h.

    Hæ hæ
    Nóa konfekt er yfirleitt lendingin, hef stundum gert franska súkkulaðitertu og keypt ís en allir eru svo afvelta yfirleitt að hún er borðuð mjög seint eða daginn eftir. Legg meira uppúr forrétt. :) thoragunn@ovi.com

    kveðja Þóra G.

    SvaraEyða
  58. Nafnlaus8:17 e.h.

    Þar sem jólastressið er mun meira þetta ár en önnur er ég að hugsa um að ráða mér verktaka í eftirréttinn. Líst mér einna helst best á konfekt ístertuna frá Kjörís.

    kv Hidda
    bjarghildurp@hotmail.com

    SvaraEyða
  59. Nafnlaus8:18 e.h.

    Hæ, það mun vera Rjómarönd með möndlu í ala amma ;o)
    Gleðileg jól, anna.larusdottir@akranes.is

    SvaraEyða
  60. Nafnlaus8:43 e.h.

    Hér er það ís og Marssúkkulaði rjómasósa

    Kv.
    Hildur Guðrún
    hildurgel@gmail.com

    SvaraEyða
  61. Nafnlaus8:49 e.h.

    Eftirrétturinn er það eina á aðfangadag sem ekki er í föstum skorðum hvað hefðir varðar. Hef verið með allt frá royal búðing (treysti þar með manninum ekkinaftur fyrir því verkefni að kaupa í eftirrétt) til heimagerðs ís. Í ár verður það hvít súkkulaðimús með berjasósu, ótrúlega gott og fallegt!

    R.Tanja Bj.

    SvaraEyða
  62. Hæ hæ :)
    Það er sósan sem er krúsial fyrir eftirmatinn. Sósan saman stendur af vatni, sykri og rjóma. Er subbugóð og bara gerð á jólunum. Hún er borðuð með einhverjum góðum ís eða frómas :)
    Kveðja
    Karólína
    andresdottir@gmail.com

    SvaraEyða
  63. Alltaf sami desertinn, sem mamma bjó alltaf til :)

    Dökku bræddu súkkulaði, kaffi og eggjarauðu blandað saman við léttþeyttan rjóma og látið standa í kæli í amk 2 tíma.

    kveðja,
    Ásta
    astabeck@gmail.com

    SvaraEyða
  64. Nafnlaus10:05 e.h.

    Hæ Hæ Ragna mín ég er alltaf með uppskriftina hennar mömmu ananasfrómas ummmmmm hlakka til að borða hann:-)Gleðileg Jól
    kv solla

    soldav@simnet.is

    SvaraEyða
  65. Nafnlaus11:10 e.h.

    Heimatilbúinn daim-ís með kertaljósi og eðal dessertvíni, t.d. tokaji frá Ungverjalandi. Svo klikkar mandlan aldrei!

    Jólakveðjur,

    eggert (hjá) gmail.com

    SvaraEyða
  66. Nafnlaus4:08 f.h.

    Hæ Ragna

    Hjá okkur er það yfirleitt heimalagaður Toblerone ís.

    KV.Linda
    Glingloo@gmail.com

    SvaraEyða
  67. Nafnlaus9:53 e.h.

    Það hefur aldrei verið neitt stress með eftirrétt hjá mér og mínum!
    Nú eftir að maður er sjálfur er kominn með fjölskyldu - þá hefur það nú bara verið NóaKonfekt ;-)
    Finnst alveg nóg að vera með aðalrétt, þegar börnin eru tvö og enn lítil (1 árs og 4 ára)!

    Fjóla Stefánsdóttir (fjolast@gmail.com)

    SvaraEyða
  68. Nafnlaus11:37 e.h.

    Ég er alin upp við heimatilbúinn ís í eftirrétt ásamt sörum. Hins vegar verður tengdó í mat á aðfangadag í fyrsta skiptið þessi jólin og verður Ris a la mande því þetta árið og svo bæti ég nú örugglega sörum í skál líka.

    Rakel Ösp
    rakelosp@gmail.com

    SvaraEyða
  69. Nafnlaus12:13 e.h.

    Ís með möndlu :)
    Kveðja Gréta
    gretab@live.com

    SvaraEyða
  70. Nafnlaus6:58 e.h.

    Hæhæ,
    Það er nú oftast nær einhverskonar ís, annaðhvort ísblóm, ístertur eða því um líkt í eftirrétt. Annars er voða gott að fá ferska ávexti, jarðarber, bláber, kíví, banana eða hvað sem hugurinn girnist þegar verslað er inn hef gert það síðustu 5 ár eða svo voða gott (ekki skemmit heit karmellusósa eða svona súkkulaði sem harðnar yfir þetta ).
    Jólakveðja Svanhvít =)
    svannsa_pannsa@msn.com

    SvaraEyða
  71. Guðrun S Ingvarsdóttir7:20 e.h.

    Hef alltaf ananasfrómasinn góða jólakveðja Guðrun Ingvarsdóttir. gudruns@centrum.is

    SvaraEyða
  72. Ég hef alltaf verið í sveitinni hjá mömmu og þar fáum við jarðarberja/súkkulaðitriffle með makkarónukökum í botninum,. Í ár verðum við hjá tengdó og fáum venjulegan ís, þegar við förum að halda okkar jól þá ætla ég að sameina hefðirnar og gera jarðarberja/súkkulaði/makkarónuís:)

    SvaraEyða
  73. Nafnlaus9:24 e.h.

    Möndlugrauturinn með súkkulaði er alltaf í eftirrétt og svo kókoskaka í eftir-eftirrétt ;)
    Kv. Hugborg
    hugborgh@simnet.is

    SvaraEyða
  74. Loksins komst ég inn - mikið búin að reyna.
    Heima hjá mömmu og pabba hefur verið heimalagaður toblerone ís frá því ég man eftir mér. Tengdamamma gerir hins vegar súkkulaðimús. Hvorttveggja er alveg á heimsmælikvarða!
    Í ár ætlum við að vera í bænum svo það verður súkkulaðimús, fyrir mig allavega Agli tekst alltaf að gleyma því að það er eftirréttur og borðar rúmlega yfir sig af aðalrétt. Meira súkkulaði fyrir mig :-)

    SvaraEyða
  75. Nafnlaus9:51 e.h.

    hjá okkur er alltaf heimagerður toblerone ís og heit mars-íssósa, siður sem ég tók upp í minni búskapartíð
    laraodd@simnet.is

    SvaraEyða
  76. Nafnlaus11:09 e.h.

    Við erum alltaf með ferskjufrómas sem móðir mín gerir og svo skellum við oft í heimagerðan tobleroneís með:)

    Ég er að vísu að íhuga pekanhnetuböku í ár...

    selma_fs@hotmail.com

    SvaraEyða
  77. Nafnlaus3:31 f.h.

    Ég fæ heita súkkulaðiköku með mjúkri miðju :)

    silklin94@visir.is

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig